Meira nám á skemmri tíma? 22. febrúar 2005 00:01 Hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs eru áhugaverðar. Menntamálaráðherra ferðast nú um landið til að ræða þessar hugmyndir og hugsanlega útfærslu þeirra við kennara. Það er að heyra á ráðherra að undirtektir séu jákvæðar og kennarar áhugasamir. Það er hinsvegar að heyra á einhverjum kennurum að þeir hafi uppi efasemdir um þessar hugmyndir. Það er reyndar ekki nýtt að nemendur geti lokið stúdentsprófi að loknu þriggja ára námi í framhaldsskóla. Það hefur verið hægt í áfangakerfi árum saman og duglegir og áhugasamir nemendur hafa nýtt sér þá leið unnvörpum. Kostur þessa kerfis hefur einmitt verið val nemenda, sumir hafa lokið námi á þremur árum, aðrir á fjórum og enn aðrir jafnvel á fimm árum. En nú er stefnt að því að þrjú ár dugi flestum eða öllum. Menntamálaráðherra segir meðal annars að með lengingu skólaársins í grunnskólum á undanförnum árum hafi skapast svigrúm til að flytja námsefni þangað úr framhaldsskólunum. Með öðrum orðum, tíminn í grunnskólum er ekki nýttur sem skyldi, þar er hægt að læra meira. Úr fjarlægð berast óljósar minningar um hugmyndir um meira vettvangsnám, fjölbreyttara nám, ferðalög nemenda og fleira sem rætt var um að svigrúm gæfist fyrir með lengra skólaári. Eitthvað hefur farið minna fyrir slíku en marga kennara dreymdi um. Meðal annars virðist fjárskortur gjarnan vera til trafala þótt ekki vanti áhuga né hugmyndir meðal kennara. En það er önnur saga. Það er áhugaverð hugmynd að þjappa námsefni saman í grunnskólanum. Það er örugglega hægt að byrja fyrr að kenna ensku en nú er gert og má reikna með að slík kennsla fari af stað mjög fljótlega. Það má hinsvegar spyrja hvort grundvöllur sé til að færa málfræðikennslu neðar en nú er gert, sömu spurningar vakna einnig varðandi stærðfræði og fleiri námsgreinar. Í nýútkomnu tölublaði Skímu, málgagns móðurmálskennara, spyr Gunnlaugur Ásgeirsson kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð hvort menn trúi því að hægt sé að láta fimmtán ára nemendur gera það sama og sextán ára nemendur gera nú og ná sama árangri eða betri. Kennarar á unglingastigi horfa á nemendur sína taka nánast stökkbreytingum í þroska frá 8. og upp í 10. bekk. Þetta lýtur ekki bara að líkamlegum þroska þótt hann sé mikill og oft sýnilegri en sá andlegi. Þetta lýtur líka að námslegum þroska, hæfileikanum til að tileinka sér mismunandi námsefni. Það sem þvælist fyrir nemendum í 8. bekk endalaust þrátt fyrir takmarkalausar atrennur og óþrjótandi hugmyndir um ólíka nálgun verður allt í einu leikur einn í 9. bekk. Mörgum kennurum finnst þetta benda til þess að nemendur 8. bekkjar séu kannski ekki alveg tilbúnir til að tileinka sér þetta tiltekna námsefni, til þess þurfi að hafa náð þeim þroska sem flestir í 9. bekk hafa náð. Það er líka undarlegt ef ekki dapurlegt að hlusta á og lesa um þessar hugmyndir sem allar virðast tengjast bóklegu námi. Árum saman hefur verið um það rætt að efla verklega kennslu, auka áherslu á verklegar greinar, efla sjálfstraust þeirra nemenda sem eiga betra með verklega hluti en bóklega. Þrátt fyrir fögur áform er engu líkara en talað hafi verið í vestur en farið í austur. Áherslan á bóklegt nám eykst stöðugt, m.a. fyrir tilstilli samræmdra prófa sem verða stærri þáttur í lífi grunnskólanemenda með hverju árinu. En þetta eru sjálfsagt bara venjulegar úrtöluraddir úr kennarahópnum og því verður ekki á móti mælt að kennarar hafa haft tilhneigingu til að fara í vörn, bregðast heldur illa við hugmyndum um breytingar og reyna frekar að stíga á bremsuna en hitt. Því verður reyndar heldur ekki á móti mælt að oftar en ekki hafa þeir ástæðu til, ástæðu sem þeir byggja á langri reynslu. Of oft hefur nefnilega verið hent inn nýjum hugmyndum og til þess ætlast að kennarar vinni eftir þeim án nauðsynlegs undirbúnings. Það er góður siður að skoða hvert skal stefna áður en lagt er af stað. Það er hinsvegar alls ekki alltaf gert, ekki heldur í skólakerfinu. Ég hef dálitlar efasemdir um að fleiri skóladagar þýði að nemendur þroskist hraðar og geti þar með tekið hraðar við meira námsefni. Sérstaklega hef ég þó efasemdir þegar ég hugsa til þeirra nemenda sem eiga erfitt með bóklegt nám og hafa jafnvel lítinn stuðning heima fyrir, búa jafnvel við slæmt atlæti. Slíks eru því miður dæmi. Mikilvægast er þó að velta því fyrir sér hvert við ætlum áður en við leggjum af stað og hverja við ætlum að taka með okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugmyndir um styttingu náms til stúdentsprófs eru áhugaverðar. Menntamálaráðherra ferðast nú um landið til að ræða þessar hugmyndir og hugsanlega útfærslu þeirra við kennara. Það er að heyra á ráðherra að undirtektir séu jákvæðar og kennarar áhugasamir. Það er hinsvegar að heyra á einhverjum kennurum að þeir hafi uppi efasemdir um þessar hugmyndir. Það er reyndar ekki nýtt að nemendur geti lokið stúdentsprófi að loknu þriggja ára námi í framhaldsskóla. Það hefur verið hægt í áfangakerfi árum saman og duglegir og áhugasamir nemendur hafa nýtt sér þá leið unnvörpum. Kostur þessa kerfis hefur einmitt verið val nemenda, sumir hafa lokið námi á þremur árum, aðrir á fjórum og enn aðrir jafnvel á fimm árum. En nú er stefnt að því að þrjú ár dugi flestum eða öllum. Menntamálaráðherra segir meðal annars að með lengingu skólaársins í grunnskólum á undanförnum árum hafi skapast svigrúm til að flytja námsefni þangað úr framhaldsskólunum. Með öðrum orðum, tíminn í grunnskólum er ekki nýttur sem skyldi, þar er hægt að læra meira. Úr fjarlægð berast óljósar minningar um hugmyndir um meira vettvangsnám, fjölbreyttara nám, ferðalög nemenda og fleira sem rætt var um að svigrúm gæfist fyrir með lengra skólaári. Eitthvað hefur farið minna fyrir slíku en marga kennara dreymdi um. Meðal annars virðist fjárskortur gjarnan vera til trafala þótt ekki vanti áhuga né hugmyndir meðal kennara. En það er önnur saga. Það er áhugaverð hugmynd að þjappa námsefni saman í grunnskólanum. Það er örugglega hægt að byrja fyrr að kenna ensku en nú er gert og má reikna með að slík kennsla fari af stað mjög fljótlega. Það má hinsvegar spyrja hvort grundvöllur sé til að færa málfræðikennslu neðar en nú er gert, sömu spurningar vakna einnig varðandi stærðfræði og fleiri námsgreinar. Í nýútkomnu tölublaði Skímu, málgagns móðurmálskennara, spyr Gunnlaugur Ásgeirsson kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð hvort menn trúi því að hægt sé að láta fimmtán ára nemendur gera það sama og sextán ára nemendur gera nú og ná sama árangri eða betri. Kennarar á unglingastigi horfa á nemendur sína taka nánast stökkbreytingum í þroska frá 8. og upp í 10. bekk. Þetta lýtur ekki bara að líkamlegum þroska þótt hann sé mikill og oft sýnilegri en sá andlegi. Þetta lýtur líka að námslegum þroska, hæfileikanum til að tileinka sér mismunandi námsefni. Það sem þvælist fyrir nemendum í 8. bekk endalaust þrátt fyrir takmarkalausar atrennur og óþrjótandi hugmyndir um ólíka nálgun verður allt í einu leikur einn í 9. bekk. Mörgum kennurum finnst þetta benda til þess að nemendur 8. bekkjar séu kannski ekki alveg tilbúnir til að tileinka sér þetta tiltekna námsefni, til þess þurfi að hafa náð þeim þroska sem flestir í 9. bekk hafa náð. Það er líka undarlegt ef ekki dapurlegt að hlusta á og lesa um þessar hugmyndir sem allar virðast tengjast bóklegu námi. Árum saman hefur verið um það rætt að efla verklega kennslu, auka áherslu á verklegar greinar, efla sjálfstraust þeirra nemenda sem eiga betra með verklega hluti en bóklega. Þrátt fyrir fögur áform er engu líkara en talað hafi verið í vestur en farið í austur. Áherslan á bóklegt nám eykst stöðugt, m.a. fyrir tilstilli samræmdra prófa sem verða stærri þáttur í lífi grunnskólanemenda með hverju árinu. En þetta eru sjálfsagt bara venjulegar úrtöluraddir úr kennarahópnum og því verður ekki á móti mælt að kennarar hafa haft tilhneigingu til að fara í vörn, bregðast heldur illa við hugmyndum um breytingar og reyna frekar að stíga á bremsuna en hitt. Því verður reyndar heldur ekki á móti mælt að oftar en ekki hafa þeir ástæðu til, ástæðu sem þeir byggja á langri reynslu. Of oft hefur nefnilega verið hent inn nýjum hugmyndum og til þess ætlast að kennarar vinni eftir þeim án nauðsynlegs undirbúnings. Það er góður siður að skoða hvert skal stefna áður en lagt er af stað. Það er hinsvegar alls ekki alltaf gert, ekki heldur í skólakerfinu. Ég hef dálitlar efasemdir um að fleiri skóladagar þýði að nemendur þroskist hraðar og geti þar með tekið hraðar við meira námsefni. Sérstaklega hef ég þó efasemdir þegar ég hugsa til þeirra nemenda sem eiga erfitt með bóklegt nám og hafa jafnvel lítinn stuðning heima fyrir, búa jafnvel við slæmt atlæti. Slíks eru því miður dæmi. Mikilvægast er þó að velta því fyrir sér hvert við ætlum áður en við leggjum af stað og hverja við ætlum að taka með okkur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun