Tíska og hönnun

Gæði og mýkt í fyrirrúmi

Verslunin Fat Face var opnuð með látum fimmtudaginn 17. mars í Kringlunni og föstudagskvöldið 18. mars var haldið veglegt opnunarhóf. Þar var plötusnúður og gátu gestir og gangandi kynnt sér vöruúrvalið hjá þessari nýju verslun á Íslandi.

Enn fremur mættu ansi margir hjólreiðakappar í herlegheitin og sýndu listir sínar og þol á hjóli fyrir utan verslunina.

Verslunin selur svokallaðar lífssstílsvörur fyrir þá sem hafa gaman að útivist og á örugglega eftir að falla vel í kramið hér á landi. Verslunarkeðjan leggur mikið upp úr vönduðum varningi og leggur ríka áherslu á að allt sé mjög mjúkt og þægilegt, sem er ekki verra þegar allra veðra er von.

Bleik og sæt peysa á litlar stúlkur á 5.750 krónur.
Stuttbuxur fyrir sumarið á 4.290 krónur.
Stígvél fyrir litla grallara á 2.850 krónur.
Mikið úrval af töskum fæst hjá Fat Face frá 2.590 krónum.
Póló bolur á herra á 4.290 krónur.
Hjónin Sjöfn Kolbeins og Sigurður Jensson voru að vonum afar stolt með nýju verslunina sína.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×