Tíska og hönnun

Flottar húfur í hretinu

Þegar sól er farin að hækka á lofti viljum við stundum gleyma mikilvægi þess að klæða okkur vel. Ullarsokkar, vettlingar og góðar húfur eru það sem allir ættu að klæðast þegar vorhretin skella á eins og við höfum fengið að finna fyrir síðustu daga.

Húfa er skemmtilegur fylgihlutur og því er engin raun að setja hana upp. Og húfa er ekki það sama og húfa. Þær má má í ótal afbrigðum, skrautlegar og látlausar.

Stórar loðnar húfur eru alltaf vinsælar á veturna og svo eru gömlu góðu lopahúfurnar að fá uppreisn æru ásamt íslenskum lopahúfum í nýstárlegum búningi.

Alpahúfur standa líka alltaf fyrir sínu og svo er ágætt úrval af litríkum hekluðum og prjónuðum húfum sem lífga upp á vetrarlokin.

Hvít loðhúfa kr. 5.400 Hattabúð ReykjavíkurMynd/Vilhelm
Brún loðhúfa, rússnesk í einkaeignMynd/Vilhelm
Alpahúfur, rauð kr. 1.500, ljósblá úr angúruull kr. 2.600 Hattabúð ReykjavíkurMynd/Vilhelm
Brún lambaskinnshúfa kr. 9.500 Hattabúð ReykjavíkurMynd/Vilhelm
Græn hekluð húfa kr. 4.900 VerksmiðjanMynd/Vilhelm
Bleik og Orange prjónahúfa kr. 4.900 VerksmiðjanMynd/Vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×