Baldvin ekki í bann 9. mars 2005 00:01 Handknattleiksmaðurinn Baldvin Þorsteinsson úr Val, sem tróð í körfu með eftirminnilegum hætti í leik Vals og Þórs síðastliðið föstudagskvöldið og hlaut að launum rautt spjald, spilaði í gær með Valsliðinu gegn Haukum. Aganefnd HSÍ dæmdi hann ekki í bann og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, ákvað að grípa ekki til neinna aðgerða gagnvart Baldvini. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði farið vel yfir málið en komist að þeirri niðurstöðu að gera ekkert. "Ég held að hann hafi þegar tekið út sína refsingu út af þessu atviki. Hann hefur verið spurður í þaula af hverju hann hafi gert þetta en ekki getað gefið nein svör. Þessi framkoma hans er óafsakanleg og það er engan veginn hægt að réttlæta hana. Ég íhugaði að láta hann hvíla gegn Haukum en eftir að hafa ráðfært mig við stjórnina og aðstoðarþjálfarann fannst mér rétt að láta þar við sitja. Það hjálpar ekkert að setja hann í bann," sagði Óskar Bjarni. Aðspurður um hvort hann væri ekki hræddur um að það yrði litið á það sem agaleysi í herbúðum Vals að Baldvini yrði ekki refsað fyrir þetta sagði Óskar Bjarni að svo gæti verið. "Það vildu margir grípa til aðgerða og ég veit um marga Valsmenn sem hefðu viljað hann í bann. Ég fer hins vegar mínar eigin leiðir og ber traust til minna manna," sagði Óskar Bjarni og lofaði því að Baldvin træði ekki oftar í handbolta. "Hann kemur ekki nálægt körfubolta á handboltavelli aftur - ekki einu sinni í upphitun." Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Sjá meira
Handknattleiksmaðurinn Baldvin Þorsteinsson úr Val, sem tróð í körfu með eftirminnilegum hætti í leik Vals og Þórs síðastliðið föstudagskvöldið og hlaut að launum rautt spjald, spilaði í gær með Valsliðinu gegn Haukum. Aganefnd HSÍ dæmdi hann ekki í bann og Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, ákvað að grípa ekki til neinna aðgerða gagnvart Baldvini. Óskar Bjarni sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði farið vel yfir málið en komist að þeirri niðurstöðu að gera ekkert. "Ég held að hann hafi þegar tekið út sína refsingu út af þessu atviki. Hann hefur verið spurður í þaula af hverju hann hafi gert þetta en ekki getað gefið nein svör. Þessi framkoma hans er óafsakanleg og það er engan veginn hægt að réttlæta hana. Ég íhugaði að láta hann hvíla gegn Haukum en eftir að hafa ráðfært mig við stjórnina og aðstoðarþjálfarann fannst mér rétt að láta þar við sitja. Það hjálpar ekkert að setja hann í bann," sagði Óskar Bjarni. Aðspurður um hvort hann væri ekki hræddur um að það yrði litið á það sem agaleysi í herbúðum Vals að Baldvini yrði ekki refsað fyrir þetta sagði Óskar Bjarni að svo gæti verið. "Það vildu margir grípa til aðgerða og ég veit um marga Valsmenn sem hefðu viljað hann í bann. Ég fer hins vegar mínar eigin leiðir og ber traust til minna manna," sagði Óskar Bjarni og lofaði því að Baldvin træði ekki oftar í handbolta. "Hann kemur ekki nálægt körfubolta á handboltavelli aftur - ekki einu sinni í upphitun."
Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Í beinni: Lille - Dortmund | Hákon og félagar ætla sér áfram Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Sjá meira