Hjálpar konunni við eldamennskuna: Tagliolini með smokkfiski, sílí og hvítlauk 5. mars 2005 00:01 „Ég er ekki sérlega duglegur að elda en iðinn við að hjálpa,“ segir Bragi Ólafsson rithöfundur og bætir við brosandi að mest sé hann í því að hoppa í kringum konuna meðan hún sé að elda. Annars er Bragi önnum kafinn við að setja upp bókahillur því hann er nýfluttur og hlakkar mikið til að koma bókakostinum þar fyrir. Í huganum kveðst hann þessa dagana vera að dást að þremur látnum rithöfundum, Ítalanum Italo Svevo, Frakkanum J.K. Huysmans og okkar íslenska Þórbergi Þórðarsyni. „Þetta eru allt menn sem ég vildi verða að,“ segir hann. Hvað skyldi hann svo sjálfur vera að skálda? „Ég er byrjaður á þremur bókum og leikriti en það er ekki komið fyllilega í ljós hvað ég klára fyrst,“ upplýsir hann. En aftur yfir í eldhúsið. Bragi er hrifinn af fiski sem hráefni en vill þó hafa bragðið af hafinu í hófi. Þannig er einmitt rétturinn sem hann deilir með okkur uppskrift að. Þar notar hann svart pasta með smá sjávarkeim enda svarti liturinn kominn úr bleki smokkfisksins.Tagliolini með smokkfiski, sílí og hvítlaukSvart pasta1 laukur3 lauf hvítlaukur1 sílíbelgur1 ds tómatar1 dl hvítvín2 msk sítrónusafi200 g smokkfiskur1 búnt steinselja „Maður steikir lauk, hvítlauk og sílíbelg. Síðan bætir maður tómötum og safanum úr dósinni út í, hellir hvítvíni og sítrónusafa saman við og bragðbætir með salti og pipar. Þetta er látið malla í nokkrar mínútur og smokkfiskurinn sem skorinn hefur verið í strimla er settur út í. Pastað sýður líka á meðan þannig að allt verði tilbúið á svipuðum tíma. Fersk steinselja er svo rifin ofan á diskinn. Þetta er bæði fallegur réttur og rosalega góður og eins og með flestan mat er gott að borða hann kaldan daginn eftir. Þá er komið enn meira bragð.“ Pastaréttir Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun
„Ég er ekki sérlega duglegur að elda en iðinn við að hjálpa,“ segir Bragi Ólafsson rithöfundur og bætir við brosandi að mest sé hann í því að hoppa í kringum konuna meðan hún sé að elda. Annars er Bragi önnum kafinn við að setja upp bókahillur því hann er nýfluttur og hlakkar mikið til að koma bókakostinum þar fyrir. Í huganum kveðst hann þessa dagana vera að dást að þremur látnum rithöfundum, Ítalanum Italo Svevo, Frakkanum J.K. Huysmans og okkar íslenska Þórbergi Þórðarsyni. „Þetta eru allt menn sem ég vildi verða að,“ segir hann. Hvað skyldi hann svo sjálfur vera að skálda? „Ég er byrjaður á þremur bókum og leikriti en það er ekki komið fyllilega í ljós hvað ég klára fyrst,“ upplýsir hann. En aftur yfir í eldhúsið. Bragi er hrifinn af fiski sem hráefni en vill þó hafa bragðið af hafinu í hófi. Þannig er einmitt rétturinn sem hann deilir með okkur uppskrift að. Þar notar hann svart pasta með smá sjávarkeim enda svarti liturinn kominn úr bleki smokkfisksins.Tagliolini með smokkfiski, sílí og hvítlaukSvart pasta1 laukur3 lauf hvítlaukur1 sílíbelgur1 ds tómatar1 dl hvítvín2 msk sítrónusafi200 g smokkfiskur1 búnt steinselja „Maður steikir lauk, hvítlauk og sílíbelg. Síðan bætir maður tómötum og safanum úr dósinni út í, hellir hvítvíni og sítrónusafa saman við og bragðbætir með salti og pipar. Þetta er látið malla í nokkrar mínútur og smokkfiskurinn sem skorinn hefur verið í strimla er settur út í. Pastað sýður líka á meðan þannig að allt verði tilbúið á svipuðum tíma. Fersk steinselja er svo rifin ofan á diskinn. Þetta er bæði fallegur réttur og rosalega góður og eins og með flestan mat er gott að borða hann kaldan daginn eftir. Þá er komið enn meira bragð.“
Pastaréttir Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun