Hver greiðir laun Guðmundar? 20. apríl 2005 00:01 Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira
Stjórn handknattleiksdeildar Fram rak þjálfara sinn, Heimi Ríkarðsson, úr starfi síðastliðinn mánudag og réð í hans stað Guðmund Guðmundsson, fyrrum landsliðsliðsþjálfara. Að sögn Heimis kom nafn Guðmundar inn í umræðuna á sérstakan hátt en að hans sögn sóttist stjórn Fram ekki eftir því að fá Guðmund til starfa heldur fékk Fram mjög freistandi tilboð frá einstaklingi sem þeir virðist ekki hafa getað hafnað. "Kjartan formaður hringdi í mig daginn fyrir fyrsta leikinn gegn ÍBV í úrslitakeppninni og lét mig vita af því að þeir hefðu fengið tilboð frá manni sem væri tilbúinn að greiða þjálfaralaun félagsins gegn því að sá maður væri Guðmundur Guðmundsson," sagði Heimir við Fréttablaðið en hann telur sig vita hver stóð að baki þessu kostaboði. "Það er Tryggvi Tryggvason, fyrrum leikmaður og stjórnarmaður Fram. Hann var gjaldkeri deildarinnar þegar Guðmundur stýrði liðinu á sínum tíma og er góður vinur Guðmundar. Þetta er glæsilegt tilboð, því Tryggvi getur útvegað fé fyrir launum þjálfarans og því sleppur handknattleiksdeildin við að borga." Fréttablaðið bar þessar fullyrðingar Heimis undir formann handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Ragnarsson, en hann vísar þeim á bug. "Ég hef heyrt af þessu en þetta er bara kjaftasaga sem á sér enga stoð í raunveruleikanum. Við greiðum Guðmundi laun," sagði Kjartan. Fréttablaðið bar fullyrðingar Heimis einnig undir Guðmund. "Ég get ekki tjáð mig um þetta en það getur vel verið að svo sé. Það er fyrir utan minn samning og mína aðkomu að málinu . Ég geri samning við stjórnina og einbeiti mér síðan að þeim verkefnum sem mér eru falin. Ég væri ekki að velta mér of mikið upp úr því ef svo væri en það hefur ekkert með mig að gera hvort það koma einhverjir menn að þessu," sagði Guðmundur. Ekki náðist í Tryggva Tryggvason í gær þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Tiger Woods sleit hásin Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Sjá meira