Kolbrún Pálína með lítinn gullmola 9. febrúar 2005 00:01 "Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. "Móðurhlutverkið leggst ótrúlega vel í mig og það kemur mér á óvart hversu mikið ég er búin að drekkja mér í þetta hlutverk. Ég held að ég hafi ekki lagt mig jafn mikið fram við neitt annað annað hingað til og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt." Kolbrún Pálína býr í Árbænum ásamt kærastanum sínum, Þresti Jóni. Hann er einn af eigendum Iceland spa & fitnes sem er stór líkamsræktarkeðja hér á landi en Kolbrún starfaði sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi áður en hún fór í barneignarleyfi. "Ég og Þröstur Jón kynntumst vorið 2003 þannig að þetta hefur allt gerst mjög hratt. Þá átti hann þetta hús sem við búum í en nú höfum við komið okkur vel fyrir saman," segir Kolbrún Pálína sem verður 25 ára í sumar. Kolbrún segir Sigurð Viðar ótrúlega væran og góðan og skilur reyndar ekki hvað hún hafi gert til að verðskulda svona gullmola. "Ég var eiginlega búin að búa mig undir meiri átök. Fyrstu næturnar var smá brölt en hann er glaður og skemmtilegur í dag." Kolbrún segist ekki vita hvenær hún ætli að mæta aftur í vinnuna en hún sé aðeins byrjuð að mæta í ræktina. "Ég nýt þess að vera heima við og eins og er finnst mér hræðileg tilhugsun að setja hann í pössun. Ég ætla að njóta þess að vera með honum í sumar en svo fer maður að kynna sér málin með dagmömmurnar. Vinnan mín er þannig að ég get byrjað rólega ef mig langar að komast innan um fólk en ég er aðeins farin að mæta svona ef ég er í stuði en langt því frá af krafti. Það er samt gott að koma þarna og kjafta enda var ég þar svo lengi og félagslífið í ræktinni er mjög skemmtilegt. Ég er líka lærður förðunarfræðingur og hef það alltaf í bakhöndinni og svo hef ég verið með framkomunámskeið fyrir unglinga hjá Eskimo models. Ég hafði mjög gaman af því og það er aldrei að vita nema maður snúi sér að því aftur. Ég fékk sjálf mikið út úr þessu og styrktist í leiðinni og það var mjög gaman að sjá framfarirnar hjá þessum litlu skvísum sem þorðu í fyrstu ekki að tala fyrir framan hópinn. Maður man alveg hvernig maður var á þessum aldri og því gaman að leggja öðrum lið." Lestu ítarlegt viðtal við Kolbrúnu Pálínu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag. Menning Tilveran Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Ég er enn heima og nýt þess," segir Kolbrún Pálína Helgadóttir fyrrverandi fegurðardrottning sem eignaðist soninn Sigurð Viðar þann 27. ágúst. "Móðurhlutverkið leggst ótrúlega vel í mig og það kemur mér á óvart hversu mikið ég er búin að drekkja mér í þetta hlutverk. Ég held að ég hafi ekki lagt mig jafn mikið fram við neitt annað annað hingað til og þetta er bara ótrúlega skemmtilegt." Kolbrún Pálína býr í Árbænum ásamt kærastanum sínum, Þresti Jóni. Hann er einn af eigendum Iceland spa & fitnes sem er stór líkamsræktarkeðja hér á landi en Kolbrún starfaði sem einkaþjálfari í Sporthúsinu í Kópavogi áður en hún fór í barneignarleyfi. "Ég og Þröstur Jón kynntumst vorið 2003 þannig að þetta hefur allt gerst mjög hratt. Þá átti hann þetta hús sem við búum í en nú höfum við komið okkur vel fyrir saman," segir Kolbrún Pálína sem verður 25 ára í sumar. Kolbrún segir Sigurð Viðar ótrúlega væran og góðan og skilur reyndar ekki hvað hún hafi gert til að verðskulda svona gullmola. "Ég var eiginlega búin að búa mig undir meiri átök. Fyrstu næturnar var smá brölt en hann er glaður og skemmtilegur í dag." Kolbrún segist ekki vita hvenær hún ætli að mæta aftur í vinnuna en hún sé aðeins byrjuð að mæta í ræktina. "Ég nýt þess að vera heima við og eins og er finnst mér hræðileg tilhugsun að setja hann í pössun. Ég ætla að njóta þess að vera með honum í sumar en svo fer maður að kynna sér málin með dagmömmurnar. Vinnan mín er þannig að ég get byrjað rólega ef mig langar að komast innan um fólk en ég er aðeins farin að mæta svona ef ég er í stuði en langt því frá af krafti. Það er samt gott að koma þarna og kjafta enda var ég þar svo lengi og félagslífið í ræktinni er mjög skemmtilegt. Ég er líka lærður förðunarfræðingur og hef það alltaf í bakhöndinni og svo hef ég verið með framkomunámskeið fyrir unglinga hjá Eskimo models. Ég hafði mjög gaman af því og það er aldrei að vita nema maður snúi sér að því aftur. Ég fékk sjálf mikið út úr þessu og styrktist í leiðinni og það var mjög gaman að sjá framfarirnar hjá þessum litlu skvísum sem þorðu í fyrstu ekki að tala fyrir framan hópinn. Maður man alveg hvernig maður var á þessum aldri og því gaman að leggja öðrum lið." Lestu ítarlegt viðtal við Kolbrúnu Pálínu í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.
Menning Tilveran Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira