Heldur KA í gíslingu 20. apríl 2005 00:01 Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár. Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
Jónatan Magnússon, handboltamaður hjá KA og fyrirliði liðsins, hefur gefið upp drauminn um atvinnumennsku í bili og bendir allt til þess að hann muni spila á Íslandi næsta vetur. Ekki er þó frágengið að Jónatan verði áfram í herbúðum KA því að samningur hans við félagið er við það að renna út og ætlar hann ekki að skrifa undir samning við liðið fyrr en komið verði á hreint hvort einhver ný andlit munu sjást í leikmannahópnum á næstu leiktíð. Um tíma leit út fyrir að Jónatan væri á leið til þýska 1. deildarliðsins Ossweil en hefur það nú dottið upp fyrir sig þar sem félagið var ekki reiðubúið að gangast við kröfum Jónatans. "Þetta er náttúrulega orðinn hálfger brandari. Það gengur lítið að komast út svo að það bendir allt til þess að ég leiki heima," sagði Jónatan í samtali við Fréttablaðið í gær. "En ég fer ekkert leynt með það að ég vil spila í liði sem getur náð langt. Þess vegna vill ég vita hvert KA er að stefna og hvort við fáum einhverja nýja leikmenn fyrir næstu leiktíð áður en ég bind mig félaginu," segir Jónatan og útilokar ekki að hann muni söðla um í sumar. Jónatan sættir sig ekki við að leikmannahópurinn haldist óbreyttur. "Liðið þarf að styrkjast til að ég haldi áfram, það er alveg ljóst." Ofan á óvissuna sem ríkir í leikmannamálum KA er félagið auk þess ennþá þjálfaralaust og segist Jónatan að sjálfsögðu ætla að bíða og sjá hver næsti þjálfari liðsins verður. Að sögn Hannesar Karlssonar, formanns handknattleiksnefndar KA, hefur félagið haft samband við Heimi Ríkharðsson með þjálfun liðsins í huga en honum var sem kunnugt er sagt upp hjá Fram fyrr í vikunni. Heimir hefur gefið það út að hann ætli að gefa sér tvær vikur til að hugsa málið en heimildir Fréttablaðsins herma að forráðamenn Gróttu/KR séu einnig mjög heitir fyrir því að fá Heimi sem þjálfara. Gera má ráð fyrir því að Jónatan verði gríðarlega eftirsóttur fari svo að hann ákveðið að yfirgefa KA því í honum býr einn albesti leikmaður deildarinnar undanfarin ár.
Íslenski handboltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira