Gaman að rölta um og skoða borgina 22. febrúar 2005 00:01 Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það. Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Steinunn Helga Jakobsdóttir, ein af ritstýrum blaðsins Orðlaus, fékk nóg af íþróttum einn daginn en heldur sér samt sem áður í formi með skemmtilegri hreyfingu. "Ég var algjört íþróttafrík þegar ég var yngri. Ég var í gjörsamlega öllum íþróttum; sundi, körfubolta, fótbolta, glímu og svo framvegis. Síðan fékk ég einfaldlega nóg þegar ég fór í menntaskóla og hætti í öllu saman. Núna hef ég helst skellt mér á snjóbretti á veturna þegar er einhver snjór og vel viðrar," segir Steinunn, sem er líka alltaf á leiðinni í ræktina. "Ég fékk árskort í líkamsrækt gefins fyrir fjórum mánuðum en ég er ekki enn farin. Ég fer í næsta mánuði. Ég ætla alltaf að byrja í næsta mánuði," segir Steinunn og hlær. "Það kemur samt að því að ég fer í ræktina." "Ég geng líka mjög mikið. Ég á engan bíl þannig að ég geng allt sem ég þarf að fara. Þá næ ég að dreifa huganum. Ég var líka að fá mér iPod þannig að ég get hlustað á tónlist á göngunni. Mér finnst voðalega hollt og gaman að rölta um og skoða borgina," segir Steinunn, sem hugsar ekkert allt of mikið um mataræðið. "Ég drekk mjög mikið kaffi og gos, sem er náttúrulega ekki hollt, en ég er mjög lítið fyrir skyndibitamat og mér finnst grænmetisréttir mjög góðir. Ég er samt ekki mikið að spá í hvað er hollt fyrir mig og hvað ekki. Ég blanda þessu náttúrlega svolítið saman. Ég borða ekki bara grænmeti en ég lifi alls ekki á ruslfæði. Mér finnst það ekkert skemmtilegt," segir Steinunn, sem er aldeilis heppin með það.
Heilsa Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira