Demon Stone 14. apríl 2005 00:01 Demon stone er hlutverkaleikur (RPG) í anda ADD hlutverkaspilsins og sækir í Forgotten Realms heiminn, sem hlutverkaspilarar ættu að þekkja ágætlega. Fyrir þá sem ekki þekkja hann þá myndi LOTR sennilega lýsa þessum heimi best þar sem ADD heimurinn er óneitanlega spunninn uppúr Tolkien sögunum. Þú spilar 3 kalla, konu sem er þjófur (rouge) og er blanda af álfi og manni, mann sem er stríðsmaður (fighter) og svo seiðkarl (wizard). Fyrir langa löngu var háð mikið stríð á milli tveggja illmenna sem slógust um að ráða yfir þeim heimi sem leikurinn gerist í, en áður en allt gat farið úr böndunum kom stór og mikill seiðkarl og batt enda á þetta stríð þeirra og læsti sálir þessara illmenna í galdrastein þar sem þau áttu að vera fangar um alla eilífð. Þeir sem þú spilar eru svo tvinnaðir inn í söguna á þann veg að þeirra fortíð og örlög eru þannig að þau hleypa þessum illmönnum óvart úr álögum og er það þeirra að bjarga málunum og koma þeim aftur í steininn. Þegar leikurinn byrjar, og hann byrjar með miklum látum, þá spilar þú stríðsmanninn þar sem hann fléttist inn í mikið stríð á milli orka og þarft þú að frelsa fólk sem er búið að loka inni í búrum, og þar á meðal er þjófurinn sem síðar verður partur af þínu föruneyti. Fljótlega lendið þið í sjálfheldu og þar álpast seiðkarlinn óvart inní leikinn og þá verður hann partur af föruneyti þínu og hjálpar honum köllunum úr klípunni. Þau eru skiljanlega með mismunandi hæfileika til að berjast, þjófurinn er lipur og getur falið sig í skugga og skotist aftan að skrímslum og drepið þau í einu höggi, stríðsmaðurinn er sterkur og með stórt sverð og seiðkarlinn með staf sem hann getur kastað göldrum með, allir nýta sína krafta best við mismunandi aðstæður og verður maður að meta þær eftir því sem á við. Þú getur skipt á milli kalla með því að ýta á F1 F2 og F3 og þegar þú gerir það þá tekur tölvan við að spila hina kallana fyrir þig, kemur sér ágætlega þegar sá sem þú ert alveg að drepast því þá hlaupa kallarnir í það að ná sér í líf þegar þú skiptir. Sagan sjálf er mjög ófrumleg og óspennandi, týpískt ævintýri með orkum og drekum, stórum köngulóm og furðulegum skrímslum sem finnast bara í ævintýrum. Uppsetningin á leiknum sjálfum er óþægileg og sjónarhornið er mjög óþægilegt, ekki er hægt að breyta sjónarhorninu neitt sjálfur þar sem myndavélin eltir bara kallinn og er ekkert hægt að eiga neitt við það. Bardagakerfið er mjög flókið, margir takkar og “combo” brögð sem eru í sumum tilfellum fáránlega flókin og varla þess virði að reyna að eitthvað að eiga við þau. Eftir hvert borð fá svo kallarnir stig til að auka við hæfileika sína og bæta sig með göldrum og “combo” brögðum, sem og líka pening til að kaupa sér betri vopn og brynjur, það ferli er mjög óáhugavert og leiðinlegt, hlutir eins og “sword +3” “armor +2” eru hugtök sem eru bara barn síns tíma, þetta ætti að vera “flaming sword of dragon´s fire” og “armor of dragonhide strength” eða eitthvað álíka og með betri útskýringu á því hvað þau gera, en ekki bara “a sword with with some damage” eða eitthvað álíka. Grafíkin í leiknum er ágæt, á sumum köflum er hún reyndar mjög flott og eru myndskeiðin mjög epísk á köflum, sem og tónlistin sem er ágætis bakgrunnstónlist en ekkert sem ég myndi nenna að setja á fóninn heima hjá mér. Niðurstaða: Ófrumlegur hlutverkaleikur sem er of flókinn í spilun til að vera þess virði að eyða miklum tíma í, sagan hefur verið margsögð og mikið betur en gert er hér. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: Atari Útgefandi: Atari Heimasíða: www.atari.com/demonstone Stefán Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Demon stone er hlutverkaleikur (RPG) í anda ADD hlutverkaspilsins og sækir í Forgotten Realms heiminn, sem hlutverkaspilarar ættu að þekkja ágætlega. Fyrir þá sem ekki þekkja hann þá myndi LOTR sennilega lýsa þessum heimi best þar sem ADD heimurinn er óneitanlega spunninn uppúr Tolkien sögunum. Þú spilar 3 kalla, konu sem er þjófur (rouge) og er blanda af álfi og manni, mann sem er stríðsmaður (fighter) og svo seiðkarl (wizard). Fyrir langa löngu var háð mikið stríð á milli tveggja illmenna sem slógust um að ráða yfir þeim heimi sem leikurinn gerist í, en áður en allt gat farið úr böndunum kom stór og mikill seiðkarl og batt enda á þetta stríð þeirra og læsti sálir þessara illmenna í galdrastein þar sem þau áttu að vera fangar um alla eilífð. Þeir sem þú spilar eru svo tvinnaðir inn í söguna á þann veg að þeirra fortíð og örlög eru þannig að þau hleypa þessum illmönnum óvart úr álögum og er það þeirra að bjarga málunum og koma þeim aftur í steininn. Þegar leikurinn byrjar, og hann byrjar með miklum látum, þá spilar þú stríðsmanninn þar sem hann fléttist inn í mikið stríð á milli orka og þarft þú að frelsa fólk sem er búið að loka inni í búrum, og þar á meðal er þjófurinn sem síðar verður partur af þínu föruneyti. Fljótlega lendið þið í sjálfheldu og þar álpast seiðkarlinn óvart inní leikinn og þá verður hann partur af föruneyti þínu og hjálpar honum köllunum úr klípunni. Þau eru skiljanlega með mismunandi hæfileika til að berjast, þjófurinn er lipur og getur falið sig í skugga og skotist aftan að skrímslum og drepið þau í einu höggi, stríðsmaðurinn er sterkur og með stórt sverð og seiðkarlinn með staf sem hann getur kastað göldrum með, allir nýta sína krafta best við mismunandi aðstæður og verður maður að meta þær eftir því sem á við. Þú getur skipt á milli kalla með því að ýta á F1 F2 og F3 og þegar þú gerir það þá tekur tölvan við að spila hina kallana fyrir þig, kemur sér ágætlega þegar sá sem þú ert alveg að drepast því þá hlaupa kallarnir í það að ná sér í líf þegar þú skiptir. Sagan sjálf er mjög ófrumleg og óspennandi, týpískt ævintýri með orkum og drekum, stórum köngulóm og furðulegum skrímslum sem finnast bara í ævintýrum. Uppsetningin á leiknum sjálfum er óþægileg og sjónarhornið er mjög óþægilegt, ekki er hægt að breyta sjónarhorninu neitt sjálfur þar sem myndavélin eltir bara kallinn og er ekkert hægt að eiga neitt við það. Bardagakerfið er mjög flókið, margir takkar og “combo” brögð sem eru í sumum tilfellum fáránlega flókin og varla þess virði að reyna að eitthvað að eiga við þau. Eftir hvert borð fá svo kallarnir stig til að auka við hæfileika sína og bæta sig með göldrum og “combo” brögðum, sem og líka pening til að kaupa sér betri vopn og brynjur, það ferli er mjög óáhugavert og leiðinlegt, hlutir eins og “sword +3” “armor +2” eru hugtök sem eru bara barn síns tíma, þetta ætti að vera “flaming sword of dragon´s fire” og “armor of dragonhide strength” eða eitthvað álíka og með betri útskýringu á því hvað þau gera, en ekki bara “a sword with with some damage” eða eitthvað álíka. Grafíkin í leiknum er ágæt, á sumum köflum er hún reyndar mjög flott og eru myndskeiðin mjög epísk á köflum, sem og tónlistin sem er ágætis bakgrunnstónlist en ekkert sem ég myndi nenna að setja á fóninn heima hjá mér. Niðurstaða: Ófrumlegur hlutverkaleikur sem er of flókinn í spilun til að vera þess virði að eyða miklum tíma í, sagan hefur verið margsögð og mikið betur en gert er hér. Vélbúnaður: PC Framleiðandi: Atari Útgefandi: Atari Heimasíða: www.atari.com/demonstone
Stefán Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira