Ný verslun með leðurfatnað 13. apríl 2005 00:01 Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Nýlega var opnuð á Laugavegi 66 verslunin Mona, en eigendur hennar eru fjórar íslenskar konur og ein frá Serbíu, Gordana Ristic, sem kom til Íslands sem flóttamaður fyrir fimm árum og hefur búið á Íslandi síðan með eiginmanni og tveimur dætrum. Það var Gordana sem kynnti tískufyrirtækið Monu fyrir hinum eigendunum en Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu. Fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. "Starfsmenn Monu eru um 500 talsins og vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu & Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi - og nú á Íslandi," segir Unnur Ágústsdóttir, einn eigenda verslunarinnar. "Mona tekur líka þátt í tískusýningum í París, Róm og Mílanó en helstu einkenni hönnunar Monu eru blöndun menningarlegs arfs og nútímastrauma í hönnun tískufatnaðar. Markmiðið er að bjóða upp á vandaðan fatnað og fallega og óvenjulega fylgihluti og við erum vissar um að þessar vörur uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina," segir Unnur. „Við erum með fatnað bæði á konur og karla og sérstaðan felst í miklum gæðum efnisins og hönnuninni." Verslunin er hönnuð af Sigríði Elfu Sigurðardóttur en innréttingar eru úr smíðajárni og gleri og lýsing að hluta skreytt með ull. Tjöldin fyrir búningsklefunum eru einnig sérhönnuð og saumuð af Sigríði og Guðmundu Kristinsdóttur. Í versluninni eru einnig til sölu vörur eftir íslenska hönnuði, en þeir eru SESdesign, Dýrfinna Traustadóttur, AGLA og Snúlla-design.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira