Bætt vörn og markvarsla 28. mars 2005 00:01 Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sigurinn var nokkuð öruggur og öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og því var niðurstaðan tveir sigrar í þremur leikjum. Vitað var fyrir leikina að pólska liðið yrði erfitt viðureignar og þykir mönnum þar fara lið sem gæti átt eftir að gera góða hluti í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna náði íslenska liðið að sýna ágæta hluti í leikjunum þremur og gamlir kunningjar voru í lykilhlutverkum á ný eftir nokkra fjarveru. Viggó Sigurðsson var nokkuð sáttur við útkomu helgarinnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir þriðja leikinn á páskadag. Bætt vörn og makvarsla "Ég er mjög sáttur við þetta verkefni og þetta er búin að vera frábær helgi. Það sem mér finnst standa uppúr hjá okkur er að ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna hjá okkur um helgina og mér finnst Bergsveinn Bergsveinsson hafa unnið frábært starf með markverðina hjá okkur. Þeim vex sjálfstraust með svona frammistöðu og það er dýrmætt. Þessi varnaraðferð okkar, 5-1 með Alexander fremstan hefur verið að skila okkur ágætlega og hann er að skila þeirri stöðu mjög vel. Það er erfitt fyrir okkur að leika flata vörn þegar Óli og Sigfús eru ekki með, því þá skortir okkur einfaldlega hæð. Við vorum að fá of mikið af mörkum á okkur úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, það er hlutur sem við þurfum að laga. Mér fannst sóknarleikurinn vera að koma mjög vel út og ég er ánægður með það. Menn voru að skila sínu og það er virkileg barátta í hópnum", sagði landsliðsþjálfarinn. Einar góður Einar Hólmgeirsson lék vel í stöðu vinstri skyttu í leikjum helgarinnar í fjarveru Ólafs Stefánssonar og leikmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Jailesky Garcia komu inn í hópinn á ný eftir nokkra fjarveru. "Einar var að koma fyrnasterkur inn um helgina og leysti stöðu sína mjög vel bæði í vörn og sókn. Auðvitað söknum við manna eins og Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðssonar, en menn voru að sýna það um helgina að þeir eru tilbúnir í þetta og hópurinn er breiður og góður", sagði Viggó, sem var kampakátur með útkomuna um helgina og kvaddi kollega Bogdan Venta, þjálfara pólska liðsins með virtum á sleipri þýsku í lok viðtals síns við blaðamann Fréttablaðsins. baldur@frettabladid Einar Hólmgeirsson: "Ég er nokkuð sáttur bara, þó sé ýmislegt sem má bæta, ég geri það þegar ég kemst í betra form. Það var fínt að fá smá ábyrgð og fá að leika lengur og fá smá spil með liðinu, ég hef mjög gott af þessu. Ég er þokkalega sáttur við minn leik hérna um helgina og líka með liðið. Við þyrftum að vísu fleiri stóra menn, því við ráðum ekki við að spila 6-0, en þessi vörn er samt að fúnkera nokkuð vel með Alex sem lykilmann. Hann er okkur þvílíkur happafengur þessi strákur. Mér finnst þetta fín bæting frá í Túnis og við þurfum bara að byggja á þessu". Róbert Gunnarsson: "Persónulega er ég alls ekki sáttur, mér fannst ég vera að klikka allt of mikið á færunum mínum, en liðið í heild var að spila mjög vel þó að við værum að vísu að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Mér finnst þetta í heildina hafa verið ágætt hjá okkur, því við vorum að spila við mjög gott lið. Pólverjarnir eru að fara að spila við Svíana og ég veit að þá kvíðir mikið fyrir að mæta þeim og eru hræddir við þá. Það sýnir bara að þeir eru mjög sterkir og ég held að þessvegna getum við verið sáttir við útkomu helgarinnar." Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sigurinn var nokkuð öruggur og öruggari en lokatölurnar gefa til kynna og því var niðurstaðan tveir sigrar í þremur leikjum. Vitað var fyrir leikina að pólska liðið yrði erfitt viðureignar og þykir mönnum þar fara lið sem gæti átt eftir að gera góða hluti í nánustu framtíð. Þrátt fyrir að vera án lykilmanna náði íslenska liðið að sýna ágæta hluti í leikjunum þremur og gamlir kunningjar voru í lykilhlutverkum á ný eftir nokkra fjarveru. Viggó Sigurðsson var nokkuð sáttur við útkomu helgarinnar þegar Fréttablaðið ræddi við hann eftir þriðja leikinn á páskadag. Bætt vörn og makvarsla "Ég er mjög sáttur við þetta verkefni og þetta er búin að vera frábær helgi. Það sem mér finnst standa uppúr hjá okkur er að ég var mjög ánægður með vörnina og markvörsluna hjá okkur um helgina og mér finnst Bergsveinn Bergsveinsson hafa unnið frábært starf með markverðina hjá okkur. Þeim vex sjálfstraust með svona frammistöðu og það er dýrmætt. Þessi varnaraðferð okkar, 5-1 með Alexander fremstan hefur verið að skila okkur ágætlega og hann er að skila þeirri stöðu mjög vel. Það er erfitt fyrir okkur að leika flata vörn þegar Óli og Sigfús eru ekki með, því þá skortir okkur einfaldlega hæð. Við vorum að fá of mikið af mörkum á okkur úr hraðaupphlaupum og hraðri miðju, það er hlutur sem við þurfum að laga. Mér fannst sóknarleikurinn vera að koma mjög vel út og ég er ánægður með það. Menn voru að skila sínu og það er virkileg barátta í hópnum", sagði landsliðsþjálfarinn. Einar góður Einar Hólmgeirsson lék vel í stöðu vinstri skyttu í leikjum helgarinnar í fjarveru Ólafs Stefánssonar og leikmenn eins og Snorri Steinn Guðjónsson og Jailesky Garcia komu inn í hópinn á ný eftir nokkra fjarveru. "Einar var að koma fyrnasterkur inn um helgina og leysti stöðu sína mjög vel bæði í vörn og sókn. Auðvitað söknum við manna eins og Ólafs Stefánssonar og Sigfúsar Sigurðssonar, en menn voru að sýna það um helgina að þeir eru tilbúnir í þetta og hópurinn er breiður og góður", sagði Viggó, sem var kampakátur með útkomuna um helgina og kvaddi kollega Bogdan Venta, þjálfara pólska liðsins með virtum á sleipri þýsku í lok viðtals síns við blaðamann Fréttablaðsins. baldur@frettabladid Einar Hólmgeirsson: "Ég er nokkuð sáttur bara, þó sé ýmislegt sem má bæta, ég geri það þegar ég kemst í betra form. Það var fínt að fá smá ábyrgð og fá að leika lengur og fá smá spil með liðinu, ég hef mjög gott af þessu. Ég er þokkalega sáttur við minn leik hérna um helgina og líka með liðið. Við þyrftum að vísu fleiri stóra menn, því við ráðum ekki við að spila 6-0, en þessi vörn er samt að fúnkera nokkuð vel með Alex sem lykilmann. Hann er okkur þvílíkur happafengur þessi strákur. Mér finnst þetta fín bæting frá í Túnis og við þurfum bara að byggja á þessu". Róbert Gunnarsson: "Persónulega er ég alls ekki sáttur, mér fannst ég vera að klikka allt of mikið á færunum mínum, en liðið í heild var að spila mjög vel þó að við værum að vísu að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Mér finnst þetta í heildina hafa verið ágætt hjá okkur, því við vorum að spila við mjög gott lið. Pólverjarnir eru að fara að spila við Svíana og ég veit að þá kvíðir mikið fyrir að mæta þeim og eru hræddir við þá. Það sýnir bara að þeir eru mjög sterkir og ég held að þessvegna getum við verið sáttir við útkomu helgarinnar."
Íslenski handboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira