Fight Club 13. október 2005 19:01 Fyrsta regla Fight Club er: ekki tala um Fight Club. Nú ætla ég að brjóta þessa reglu og tjá hvað mér finnst um Fight Club leikinn. Fight Club leikurinn er gerður eftir virkilega góðri og frumlegri kvikmynd frá árinu 1999 sem er byggð á skáldsögu. Eftir skáldsögu er gerð kvikmynd sem svo er gerður tölvuleikur eftir: ósköp venjulegur gangur í dag. En í þessi tilfelli er þetta svolítið kaldhæðið þar sem að saga Fight Club er upprunalega hörð ádeila á markaðshyggju, stórfyrirtæki og nútíma afþreyingu eins og sjónvarp. Fight Club sagan segir frá Tyler Durden, ungum manni sem starfar á tryggingafyrirtæki og lifir dæmigerðu skrifstofu lífi í hinu vestræna neyslusamfélagi. Tyler verður leiður á þessu innantóma lífsgæðakapphlaupi og stofnar bardagaklúbb sér og öðrum til lífsfyllingar. Í þessum klúbbum safnast saman fullorðnir karlmenn og berjan hvorn annan til óbóta, einn gegn einum. Vinsældir bardagaklúbbana fara úr böndunum og álíka klúbbar eru stofnaðir um gjörvalla Ameríku og Tyler verður að goðsögn og leiðtoga þessara lífsleiðu manna. Tyler ákveður að fara í frekari aðgerðir og stofnar Project Mayhem, verkefni útvalda meðlima Fight Club. Markmið verkefnisins eru að steypa niður neyslusamfélaginu með stórtækum aðferðum, hryðjuverkastarfsemi. Sagan í "Story Mode" hluta tölvuleiksins blandast sögu kvikmyndarinnar lauslega. Persóna leiksins er ungur maður sem ætlar að skjóta sig í hausinn á bar því að kærasta hans sveik hann. Barþjónninn fær hann til að hætta við með loforði um að hann geti fært honum betra líf með tilgangi. Persónan hlustar á barþjóninn og hættir við að farga sér. Barþjónninn er meðlimur Fight Club og þar með dregst persóna leiksins inn í heim ofbeldis og andfélagslegrar hegðunar. Persónan setur sér það markmið að komast til rótarinnar, að finna leiðtogann Tyler Durden og taka þátt í verkefni hans. Þar er í raun saga leiksins öll. Til að komast nær Tyler fer persónan á milli svæða og spyr, en til að fá spurningum sínum svarað og til að komast áfram verður hann alltaf að berja einhvern á hverjum stað og það er það sem Fight Club er, bardagaleikur. Á milli bardaga færist svo sagan áfram með kyrrmyndum með tali. Sagan endar loks þegar persóna leiksins er búin að ferðast á milli ótrúlegustu staða eins og flugvallar, bakgarðs, húskjallara, veitingastaðar og berja sannleikann úr hinum og þessum sem hann mætir. Úr verður einstaklega óáhugaverð saga eins og jú vill reyndar mjög oft vera í bardagaleikjum. Og það leiðinlegasta við söguna er að hún færist ekki áfram með myndböndum heldur tölvugerðum kyrrmyndum sem er svo talað inn á og eru þau samtöl ofleikin og leiðinleg. En það er hægt að færa söguna svona áfram á skemmtilegan hátt, það sást í Max Payne, en því miður er það bara ekki að ganga hérna. Áttunda regla Fight Club er: Ef þetta er fyrsta skipti þitt í Fight Club þá verður þú að berjast. Reyndar verðurðu alltaf að berjast, því það er það eina sem hægt er að gera í Fight Club. Auk "Story Mode" eru nokkrar aðrar gerðir spilunar (þó mjög svipaðar), það eru: Arcade: þú getur valið eina af spilanlegum persónum eða búið til þína eigin og barist á móti öllum öðrum persónum leiksins (þetta er eiginlega alveg eins og "Story Mode", nema það eru engin leiðinleg atriði inn á milli). Versus: þú getur valið einhverja af 13 persónum leiksins eða búið til þína eigin til að berja á öðrum mannlegum spilara. Survival: Veldu persónu, veldu stað og reyndu að berja sem flesta á einu lífi og ná toppsæti. Training: hér getur þú lært og æft öll Fight Club brögðin aftur og aftur uns þú hefur fullkomnað bardagahæfni þína. Þú getur stillt hæfni (gervigreind) andstæðingsins eftir hentisemi. Network: Ef þú hefur XBox live þá getur þú spilað í gegnum netið á móti öðrum mannlegum spilurum sem að mörgu leiti eykur líf leiksins. Einnig er hægt að sækja aukaefni fyrir leikinn og jafnvel lög. Þó það séu um 13 persónur að velja úr (með aflæsanlegum aukapersónum eins og Fred Durst) þá eru bara þrír mismunandi bardagastílar í Fight Club: "Brawling" sem er svona götubardagastíll, "Grappling" sem er hálfgerður glímustíll og loks "Martial arts" sem er bardagalistastíll. Þó þessir bardagastílar séu með mismunandi brögð þá skiptir ekki miklu máli fyrir spilunina hvaða stíla maður velur því að það er sama grundvallar reglan á þeim öllum til að sigra bardaga: góða blanda af hnefahöggum og spörkum ásamt einstaka brögðum sem gera aukaskaða. Spilun leiksins er í heild einhæf og verður fljótt leiðinleg. En það sem lífgar upp á spilun leiksins eru nokkrar skemmtilegar brellur og frumlegir kostir. Eins og kosturinn að beinbrjóta andstæðinga. Í "Story Mode" er einn sérstakur bardagi sem er aðeins hægt að vinna með því að handlegsbrjóta andstæðinginn. Og það gerði ég, mjög einfalt þegar maður er kominn upp á lagið með það. Þegar bragðið heppnast þá hægspilast það og það kemur sérstök röntgen (X-Ray) sýn á persónuna sem brotnar, þannig að maður sér alla beinabyggingu hennar og maður sér beinið brotna greinilega með tilheyrandi óskemmtilegu beinbrotshljóði. Svo er það blóðið skemmtilega. Þegar persónur leiksins fá á sig högg fá þær líka sár, varir springa, blóðnasir byrja og glóðaraugu skreyta andlit þeirra. Og persónan fær nægilega öflugt höfuðhögg þá slettist blóð út um allt og þar á meðal á skjáinn, svo rennur það raunverulega niður. Allt í rauntíma. Þetta allt saman er eitthvað sem aðrir leikir mættu taka sér til fyrirmyndar! Módel persóna eru vel gerð og er gætt að ýmsum smáatriðum eins of risavöxnum brjóstum Meat Loaf sem eru reyndar kannski ekkert smáatriði. Veðurbrellur og lýsing leiksins heppnast vel, sérstaklega að næturlagi. Eitt spilanlegt borð gerist í kjallara Tyler og eru persónunnar því með vatn upp að hnjám sem kemur nokkuð skemmtilega út og er ágætlega vel gert eins og flest önnur borð leiksins. Í borðunum eru ýmis hlutir sem hægt er að skemma og eða notfæra sér eins og gluggar, bílar, veggir, hurðir, ruslagámar. Eftirminnilegt er til dæmis þegar andstæðingur minn barði höfði persónu minnar í ruslagám í bakgarði hjá húsinu hans Tyler. En fín grafík og skemmtilegar brellur bjarga leiknum ekki, því að það er auðvitað spilunin sem skiptir mestu máli í tölvuleikjum. Fight Club leikurinn notar mikið af tónlistinni úr kvikmyndinni sem mér þykir bara nokkuð gott. Sú tónlist er að miklu leiti samin af Dust Brothers, en leikurinn skarar einnig tónlist frá flytjendum eins og Queens of the Stone age (mjög gott) og Limp Bizkit (ekki eins gott). Svo eru allskonar teknótaktar sem blandast inn í þetta allt saman. Tónlistin er í heild ágæt og skapar stundum rétta bardaga andrúmsloftið, þó að stundum hafi mér fundist hún vera pirrandi, en það var reyndar bara þegar ég var að tapa. Bardagahljóðin eru bara venjuleg, ég gat ekki tekið eftir neinu sérstöku varðandi þau og skila þau hlutverki sínu bara ágætlega. Niðurstaða: Ef þú skildi ekki hafa gert þér það ljóst þá er Fight Club fyrir XBOX í heildina leiðinlegur, einhæfur leikur með virkilega stuttan líftíma. Það sem var leiðinlegast við Fight Club var að komast að því eftir að spila hann í korter var hafði hann ekkert meira upp á að bjóða. Öll saga leiksins er einstaklega óáhugaverð, og öll spilun mjög dæmigerð og þreytt. Það er ekkert sérstakt við Fight Club fyrir utan brellur sem duga alls ekki í heild til að bjarga leiknum. Leikurinn veldur ekki aðeins aðdáendum Fight Club myndarinnar vonbrigðum heldur það sem verra er: aðdáendum tölvuleikja yfir höfuð. Fær eitt aukaprik fyrir að gefa manni kost á að berja Fred Durst. Vélbúnaður: Xbox Framleiðandi: Genuine Games Útgefandi: Vivendi Universal Heimasíða: www.fightclubgame.com Guðjón Leikjavísir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fyrsta regla Fight Club er: ekki tala um Fight Club. Nú ætla ég að brjóta þessa reglu og tjá hvað mér finnst um Fight Club leikinn. Fight Club leikurinn er gerður eftir virkilega góðri og frumlegri kvikmynd frá árinu 1999 sem er byggð á skáldsögu. Eftir skáldsögu er gerð kvikmynd sem svo er gerður tölvuleikur eftir: ósköp venjulegur gangur í dag. En í þessi tilfelli er þetta svolítið kaldhæðið þar sem að saga Fight Club er upprunalega hörð ádeila á markaðshyggju, stórfyrirtæki og nútíma afþreyingu eins og sjónvarp. Fight Club sagan segir frá Tyler Durden, ungum manni sem starfar á tryggingafyrirtæki og lifir dæmigerðu skrifstofu lífi í hinu vestræna neyslusamfélagi. Tyler verður leiður á þessu innantóma lífsgæðakapphlaupi og stofnar bardagaklúbb sér og öðrum til lífsfyllingar. Í þessum klúbbum safnast saman fullorðnir karlmenn og berjan hvorn annan til óbóta, einn gegn einum. Vinsældir bardagaklúbbana fara úr böndunum og álíka klúbbar eru stofnaðir um gjörvalla Ameríku og Tyler verður að goðsögn og leiðtoga þessara lífsleiðu manna. Tyler ákveður að fara í frekari aðgerðir og stofnar Project Mayhem, verkefni útvalda meðlima Fight Club. Markmið verkefnisins eru að steypa niður neyslusamfélaginu með stórtækum aðferðum, hryðjuverkastarfsemi. Sagan í "Story Mode" hluta tölvuleiksins blandast sögu kvikmyndarinnar lauslega. Persóna leiksins er ungur maður sem ætlar að skjóta sig í hausinn á bar því að kærasta hans sveik hann. Barþjónninn fær hann til að hætta við með loforði um að hann geti fært honum betra líf með tilgangi. Persónan hlustar á barþjóninn og hættir við að farga sér. Barþjónninn er meðlimur Fight Club og þar með dregst persóna leiksins inn í heim ofbeldis og andfélagslegrar hegðunar. Persónan setur sér það markmið að komast til rótarinnar, að finna leiðtogann Tyler Durden og taka þátt í verkefni hans. Þar er í raun saga leiksins öll. Til að komast nær Tyler fer persónan á milli svæða og spyr, en til að fá spurningum sínum svarað og til að komast áfram verður hann alltaf að berja einhvern á hverjum stað og það er það sem Fight Club er, bardagaleikur. Á milli bardaga færist svo sagan áfram með kyrrmyndum með tali. Sagan endar loks þegar persóna leiksins er búin að ferðast á milli ótrúlegustu staða eins og flugvallar, bakgarðs, húskjallara, veitingastaðar og berja sannleikann úr hinum og þessum sem hann mætir. Úr verður einstaklega óáhugaverð saga eins og jú vill reyndar mjög oft vera í bardagaleikjum. Og það leiðinlegasta við söguna er að hún færist ekki áfram með myndböndum heldur tölvugerðum kyrrmyndum sem er svo talað inn á og eru þau samtöl ofleikin og leiðinleg. En það er hægt að færa söguna svona áfram á skemmtilegan hátt, það sást í Max Payne, en því miður er það bara ekki að ganga hérna. Áttunda regla Fight Club er: Ef þetta er fyrsta skipti þitt í Fight Club þá verður þú að berjast. Reyndar verðurðu alltaf að berjast, því það er það eina sem hægt er að gera í Fight Club. Auk "Story Mode" eru nokkrar aðrar gerðir spilunar (þó mjög svipaðar), það eru: Arcade: þú getur valið eina af spilanlegum persónum eða búið til þína eigin og barist á móti öllum öðrum persónum leiksins (þetta er eiginlega alveg eins og "Story Mode", nema það eru engin leiðinleg atriði inn á milli). Versus: þú getur valið einhverja af 13 persónum leiksins eða búið til þína eigin til að berja á öðrum mannlegum spilara. Survival: Veldu persónu, veldu stað og reyndu að berja sem flesta á einu lífi og ná toppsæti. Training: hér getur þú lært og æft öll Fight Club brögðin aftur og aftur uns þú hefur fullkomnað bardagahæfni þína. Þú getur stillt hæfni (gervigreind) andstæðingsins eftir hentisemi. Network: Ef þú hefur XBox live þá getur þú spilað í gegnum netið á móti öðrum mannlegum spilurum sem að mörgu leiti eykur líf leiksins. Einnig er hægt að sækja aukaefni fyrir leikinn og jafnvel lög. Þó það séu um 13 persónur að velja úr (með aflæsanlegum aukapersónum eins og Fred Durst) þá eru bara þrír mismunandi bardagastílar í Fight Club: "Brawling" sem er svona götubardagastíll, "Grappling" sem er hálfgerður glímustíll og loks "Martial arts" sem er bardagalistastíll. Þó þessir bardagastílar séu með mismunandi brögð þá skiptir ekki miklu máli fyrir spilunina hvaða stíla maður velur því að það er sama grundvallar reglan á þeim öllum til að sigra bardaga: góða blanda af hnefahöggum og spörkum ásamt einstaka brögðum sem gera aukaskaða. Spilun leiksins er í heild einhæf og verður fljótt leiðinleg. En það sem lífgar upp á spilun leiksins eru nokkrar skemmtilegar brellur og frumlegir kostir. Eins og kosturinn að beinbrjóta andstæðinga. Í "Story Mode" er einn sérstakur bardagi sem er aðeins hægt að vinna með því að handlegsbrjóta andstæðinginn. Og það gerði ég, mjög einfalt þegar maður er kominn upp á lagið með það. Þegar bragðið heppnast þá hægspilast það og það kemur sérstök röntgen (X-Ray) sýn á persónuna sem brotnar, þannig að maður sér alla beinabyggingu hennar og maður sér beinið brotna greinilega með tilheyrandi óskemmtilegu beinbrotshljóði. Svo er það blóðið skemmtilega. Þegar persónur leiksins fá á sig högg fá þær líka sár, varir springa, blóðnasir byrja og glóðaraugu skreyta andlit þeirra. Og persónan fær nægilega öflugt höfuðhögg þá slettist blóð út um allt og þar á meðal á skjáinn, svo rennur það raunverulega niður. Allt í rauntíma. Þetta allt saman er eitthvað sem aðrir leikir mættu taka sér til fyrirmyndar! Módel persóna eru vel gerð og er gætt að ýmsum smáatriðum eins of risavöxnum brjóstum Meat Loaf sem eru reyndar kannski ekkert smáatriði. Veðurbrellur og lýsing leiksins heppnast vel, sérstaklega að næturlagi. Eitt spilanlegt borð gerist í kjallara Tyler og eru persónunnar því með vatn upp að hnjám sem kemur nokkuð skemmtilega út og er ágætlega vel gert eins og flest önnur borð leiksins. Í borðunum eru ýmis hlutir sem hægt er að skemma og eða notfæra sér eins og gluggar, bílar, veggir, hurðir, ruslagámar. Eftirminnilegt er til dæmis þegar andstæðingur minn barði höfði persónu minnar í ruslagám í bakgarði hjá húsinu hans Tyler. En fín grafík og skemmtilegar brellur bjarga leiknum ekki, því að það er auðvitað spilunin sem skiptir mestu máli í tölvuleikjum. Fight Club leikurinn notar mikið af tónlistinni úr kvikmyndinni sem mér þykir bara nokkuð gott. Sú tónlist er að miklu leiti samin af Dust Brothers, en leikurinn skarar einnig tónlist frá flytjendum eins og Queens of the Stone age (mjög gott) og Limp Bizkit (ekki eins gott). Svo eru allskonar teknótaktar sem blandast inn í þetta allt saman. Tónlistin er í heild ágæt og skapar stundum rétta bardaga andrúmsloftið, þó að stundum hafi mér fundist hún vera pirrandi, en það var reyndar bara þegar ég var að tapa. Bardagahljóðin eru bara venjuleg, ég gat ekki tekið eftir neinu sérstöku varðandi þau og skila þau hlutverki sínu bara ágætlega. Niðurstaða: Ef þú skildi ekki hafa gert þér það ljóst þá er Fight Club fyrir XBOX í heildina leiðinlegur, einhæfur leikur með virkilega stuttan líftíma. Það sem var leiðinlegast við Fight Club var að komast að því eftir að spila hann í korter var hafði hann ekkert meira upp á að bjóða. Öll saga leiksins er einstaklega óáhugaverð, og öll spilun mjög dæmigerð og þreytt. Það er ekkert sérstakt við Fight Club fyrir utan brellur sem duga alls ekki í heild til að bjarga leiknum. Leikurinn veldur ekki aðeins aðdáendum Fight Club myndarinnar vonbrigðum heldur það sem verra er: aðdáendum tölvuleikja yfir höfuð. Fær eitt aukaprik fyrir að gefa manni kost á að berja Fred Durst. Vélbúnaður: Xbox Framleiðandi: Genuine Games Útgefandi: Vivendi Universal Heimasíða: www.fightclubgame.com
Guðjón Leikjavísir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira