Skapandi samstarf 17. mars 2005 00:01 Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa fyrir löngu fest sig í sessi í hópi flottustu og ferskustu hönnuða tískuheimsins. Þetta ítalska par sem fyrir stuttu sleit sambúð sinni byrjaði ferilinn fyrir tuttugu árum en það var á Sikiley sem leiðir þeirra lágu saman og menning Sikileyjar hefur verið þeim innblástur alla tíð síðan. Gabbana hefur mjög listrænt og leikrænt auga á meðan smáatriðin og nákvæmni skipta öllu máli hjá Dolce. Sameining þessara ólíku póla hafa svo skapað frábæra samsuðu af kynþokkafullum, litríkum og spennandi fatnaði sem selst eins og heitar lummur um allan heim. Tvíeykið hefur séð um tónleikabúninga fyrir stórstjörnur á borð við Madonnu og Kylie Minoque og kvikmyndastjörnurnar á rauða dreglinu skarta iðulega fallegum flíkum frá D&G. Sem fyrr segir skildu leiðir þeirra Dolce og Gabbana í einkalífinu ekki alls fyrir löngu en þeir hyggjast halda samstarfinu áfram og ætla hvergi að slaka á í framleiðslu á hátískufatnaði fyrir heimsbyggðina. Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Domenico Dolce og Stefano Gabbana hafa fyrir löngu fest sig í sessi í hópi flottustu og ferskustu hönnuða tískuheimsins. Þetta ítalska par sem fyrir stuttu sleit sambúð sinni byrjaði ferilinn fyrir tuttugu árum en það var á Sikiley sem leiðir þeirra lágu saman og menning Sikileyjar hefur verið þeim innblástur alla tíð síðan. Gabbana hefur mjög listrænt og leikrænt auga á meðan smáatriðin og nákvæmni skipta öllu máli hjá Dolce. Sameining þessara ólíku póla hafa svo skapað frábæra samsuðu af kynþokkafullum, litríkum og spennandi fatnaði sem selst eins og heitar lummur um allan heim. Tvíeykið hefur séð um tónleikabúninga fyrir stórstjörnur á borð við Madonnu og Kylie Minoque og kvikmyndastjörnurnar á rauða dreglinu skarta iðulega fallegum flíkum frá D&G. Sem fyrr segir skildu leiðir þeirra Dolce og Gabbana í einkalífinu ekki alls fyrir löngu en þeir hyggjast halda samstarfinu áfram og ætla hvergi að slaka á í framleiðslu á hátískufatnaði fyrir heimsbyggðina.
Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira