Minnisvarðar um Sturlu 31. mars 2005 00:01 Íbúar Vesturlands eru líklega mjög ánægðir með ráðherra sinn, Sturlu Böðvarsson. Kona sem er staðkunnug á Snæfellsnesi sendi mér meðfylgjandi mynd og sagði að sér reiknaðist svo til að síðan Sturla varð samgönguráðherra hafi leiðin milli heimilis hans í Stykkishólmi og vinnustaðarins við Austurvöll styst um 25 prósent í tíma talið - gróft metið. Vegleg umferðarmannvirki hafa svosem áður risið á Íslandi en konan sagðist ekki muna að ráðherrar létu merkja sér þau jafn rækilega og Sturla. Þetta er svona "Stulli was here-dæmi", sagði hún. Ljóðelskum manni kemur í hug kvæðið Ozimandias eftir Shelley, um mann sem gengur fram á fallið minnismerki um gleymdan konung lengst úti í eyðimörk, hausinn brotinn af og fætur í sandinum, og þar á letruð orðin: "My name is Ozymandias, King of Kings: Look on my works, ye Mighty, and despair!" Minnismerkið um Sturlu mun væntanlega standa um ókomna tíð. Einhvern tíma löngu seinna getur máður steinninn svo kannski orðið skáldi sem á leið um innblástur í kvæði um fallvaltleika tilverunnar, en varla meðan flokkurinn á enn kjósendur á Snæfellsnesi. --- --- --- Hávar Sigurjónsson ritar fjölmiðlapistil í Morgunblaðið í dag og kvartar undan því hvernig er fjallað um araba í þáttunum 24 (sem ég hef aldrei séð) og um fyrrum austantjaldsbúa í dönsku seríunni Erninum (sem ég hef séð nokkur brot úr). Hávar telur að þarna speglist "vanþekking og ótti við allt sem útlent er". Það er dálítið erfitt við að eiga þegar pólitísk rétthugsun verður svo áköf að staðreyndir hætta að skipta máli. Þá er dálítið hætt við að útkoman verði pempíuskapur og skinhelgi. Eru það einhverjir aðrir en karlar sem aðhyllast íslamstrú - oftast af arabakyni - sem halda uppi stórfelldri hryðjuverkastarfsemi í heiminum um þessar mundir? Um Albani, Serba og Rússa er það að segja að þeir koma frá samfélögum sem eru í upplausn, þar ríkir lögleysi, þeir komast áfram sem beita fantabrögðum. Það eru mafíur frá Albaníu, Rússlandi og Serbíu sem standa fyrir stórfelldum flutningi á fíkniefnum og sölu á konum sem eru neyddar í vændi; aðferðir þeirra þykja grimmúðlegri en áður hefur þekkst í evrópskum glæpaheimi. Í riti sem ég las um Albaníu í fyrra stóð að þar hefði aftur verið tekin upp blóðhefnd að gömlum sið, vandinn væri bara sá að iðkendur blóðhefndarinnar kynnu ekki hinar fornu reglur hennar - því dræpu þeir bara fólk af handahófi. Til að bæta úr tók albanskur barnakennari sig til og skrifaði leiðbeiningarit um blóðhefnd. Um svipaða lögleysu er fjallað í bandarískum vestrum - og líka í riti eins og Sturlungu. Þar eru samfélög sem svipað er ástatt fyrir. Lögin eru í uppnámi eða hafa ekki enn náð tökum á samfélaginu - grimmir eiginhagsmunir eru samfélagskenndinni yfirsterkari. Eitt sinn voru þrjótarnir í bíómyndunum ítalskir bófar, svo rússneskir kommar, síðan voru það suður-afrískir drullusokkar í smátíma. Nú eru það arabískir hryðjuverkamenn og austur-evrópskir krimmar. Skáldskapurinn hlýtur að fjalla um það sem samtíminn óttast - og það er ekki sænska mafían. --- --- --- Friðrik Páll Jónsson, sá sem hefði átt að fá fréttastjórastöðuna á útvarpinu, veitir Markúsi Erni Antonssyni yfirhalningu í grein í Mogganum í dag. Friðrik er orðlagður fyrir kurteisi, svo maður leggur við hlustir þegar hann tekur stórt upp í sig. Í upphafi eftirfarandi málsgreinar vísar Friðrik bersýnilega í þá hefð að útvarpsstjórar séu framúrskarandi menningarmenn, Vilhjálmur Þ. Gíslason og Andrés Björnsson sátu í embættinu á undan Markúsi Erni - það má ljóst vera að Friðrik telur núverandi útvarpsstjóra kúltúrlausan: Það væri óneitanlega kostur ef yfirmaður stofnunarinnar nyti virðingar fyrir yfirburði af einhverju tagi, t.d. fyrir að skara fram úr á menningarsviðinu. Þegar svo er ekki þá hljóta aðrir kostir að vega þungt, svo sem að vera góður og styrkur stjórnandi. Hvað skyldi prýða góðan stjórnanda? Menntun, lifandi áhugi á starfseminni, en umfram allt, færni í samskiptum við fólk. Dapurleg útkoma Ríkisútvarpsins í vinnustaðakönnunum VR sýnir að svo er ekki. Þær sýna lítið álit starfsfólks á æðstu stjórnendum. Samskipti þess og stjórnenda eru lítil, stirð og skila allt of litlu. Sumum er samráð ekki tamt og verða af góðum ráðum og frjóum hugmyndum. Miklar kröfur um menntun eru gerðar til millistjórnenda og stöðugt meiri til fréttamanna. Því vekur það nokkra undrun að æðsti stjórnandi stofnunarinnar og sumir af þeim sem næstir honum standa hafa einna minnsta menntun allra í húsinu. Í þeim hópi gilda önnur lögmál." Sjónvarpið birti í kvöld myndir þar sem Auðun Georg Ólafsson gekk um ganga Ríkisútvarpsins. Maður sá ekki að nokkur maður virti hann viðlits. Þetta er orðið nokkuð flókið aprílgabb hjá Markúsi Erni. Hann lenti út á hálum ís þegar hann fór að setja upp mannjöfnuð milli Auðuns og starfsmannannanna á fréttastofuni - eftir það er varla aftur snúið. Hvernig getur hann setið eftir að hafa fengið vantraust frá 93 prósentum starfsfólksins? Er hann mikilvægari en allir starfsmenn stofnunarinnar samanlagt? Fær hann afgreiðslu í kaffistofunni? --- --- --- Merkilegt er að heyra tvær ungar pólitískar vonarstjörnur fjalla um fréttastjóramálið, þá Eirík Bergmann Einarsson og Stefán Pálsson. Þeir verja gjörninginn af því Auðun Georg er vinur þeirra. Það er svosem fallegt að standa með vinum sínum, en hvað þá með prinsíppið - að ekki eigi að ráða fólk til starfa af pólitískum ástæðum? Þarf að taka fram að bæði Eiríkur og Stefán hafa talið sig standa með siðgæðisöflunum í íslenskri pólitík? En fyrst þeir gera þessa undanþágu fyrir vin sinn er varla ástæða til að ætla annað en þeim Eiríki og Stefáni þætti leikur einn að brjóta og beygja meginreglur undireins og þeir kæmust sjálfir til einhverra áhrifa - bara ef einhver sem þeir telja "góðan dreng" á í hlut. Þetta rifjar upp fyrir manni gamla orðatiltækið sem var haft um Íslendinga: að þeir séu ekki á móti spillingu, þeir vilji bara fá að komast í aðstöðu til að vera spilltir sjálfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Íbúar Vesturlands eru líklega mjög ánægðir með ráðherra sinn, Sturlu Böðvarsson. Kona sem er staðkunnug á Snæfellsnesi sendi mér meðfylgjandi mynd og sagði að sér reiknaðist svo til að síðan Sturla varð samgönguráðherra hafi leiðin milli heimilis hans í Stykkishólmi og vinnustaðarins við Austurvöll styst um 25 prósent í tíma talið - gróft metið. Vegleg umferðarmannvirki hafa svosem áður risið á Íslandi en konan sagðist ekki muna að ráðherrar létu merkja sér þau jafn rækilega og Sturla. Þetta er svona "Stulli was here-dæmi", sagði hún. Ljóðelskum manni kemur í hug kvæðið Ozimandias eftir Shelley, um mann sem gengur fram á fallið minnismerki um gleymdan konung lengst úti í eyðimörk, hausinn brotinn af og fætur í sandinum, og þar á letruð orðin: "My name is Ozymandias, King of Kings: Look on my works, ye Mighty, and despair!" Minnismerkið um Sturlu mun væntanlega standa um ókomna tíð. Einhvern tíma löngu seinna getur máður steinninn svo kannski orðið skáldi sem á leið um innblástur í kvæði um fallvaltleika tilverunnar, en varla meðan flokkurinn á enn kjósendur á Snæfellsnesi. --- --- --- Hávar Sigurjónsson ritar fjölmiðlapistil í Morgunblaðið í dag og kvartar undan því hvernig er fjallað um araba í þáttunum 24 (sem ég hef aldrei séð) og um fyrrum austantjaldsbúa í dönsku seríunni Erninum (sem ég hef séð nokkur brot úr). Hávar telur að þarna speglist "vanþekking og ótti við allt sem útlent er". Það er dálítið erfitt við að eiga þegar pólitísk rétthugsun verður svo áköf að staðreyndir hætta að skipta máli. Þá er dálítið hætt við að útkoman verði pempíuskapur og skinhelgi. Eru það einhverjir aðrir en karlar sem aðhyllast íslamstrú - oftast af arabakyni - sem halda uppi stórfelldri hryðjuverkastarfsemi í heiminum um þessar mundir? Um Albani, Serba og Rússa er það að segja að þeir koma frá samfélögum sem eru í upplausn, þar ríkir lögleysi, þeir komast áfram sem beita fantabrögðum. Það eru mafíur frá Albaníu, Rússlandi og Serbíu sem standa fyrir stórfelldum flutningi á fíkniefnum og sölu á konum sem eru neyddar í vændi; aðferðir þeirra þykja grimmúðlegri en áður hefur þekkst í evrópskum glæpaheimi. Í riti sem ég las um Albaníu í fyrra stóð að þar hefði aftur verið tekin upp blóðhefnd að gömlum sið, vandinn væri bara sá að iðkendur blóðhefndarinnar kynnu ekki hinar fornu reglur hennar - því dræpu þeir bara fólk af handahófi. Til að bæta úr tók albanskur barnakennari sig til og skrifaði leiðbeiningarit um blóðhefnd. Um svipaða lögleysu er fjallað í bandarískum vestrum - og líka í riti eins og Sturlungu. Þar eru samfélög sem svipað er ástatt fyrir. Lögin eru í uppnámi eða hafa ekki enn náð tökum á samfélaginu - grimmir eiginhagsmunir eru samfélagskenndinni yfirsterkari. Eitt sinn voru þrjótarnir í bíómyndunum ítalskir bófar, svo rússneskir kommar, síðan voru það suður-afrískir drullusokkar í smátíma. Nú eru það arabískir hryðjuverkamenn og austur-evrópskir krimmar. Skáldskapurinn hlýtur að fjalla um það sem samtíminn óttast - og það er ekki sænska mafían. --- --- --- Friðrik Páll Jónsson, sá sem hefði átt að fá fréttastjórastöðuna á útvarpinu, veitir Markúsi Erni Antonssyni yfirhalningu í grein í Mogganum í dag. Friðrik er orðlagður fyrir kurteisi, svo maður leggur við hlustir þegar hann tekur stórt upp í sig. Í upphafi eftirfarandi málsgreinar vísar Friðrik bersýnilega í þá hefð að útvarpsstjórar séu framúrskarandi menningarmenn, Vilhjálmur Þ. Gíslason og Andrés Björnsson sátu í embættinu á undan Markúsi Erni - það má ljóst vera að Friðrik telur núverandi útvarpsstjóra kúltúrlausan: Það væri óneitanlega kostur ef yfirmaður stofnunarinnar nyti virðingar fyrir yfirburði af einhverju tagi, t.d. fyrir að skara fram úr á menningarsviðinu. Þegar svo er ekki þá hljóta aðrir kostir að vega þungt, svo sem að vera góður og styrkur stjórnandi. Hvað skyldi prýða góðan stjórnanda? Menntun, lifandi áhugi á starfseminni, en umfram allt, færni í samskiptum við fólk. Dapurleg útkoma Ríkisútvarpsins í vinnustaðakönnunum VR sýnir að svo er ekki. Þær sýna lítið álit starfsfólks á æðstu stjórnendum. Samskipti þess og stjórnenda eru lítil, stirð og skila allt of litlu. Sumum er samráð ekki tamt og verða af góðum ráðum og frjóum hugmyndum. Miklar kröfur um menntun eru gerðar til millistjórnenda og stöðugt meiri til fréttamanna. Því vekur það nokkra undrun að æðsti stjórnandi stofnunarinnar og sumir af þeim sem næstir honum standa hafa einna minnsta menntun allra í húsinu. Í þeim hópi gilda önnur lögmál." Sjónvarpið birti í kvöld myndir þar sem Auðun Georg Ólafsson gekk um ganga Ríkisútvarpsins. Maður sá ekki að nokkur maður virti hann viðlits. Þetta er orðið nokkuð flókið aprílgabb hjá Markúsi Erni. Hann lenti út á hálum ís þegar hann fór að setja upp mannjöfnuð milli Auðuns og starfsmannannanna á fréttastofuni - eftir það er varla aftur snúið. Hvernig getur hann setið eftir að hafa fengið vantraust frá 93 prósentum starfsfólksins? Er hann mikilvægari en allir starfsmenn stofnunarinnar samanlagt? Fær hann afgreiðslu í kaffistofunni? --- --- --- Merkilegt er að heyra tvær ungar pólitískar vonarstjörnur fjalla um fréttastjóramálið, þá Eirík Bergmann Einarsson og Stefán Pálsson. Þeir verja gjörninginn af því Auðun Georg er vinur þeirra. Það er svosem fallegt að standa með vinum sínum, en hvað þá með prinsíppið - að ekki eigi að ráða fólk til starfa af pólitískum ástæðum? Þarf að taka fram að bæði Eiríkur og Stefán hafa talið sig standa með siðgæðisöflunum í íslenskri pólitík? En fyrst þeir gera þessa undanþágu fyrir vin sinn er varla ástæða til að ætla annað en þeim Eiríki og Stefáni þætti leikur einn að brjóta og beygja meginreglur undireins og þeir kæmust sjálfir til einhverra áhrifa - bara ef einhver sem þeir telja "góðan dreng" á í hlut. Þetta rifjar upp fyrir manni gamla orðatiltækið sem var haft um Íslendinga: að þeir séu ekki á móti spillingu, þeir vilji bara fá að komast í aðstöðu til að vera spilltir sjálfir.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun