Stjörnuhrap í Ásgarði 21. febrúar 2005 00:01 Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur. Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar úr Garðabæ lék síðari leik sinn við Vitarel Jelfa í Áskorendakeppni Evrópu í gær. Eftir dramatískt jafntefli í fyrri leiknum var engu líkara en að Stjörnustúlkur væru orðnar saddar og búnar að fá nóg, því sterkt lið gestanna leyfði þeim aldrei að sjá til sólar í þeim síðari og unnu stórsigur, 33-19. Pólsku stúlkurnar mættu ákveðnar til leiks frá fyrstu mínútu og voru mun öruggari í öllum sínum aðgerðum. Með blöndu af góðri sóknarnýtingu, hörku vörn og góðri markvörslu, náðu þær strax nokkuð þægilegu forskoti sem þær héldu allt til loka leiks. Vitaral Jelfe hafði yfir í hálfleik 13-8, en Stjarnan eygði möguleika þegar þær náðu að skora fyrstu tvö mörk síðari hálfleiks og virtust við það að snúa flæði leiksins á sitt band. Þær pólsku létu þó ekki slá sig út af laginu og skoruðu fimm mörk í röð á góðum kafla. Þrátt fyrir hetjulega baráttu heimaliðsins voru gestirnir einfaldlega of sterkir og þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum var staðan orðin 27-17 og úrslitin ráðin. Lokatölur leiksins urðu sem áður sagði 33-19 og ljóst að Stjörnustúlkur mættu einfaldlega ofjörlum sínum í gær. Það var Kristín Guðmundsdóttir sem var markahæst í liði Stjörnunnar með 6 mörk og Jelena Jovanovic átti þokkalegan leik í markinu með 13 skot varin. Lið Vitarel Jelfa er með valinn mann í hverju rúmi og var það fyrst og fremst frábær liðsheild sem skóp sigur þeirra, en liðið komst sem kunnugt er í undanúrslit Áskorendakeppninnar í fyrra. Erlendur Ísfeld þjálfari var afar óhress með úrslit leiksins í gær. "Ég er auðvitað svekktur að hafa tapað þessum leik svona stórt, en maður verður að halda sig á jörðinni. Þetta lið var bara einu númeri of stórt og það kom í ljós í dag. Ég hafði dálítið á tilfinningunni að yngri leikmennirnir í liði okkar væru orðnir saddir eftir fyrri leikinn, að hungrið og viljinn sem var til staðar í gær væri ekki þar í dag. Stelpurnar eru auðvitað orðnar dauðþreyttar, bæði líkamlega og andlega eftir mikla keyrslu undanfarið og það er til að mynda búið að kosta okkur mjög mikið í deildinni. Þessir Evrópuleikir eru búnir að skila miklu inn í reynslubankann fyrir stelpurnar og nú förum við bara að gera okkur klár fyrir bikarúrslitin um næstu helgi," sagði Erlendur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira