Örnólfur, Kristinn og Gunnar 25. febrúar 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Örnólfur Árnason, Gunnar Birgisson, Sveinn Aðalsteinsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson. Örnólfur er höfundur bókanna Á slóð kolkrabbans og Bankabókarinnar. Bækurnar fjölluðu um viðskiptalífið á Íslandi eins og það var upp úr 1990. Örnólfur mun ræða þann veruleika, Háskólasjóð Eimskipafélagsins, hlutabréfaeign stjórnenda þess, fákeppni og einokun - og hinar miklu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu síðan þá. Leiða þær kannski á endanum til sömu niðurstöðu - fákeppni og einokunar? Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson ræða heitt deilumál - kristindómskennslu í skólum, innrætingu og trúboð, siðferðisuppeldi og fjölmenningu og ýmislegt þessu tengt. Kristinn H. Gunnarsson kemur í þáttinn af flokksþingi Framsóknarflokksins, en kosning þar fer fram stuttu eftir að þættinum lýkur. Í þættinum verður einnig fjallað um samsæriskenningar sem tengjast 9/11 og hvernig hryðjuverkaógninni er beitt til að rétta herskáa stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þátturinn er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi og er svo endursýndur seint um kvöldið. Hann er í opinni dagskrá. Einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Örnólfur Árnason, Gunnar Birgisson, Sveinn Aðalsteinsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kristinn H. Gunnarsson, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson. Örnólfur er höfundur bókanna Á slóð kolkrabbans og Bankabókarinnar. Bækurnar fjölluðu um viðskiptalífið á Íslandi eins og það var upp úr 1990. Örnólfur mun ræða þann veruleika, Háskólasjóð Eimskipafélagsins, hlutabréfaeign stjórnenda þess, fákeppni og einokun - og hinar miklu breytingar sem hafa orðið í viðskiptalífinu síðan þá. Leiða þær kannski á endanum til sömu niðurstöðu - fákeppni og einokunar? Jón Valur Jensson og Sigurður Hólm Gunnarsson ræða heitt deilumál - kristindómskennslu í skólum, innrætingu og trúboð, siðferðisuppeldi og fjölmenningu og ýmislegt þessu tengt. Kristinn H. Gunnarsson kemur í þáttinn af flokksþingi Framsóknarflokksins, en kosning þar fer fram stuttu eftir að þættinum lýkur. Í þættinum verður einnig fjallað um samsæriskenningar sem tengjast 9/11 og hvernig hryðjuverkaógninni er beitt til að rétta herskáa stefnu stjórnvalda í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þátturinn er á dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi og er svo endursýndur seint um kvöldið. Hann er í opinni dagskrá. Einnig er hægt að sjá hann hér í Veftívíinu.