Ryðgaðir Haukar unnu Val 19. apríl 2005 00:01 Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1. Íslenski handboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka sigruðu Val í kvöld með fjórum mörkum, 29-25, þótt þeir hafi verið frekar ryðgaðir eftir 12 daga hvíld. Breiddin brást hjá Valsmönnum en aðeins tveir leikmenn - Heimir Örn Árnason og Vilhjálmur Ingi Halldórsson - létu að sér kveða í þeirra liði í kvöld. Aðrir voru í daprir eða hreinlega í tómu rugli. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins í kvöld en Haukar tóku völdin strax í kjölfarið. Þeir leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn og þegar fyrri hálfleikur var allur leiddu heimamenn með tveim mörkum, 14-12. Sami munur hélst framan af síðari hálfleik en Valsmenn gáfu síðan aðeins í eftir um tíu mínútur og náðu að jafna muninn, 18-18. Valur jafnaði aftur 20-20 en þá misstu þeir mann af velli. Haukar nýttu sér það í botn og skoruðu þrjú mörk í röð, 23-20. Valsmenn neituðu af gefast upp og með Vilhjálm í broddi fylkingar jöfnuðu þeir leikinn á ný, 23-23, og spennan var rafmögnuð allt til enda. Í stöðunni 26-25 varði Birkir Ívar frá Vilhjálmi í stöng og Haukar fengu boltann með 2 mínútur eftir af leiknum. Gísli Jón Þórisson fiskaðí víti sem Þórir Ólafsson skoraði úr þegar tæplega ein og hálf mínúta var eftir af leiknum, 27-25. Vilhjálmur skaut aftur fyrir Valsmenn en Birkir Ívar varði á ný og gulltryggði þar með sigur Hauka því aðeins 45 sekúndur voru eftir þegar Vilhjálmur skaut að marki Haukanna. Haukarnir skoruðu síðan tvö mörk á lokasekúndunum enda voru Valsmenn hættir. Vignir Svavarsson og Andri Stefan léku best Hauka í gær og Ásgeir Örn laumaði inn mikilvægum mörkum. Birkir Ívar hefur oft varið betur en steig upp þegar á þurfti að halda. Það var mikill vandræðagangur á Valsliðinu í gær og í raun með ólíkindum að þeir hafi verið inn í leiknum fram á síðustu mínútu. Þeir töpuðu boltanum æði oft á klaufalegan hátt og það segir sitt um hversu ryðgaðir Haukar voru að tveir einstaklingar héldu Val inn í leiknum allt til enda. Þeir fengu gullið tækifæri í kvöld til þess að leggja Hauka á útivelli og fá slíkt tækifæri tæplega aftur. - HBGHaukar-Valur 29-25 (14-12)Mörk Hauka (skot): Vignir Svavarsson 7 (8), Andri Stefan 7 (14), Ásgeir Örn Hallgrímsson 5 (10), Þórir Ólafsson 5/1 (7/1), Jón Karl Björnsson 5/3 (8/4). Hraðaupphlaup: 8 (Þórir 3, Andri 3, Vignir, Ásgeir Örn). Fiskuð víti: 5 (Halldór Ingólfsson 2, Ásgeir, Vignir, Gísli Jón Þórisson.) Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 16. Mörk Vals (skot): Vilhjálmur Ingi Halldórsson 11/1 (20/1), Heimir Örn Árnason 8 (11), Baldvin Þorsteinsson 2 (2), Brendan Þorvaldsson 2 (3), Fannar Friðgeirsson 1 (3), Hjalti Þór Pálmason 1 (8). Hraðaupphlaup: 6 (Heimir Örn 3, Vilhjálmur 2, Baldvin). Fiskuð víti: 1 (Brendan). Varin skot: Pálmar Pétursson 10, Hlynur Jóhannesson 8/1.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira