Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar 14. apríl 2005 00:01 Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3. Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Bikarmeistarar Stjörnunnar sýndu ótrúlegan karakter í Garðabænum í gær þegar þær fengu Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins. Stjarnan var með tapaðan leik þegar aðeins fimm mínútur voru eftir en heimastúlkur neituðu að gefast upp, skoruðu fimm síðustu mörk leiksins og tryggðu sér sigurinn. Sigurmarkið skoraði Kristín Guðmundsdóttir fjórum sekúndum fyrir leikslok en það var í fyrsta og eina skiptið sem Stjarnan var yfir í leiknum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en ÍBV var alltaf skrefi á undan og það var vel við hæfi að það leiddi með einu marki í leikhléi, 12-13. Stjarnan skoraði fyrsta mark síðari hálfleiksins en þá komu sex mörk í röð hjá ÍBV og Eyjastúlkur breyttu stöðunni úr 13-13 í 13-19. Þá loksins rankaði meðvitundarlaus þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, við sér, tók Öllu Gokorian úr umferð og setti ferska leikmenn í skyttustöðurnar en skyttur Stjörnunnar höfðu verið álíka meðvitundarlausar og þjálfarinn fyrstu 45 mínútur leiksins. Fyrir vikið kom meiri kraftur í sóknarleik Stjörnunnar og þær sprungu út á síðustu fimm mínútum leiksins. Í stöðunni 19-23 skoraði Hekla úr þrem vítum í röð og svo jafnaði Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi þegar tæp mínúta var eftir. Kristín skoraði síðan sigurmarkið eins og áður segir. Ótrúleg endurkoma hjá Stjörnunni og voru margir á því að sigurinn væri rán. "Það er aldrei búið fyrr en það er búið," sagði glaðbeittur þjálfari Stjörnunnar, Erlendur Ísfeld, í leikslok. "Við gáfumst aldrei upp. Það er rosalegur karakter í þessu liði. Við höfum verið að leika illa í úrslitakeppninni en nú er það búið. Nú ætlum við að leika vel og það verður gaman að fara til Eyja. Djöfull hlakkar mér til að koma þar aftur." Stjarnan-ÍBV 24-23 (12-13)Mörk Stjörnunnar (skot): Hekla Daðadóttir 7/4 (11/6), Anna Bryndís Blöndal 4 (5), Kristín Guðmundsdóttir 4 (6), Kristín Clausen 4/3 (8/4), Hind Hannesdóttir 2 (4), Elisabeta Kowal 1 (1), Elísabet Gunnarsdóttir 1 (1), Ásdís Sigurðardóttir 1 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Anna 3, Hekla, Kristín). Fiskuð víti: 10 (Ásdís 3, Anna 2, Kristín, Hind, Hekla, Elísabet, Rakel Dögg Bragadóttir). Varin skot: Jelena Jovanovic 13/1. Mörk ÍBV (skot): Alla Gokorian 8/1 (12/3), Anastasia Patsiou 6 (9), Eva Björk Hlöðversdóttir 4/1 (4/1), Darinka Stefanovic 3 (4), Guðbjörg Guðmannsdóttir 2 (6). Hraðaupphlaup: 5 (Patsiou 2, Alla, Guðbjörg, Stefanovic). Fiskuð víti: 4 (Eva 3, Patsiou). Varin skot: Florentina Grecu 22/3.
Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Ísland tapaði með minnsta mun Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti