Hefur selt 30 þúsund bíla um ævina 24. febrúar 2005 00:01 Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr. Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Guðfinnur Halldórsson er aldrei kallaður annað en Guffi, nema ef vera skyldi Guffi bílasali. Hann hefur selt bíla í 35 ár og marga fjöruna sopið. Hann segist hafa selt um 70 bíla á mánuði í öll þessi ár og samtals gerir það um 30 þúsund bíla. Fáir komast með tærnar þar sem hann hefur hælana í þeim efnum. Guffi gefur lítið fyrir þann lífseiga orðróm um að viðskiptasiðferði bílasala sé skorið við nögl. "Miðað við aðra erum við góðir. Það er miklu meira um glæpamenn í lögfræðingastétt," segir Guffi og hlær. Og gusar svo út úr sér glósu á bankamenn. "Hér spruttu upp svokallaðir verðbréfamiðlarar sem seldu hlutabréf hægri vinstri, til dæmis í Decode. Svo féll þetta í verði og fólk tapaði enda var það platað. Ef ég hefði gert það sem þessir menn gerðu hefði ég verið dæmdur á Alcatraz og lyklunum hent." Fréttir hafa borist af óvenju mikilli sölu nýrra bíla síðustu vikur og mánuði en Guffi segir hana ekki koma niður á sölu notaðra bíla. "Það er fínt að gera. Það er til fullt af fólki sem vill ekki skulda og staðgreiðir því sína bíla og lætur sér líða vel. Þetta er fólk sem veit að bílar eru verðmæti og ef gengið er um þá af virðingu og vinsemd þá duga þeir þótt þeir séu gamlir." Samhliða bílasölunni rekur Guffi bílaþvottastöð á Bíldshöfðanum. Mikið er að gera enda vilja flestir hafa bílana sína hreina og fína. "Stundum fáum við þó bíla sem hafa ekki verið þvegnir árum saman og fólk heldur að það komi nýr bíll út úr þvottastöðinni. Það virkar bara ekki svoleiðis, því miður. Svo kemur fyrir að þurrkur brotna af afturrúðum en það gerist af því að aldrei hefur verið skipt um þurrku. Þær falla þá ekki að rúðunum og lenda í burstunum. Sama á við um hliðarspegla, þeir geta losnað af. Það er af því að þeir hafa ryðgað fastir og falla ekki að bílnum eins og þeir eiga að gera lögum samkvæmt." Guffi botnar hvorki upp né niður í fólki sem þannig fer með bílana sína en finnst þó loftnetsklaufarnir verstir. "Margir eru á fínum bílum bílum með rafmagnsloftneti sem fer sjálfkrafa niður þegar slökkt er á útvarpinu. Þeir slökkva samviskusamlega á tækinu þegar ekið er inn en leiðist svo þófið meðan á þvotti stendur og kveikja á útvarpinu. Þá fer loftnetið auðvitað upp og brotnar undan burstunum." Guffi segist reyna að benda fólki á þetta en þorir varla að auglýsa það sérstaklega. "Þetta er svo viðkvæmt því olíufélögin eiga flestar þvottastöðvarnar og auglýsa að þau bæti ekki svona tjón. Ég á hins vegar erfitt með það því ég vil ekki vera ásakaður um samráð við olíufélögin," segir hann og hlær. Sjálfur passar Guffi loftnet, spegla og þurrkur þegar hann þvær eigin bíla sem eru af Mercedes Benz og Land Rover gerð. "Það eru bestu bílarnir," segir Guffi og klappar hundinum sínum Dolla sem er stjórnarformaður fyrirtækisins, "enda hefur bankinn trú á honum," segir hann og hlær sem aldrei fyrr.
Innlent Menning Viðskipti Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira