Vítin voru aumingjaskapur 6. apríl 2005 00:01 HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin. Íslenski handboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira
HK og Valur leiða saman hesta sína öðru sinni í 8-liða úrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Valur hafði betur á heimavelli sínum í fyrsta leiknum þar sem stórleikur Björgvin Páls Gústafssonar í marki HK dugði ekki til, en hann varði 25 skot og þar af þrjú víti frá Baldvini Þorsteinssyni hjá Val, sem seint verður talinn slök vítaskytta. Þótt mesta spennan snúist að sjálfsögðu í kringum leikinn sjálfan í kvöld verður ekki síður áhugavert að fylgjast með einvígi þeirra Baldvins og Björgvins á vítapunktinum, þar sem sá síðarnefndi hefur klárlega yfirhöndina nú um stundir. "Ég veit ekkert um hvort ég fái að taka vítin í næsta leik eftir þennan aumingjaskap í mér í þeim fyrsta. En ef svo fer þá mun ég ekki skorast undir þeirri ábyrgð. Ég er alltaf til í að taka víti," sagði Baldvin þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. "En þessi vítaköst hjá mér í fyrsta leiknum voru náttúrulega til skammar. Það þýðir ekkert að gefa sig út fyrir að vera vítaskytta liðs og bjóða jafn hrikaleg víti og þessi. Þau voru laus og ófrumleg og ég held að Bjöggi hafi ekkert þurft að hafa fyrir því að verja þau," sagði Baldvin, augljóslega mjög ósáttur við sjálfan sig og kvaðst hann ætla taka sjálfan sig í rækilega naflaskoðun fyrir leikinn í kvöld. Björgvin viðurkenndi við Fréttablaðið að hann hefði kortlagt vítaskot Baldvins. "Ég átti harma að hefna eftir að hann skoraði sex mörk úr sex vítum í deildarleiknum um daginn." segir Björgvin sem kveðst hafa fellt Baldvin á eigin bragði, sálfræðinni. "Víti snúast svo mikið um sálfræðina og Baldvin notar það mikið, t.d. með því að labba út að miðju og láta markmanninn bíða eftir sér. Ég reyndi á móti að rugla aðeins í honum þegar hann loksins kom á punktinn og það gekk upp í þetta skiptið. En það er ekkert gefið að ég geti lesið hann svona næst. Baldvin er ein besta vítaskytta landsins og langar örugglega að svara fyrir sig," segir Björgvin.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Sjá meira