Sport

Óstöðugt, segir Luxemburgo

Wanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, varaði stjórn liðsins við veikleikum Madrídarliðsins er hann tók við af Mariano Garcia Remon. "Ég vissi alltaf að liðið myndi eiga í vandræðum með að spila á sunnudögum og miðvikudögum," sagði Luxemburgo. "Þetta fengu Arrigo Sacchi, framkvæmdastjóri knattspyrnusviðs, og Emilio Butragueno, varaforseti liðsins, að heyra frá mér um leið og ég tók við Real Madrid."   Luxemburgo, sem er þriðji þjálfari liðsins á leiktíðinni á eftir fyrrnefndum Remon og Jose Antonio Camacho, fullyrti að Real skorti þann stöðugleika sem þarf til að leika eins þétt og raun ber vitni. "Ég myndi vilja skipta mönnum milli staðna á vellinum en það er einfaldlega ekki hægt." Real Madrid er 11 stigum á eftir Barcelona í La Liga-deildinni á Spáni. Liðið er að auki úr leik í King's Cup keppninni og Meistaradeildinni. Luxemburgo þvertók fyrir að menn í stjórn Real-liðsins hefðu skipt sér af hvernig hann stýrði liðinu. "Enginn hefur sagt aukatekið orð hvort David Beckham eða að Ronaldo verði að fá að spila meira. Þetta er allt í mínum höndum," sagði Luxemburgo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×