Lið ÍBV kostar tugi milljóna 11. febrúar 2005 00:01 Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV. Íslenski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira
Það vakti gríðarlega athygli í vikunni þegar hið unga og óreynda kvennalið Gróttu/KR sló út atvinnumannalið ÍBV í undanúrslitum SS-bikarsins í Vestmannaeyjum. Úrslitin eru mikið áfall fyrir handknattleiksdeildina því rekstur deildarinnar er afar dýr enda margir erlendir leikmenn sem leika með karla- og kvennaliði félagsins. Það gera þeir ekki án greiðslu. Hlynur Sigmarsson og félagar í handknattleiksdeild ÍBV eru stórhuga í rekstrinum og þeir gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun ársins að kvennaliðið komist í bikarúrslit. Með þeim áfanga tekst þeim að halda rekstrinum í jafnvægi. Það segir sig því sjálft að það er kjaftshögg fyrir deildina að komast ekki í úrslit í ár. "Þessi úrslit hafa mikil áhrif á reksturinn enda teflum við djarft og gerum ráð fyrir því að komast í bikarúrslitaleik. Við verðum af tæpum þrem milljónum króna þar sem við komumst ekki í Höllina og það er áfall," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV, en hann eygir enn von um að bjarga tímabilinu þar sem karlaliðið er einnig í undanúrslitum en þeir leika gegn ÍR í dag. Sigur í dag bjargar því miklu fyrir deildina. Hlynur segir þessi úrslit samt ekki hafa áhrif á rekstur deildarinnar það sem eftir lifir vetrar. Enginn útlendingur verður sendur heim og Alfreð Finnsson verður ekki rekinn sem þjálfari kvennaliðsins. Hlutirnir verða aftur á móti endurskoðaðir í sumar. Stefna ÍBV að flytja inn fjölda útlendinga á hverju ári til þess að leika handbolta er ekki öllum að skapi og hafa margir gengið svo langt að segja að ÍBV kaupi sér titla með þessari stefnu sem sé ósanngjörn gagnvart öðrum liðum. Hlynur segir að þetta sé eina leiðin til þess að halda starfinu gangandi. "Þú færð ekki fólk til þess að vinna í kringum þetta ef þú ætlar að stilla upp miðlungsliði sem verður um miðja deild. Því spilum við til að vinna og fólk vill frekar vinna fyrir sigurlið en taplið," sagði Hlynur en hann játar fúslega að deildin sé að velta tugum milljóna á ári hverju og liðin hans eru heldur ekki ódýr. "Rekstur deildarinnar er á við gott fótboltalið enda erum við að velta tugum milljóna á ári. Liðin okkar eru ekki heldur ódýr en þau kosta tugi milljóna króna." Til að fólk átti sig betur á umfangi deildarinnar þá má launakostnaður úrvalsdeildarliðs í körfubolta á Íslandi ekki vera meiri en sex milljónir króna á ári. Á fastalandinu hefur verið talað um að handknattleiksdeild ÍBV sé dyggilega styrkt af útgerðunum í Vestmannaeyjum og því sé ekkert mál að reka deildina. ÍBV hafi betri aðgang að fjármagni en önnur félög. Það segir Hlynur að sé alrangt. "Við löbbum ekki inn i útgerðirnar og förum út með milljónir. Hlutirnir virka ekki þannig. Þetta hefst aftur á móti með mikilli vinnu duglegs fólks sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Við stöndum fyrir alls konar uppákomum eins og böllum, sýningum og öðru. Svo bökum við líka kleinur og allt skilar þetta peningi í kassann," sagði Hlynur Sigmarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍBV.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Sjá meira