Erlendir verkamenn lúti lögum 15. apríl 2005 00:01 Vegna stórframvæmda á Austurlandi og mikillar þenslu í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu hefur erlent vinnuafl streymt til landsins á síðustu mánuðum. Stækkun Evrópusambandsins til austurs hefur líka haft áhrif í þessum efnum þótt enn séu í gildi reglur um takmarkanir á vinnuafli frá hinum nýju ESB-löndum. Þær reglur falla úr gildi innan tíðar, og þá má búast við enn fleira fólki þaðan til starfa innan hins Evrópska efnahagssvæðis þar sem kjörin eru mun betri og aðbúnaður væntanlega líka. Fulltrúar atvinnulífsins í landinu hafa með réttu bent á að vegna stóriðjuframkvæmda og mikillar þenslu á íbúðarhúsamarkaði, þá sé nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl, þótt ekki væri nema til þess að koma í veg fyrir ofþenslu efnahagslífsins. Við undirbúning álversins á Reyðarfirði og stórvirkjunarinnar við Kárahnjúka var á það bent að þessar framkvæmdir gætu haft í för með sér mikla þenslu á vinnumarkaði, því mikil samkeppni myndi ríkja um vinnuaflið hér á landi . Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin, því Íslendingar hafa fram til þessa ekki haft mikinn áhuga á að vinna við virkjunina á hálendinu. Kemur þar eflaust margt til, en einkum bera menn fyrir sig að vinnutarnir þar séu mjög langar og menn séu einangraðir frá fjölskyldum sínum svo vikum skiptir. Þetta er önnur vinnutilhögun en viðhöfð var við virkjanirnar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, þar sem menn unnu oft í 10 daga í einu, en áttu svo frí í nokkra daga. Íslendingar margir hverjir eru ekki óvanir að dvelja langdvölum frá fjölskyldum sínum og er þar nærtækast að nefna sjómenn bæði á farskipum og fiskiskipum sem oft eru margar vikur að heiman, en eiga svo reyndar yfirleitt góð frí þess á milli . Þótt fulltrúar atvinnulífsins telji það nauðsynlegt að fá hingað til lands erlent vinnuafl í miklum mæli hafa fultrúar verkalýðshreyfingarinnar ýmislegt við það að athuga. Það er grundvallaratriði við innflutning þessa vinnuafls, ef svo má að orði komast, að allar leikreglur séu virtar. Fram undir þetta hafa reyndar ekki verið til skýrar reglur um þessi mál og margt óljóst í þessum efnum. Það virðist sem dómstólar þurfi að skera úr þeim ágreiningi sem uppi er milli verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda og er brýnt að það gerist sem allra allra fyrst, svo hreinar línur fáist í þessi mál. Það vekur athygli að ágreiningsmál um vinnuréttindi útlendinga hafa í marga mánuði verið til meðferðar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði, en þegar svipað mál kom upp á Suðurlandi var þetta afgreitt með hraði hjá embættinu á Selfossi. Þessi mál voru að vísu ekki alveg eins, en engu að síður vekur þessi mismunandi afgreiðsluhraði embættanna athygli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Vegna stórframvæmda á Austurlandi og mikillar þenslu í byggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu hefur erlent vinnuafl streymt til landsins á síðustu mánuðum. Stækkun Evrópusambandsins til austurs hefur líka haft áhrif í þessum efnum þótt enn séu í gildi reglur um takmarkanir á vinnuafli frá hinum nýju ESB-löndum. Þær reglur falla úr gildi innan tíðar, og þá má búast við enn fleira fólki þaðan til starfa innan hins Evrópska efnahagssvæðis þar sem kjörin eru mun betri og aðbúnaður væntanlega líka. Fulltrúar atvinnulífsins í landinu hafa með réttu bent á að vegna stóriðjuframkvæmda og mikillar þenslu á íbúðarhúsamarkaði, þá sé nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl, þótt ekki væri nema til þess að koma í veg fyrir ofþenslu efnahagslífsins. Við undirbúning álversins á Reyðarfirði og stórvirkjunarinnar við Kárahnjúka var á það bent að þessar framkvæmdir gætu haft í för með sér mikla þenslu á vinnumarkaði, því mikil samkeppni myndi ríkja um vinnuaflið hér á landi . Sú hefur hins vegar ekki orðið raunin, því Íslendingar hafa fram til þessa ekki haft mikinn áhuga á að vinna við virkjunina á hálendinu. Kemur þar eflaust margt til, en einkum bera menn fyrir sig að vinnutarnir þar séu mjög langar og menn séu einangraðir frá fjölskyldum sínum svo vikum skiptir. Þetta er önnur vinnutilhögun en viðhöfð var við virkjanirnar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu, þar sem menn unnu oft í 10 daga í einu, en áttu svo frí í nokkra daga. Íslendingar margir hverjir eru ekki óvanir að dvelja langdvölum frá fjölskyldum sínum og er þar nærtækast að nefna sjómenn bæði á farskipum og fiskiskipum sem oft eru margar vikur að heiman, en eiga svo reyndar yfirleitt góð frí þess á milli . Þótt fulltrúar atvinnulífsins telji það nauðsynlegt að fá hingað til lands erlent vinnuafl í miklum mæli hafa fultrúar verkalýðshreyfingarinnar ýmislegt við það að athuga. Það er grundvallaratriði við innflutning þessa vinnuafls, ef svo má að orði komast, að allar leikreglur séu virtar. Fram undir þetta hafa reyndar ekki verið til skýrar reglur um þessi mál og margt óljóst í þessum efnum. Það virðist sem dómstólar þurfi að skera úr þeim ágreiningi sem uppi er milli verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda og er brýnt að það gerist sem allra allra fyrst, svo hreinar línur fáist í þessi mál. Það vekur athygli að ágreiningsmál um vinnuréttindi útlendinga hafa í marga mánuði verið til meðferðar hjá sýslumanninum á Seyðisfirði, en þegar svipað mál kom upp á Suðurlandi var þetta afgreitt með hraði hjá embættinu á Selfossi. Þessi mál voru að vísu ekki alveg eins, en engu að síður vekur þessi mismunandi afgreiðsluhraði embættanna athygli.