Sorglegt tap gegn Króötum 25. mars 2005 00:01 Ég er afar ánægður og stoltur með strákana. Þeir léku frábærlega vel en því miður náðum við ekki að innbyrða stig sem við áttum sannarlega skilið," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands við Fréttablaðið í Zagreb í gær eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króatíu, 2-1, í undankeppni HM. Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en Ísland tvo og tapað tveimur. Íslenska liðið spilaði feikilega vel skipulagðan varnarleik sem Króatar lentu í vandræðum með. Völlurinn var erfiður yfirferðar, breyttist í hálfgert drullusvað en Eyjólfur sagði að það hefði frekar komið niður á sínum mönnum sem flestir hafa verið að æfa á gervigrasi í vetur. Sigmundur Kristjánsson skoraði fyrir Ísland á 41. mín. beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Tyrkneskur dómari leiksins dæmdi markið af þar sem um óbeina aukaspyrnu var að ræða og sagði að enginn hefði snert boltann á leiðinni í markið. Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði, sagði við Fréttablaðið að dómurinn hefði verið fáránlegur, ekki ætti að dæma óbeina aukaspyrnu fyrir venjulegt leikbrot úti á velli auk þess sem Sölvi Geir Ottesen snerti boltann á leiðinni í markið. Eyjólfur tók undir þetta og sagðist engan veginn átta sig á því hvað dómarinn var að fara. En tveimur mínútum síðar kom Ingvi Rafn Guðmundsson Íslendingum yfir, hann slapp einn í gegn eftir snilldar sendingu Hannesar Þ. Sigurðssonar og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. En í uppbótartíma í fyrri hálfleik náðu Króatar að jafna metin eftir hornspyrnu frá bakverðinum Neven Vukman. ,,Það var gríðarlegt áfall að fá þetta mark á sig. Hugsanlega var þetta vendipunktur í leiknum," sagði Ólafur Ingi. Hannes hóf síðari hálfleikinn á því að þruma boltanum í utanverða stöngina af stuttu færi. Þá skallaði Tryggvi Bjarnason yfir markið úr dauðafæri. En um miðjan hálfleikinn gerðu Króatar breytingar á liðinu sínu og breyttu úr 4-4-2 í 3-5-2. Þetta gerði gæfumuninn því eftir fyrirgjöf af hægri vængnum skoraði varamaðurinn Mladen Bartulovic sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. Hannes brenndi af góðu færi á lokamínútu leiksins og Króatar fögnuðu sigri og eru með fullt hús stiga, eða 12. Besti maður Króata, Eduardo Da Silva sem er Brasilíumaður og fékk króatískt vegabréf fyrir fjórum árum, lék ekki með ungmennaliði Króatíu, hann er einnig í A landsliðshópnum og talið að hann verði jafnvel í byrjunarliðinu í dag. Sölvi Geir Otteson, Tryggvi Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson voru bestu menn íslenska liðsins. Ingvi Rafn átti góða spretti en vandamál íslenska liðsins var að of mikið lak í gegnum bakverðina. Engu að síður geta strákarnir borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið. Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Ég er afar ánægður og stoltur með strákana. Þeir léku frábærlega vel en því miður náðum við ekki að innbyrða stig sem við áttum sannarlega skilið," sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands við Fréttablaðið í Zagreb í gær eftir að Íslendingar töpuðu fyrir Króatíu, 2-1, í undankeppni HM. Króatar höfðu unnið alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni en Ísland tvo og tapað tveimur. Íslenska liðið spilaði feikilega vel skipulagðan varnarleik sem Króatar lentu í vandræðum með. Völlurinn var erfiður yfirferðar, breyttist í hálfgert drullusvað en Eyjólfur sagði að það hefði frekar komið niður á sínum mönnum sem flestir hafa verið að æfa á gervigrasi í vetur. Sigmundur Kristjánsson skoraði fyrir Ísland á 41. mín. beint úr aukaspyrnu utan af kanti. Tyrkneskur dómari leiksins dæmdi markið af þar sem um óbeina aukaspyrnu var að ræða og sagði að enginn hefði snert boltann á leiðinni í markið. Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði, sagði við Fréttablaðið að dómurinn hefði verið fáránlegur, ekki ætti að dæma óbeina aukaspyrnu fyrir venjulegt leikbrot úti á velli auk þess sem Sölvi Geir Ottesen snerti boltann á leiðinni í markið. Eyjólfur tók undir þetta og sagðist engan veginn átta sig á því hvað dómarinn var að fara. En tveimur mínútum síðar kom Ingvi Rafn Guðmundsson Íslendingum yfir, hann slapp einn í gegn eftir snilldar sendingu Hannesar Þ. Sigurðssonar og lagði boltann snyrtilega í nærhornið. En í uppbótartíma í fyrri hálfleik náðu Króatar að jafna metin eftir hornspyrnu frá bakverðinum Neven Vukman. ,,Það var gríðarlegt áfall að fá þetta mark á sig. Hugsanlega var þetta vendipunktur í leiknum," sagði Ólafur Ingi. Hannes hóf síðari hálfleikinn á því að þruma boltanum í utanverða stöngina af stuttu færi. Þá skallaði Tryggvi Bjarnason yfir markið úr dauðafæri. En um miðjan hálfleikinn gerðu Króatar breytingar á liðinu sínu og breyttu úr 4-4-2 í 3-5-2. Þetta gerði gæfumuninn því eftir fyrirgjöf af hægri vængnum skoraði varamaðurinn Mladen Bartulovic sigurmarkið 10 mínútum fyrir leikslok. Hannes brenndi af góðu færi á lokamínútu leiksins og Króatar fögnuðu sigri og eru með fullt hús stiga, eða 12. Besti maður Króata, Eduardo Da Silva sem er Brasilíumaður og fékk króatískt vegabréf fyrir fjórum árum, lék ekki með ungmennaliði Króatíu, hann er einnig í A landsliðshópnum og talið að hann verði jafnvel í byrjunarliðinu í dag. Sölvi Geir Otteson, Tryggvi Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson og Hannes Þ. Sigurðsson voru bestu menn íslenska liðsins. Ingvi Rafn átti góða spretti en vandamál íslenska liðsins var að of mikið lak í gegnum bakverðina. Engu að síður geta strákarnir borið höfuðið hátt þrátt fyrir tapið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Í beinni: Króatía - Danmörk | Verður Dagur heimsmeistari? Í beinni: Arsenal - Man. City | Stórleikur í London Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira