Skurðavernd 7. febrúar 2005 00:01 Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins lét það verða sitt fyrsta embættisverk að aflétta rjúpnaveiðibanni og mun hér eftir verða látið nægja að fara þess á leit við veiðimenn að þeir "gæti hófs". Nú er líka loksins komið á daginn hvað það er sem ráðherranum er umhugað að vernda: það eru skurðir. Sigríður Anna er mikilvægasti ráðherra ríkisstjórnarinnar um þessar mundir. Hún stýrir mikilvægasta ráðuneytinu – til hennar kasta kemur að stýra aðgerðum í mikilvægasta máli okkar tíma: loftslagsmálum. Allt skiptir máli. Slög klukkunnar þyngjast með hverju árinu, hverjum mánuði, hverri vikunni; spárnar verða ískyggilegri, viðvaranir vísindamannanna eindregnari. Nýjar upplýsingar berast með jöfnu millibili um æ áreiðanlegri rannsóknir sem staðfesta voðann sem jörðinni er búinn af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Í síðustu viku var hins vegar ein jákvæð frétt í öllu svartnættinu – rannsóknir vísindamanna virðast leiða það í ljós að binda megi kolefni með því að endurheimta votlendi landsins á miklu stórtækari hátt en áður var talið: skurðirnir sem skera landið þvers og kruss eins og tröllkall hafi rist það sundur og saman í bræði eru þannig ekki einungis til stakrar óprýði á landinu og þeir eru ekki einungis raunaleg áminning um útrýmingu keldusvíns og harðsvíraða atlögu að lífi annarra votlendisfugla – heldur hafa þessir skurðir líka stuðlað að ennþá ofboðslegri losun gróðurhúsalofttegunda en menn hafði órað fyrir. Með öðrum orðum: skurðirnir eru ekki bara ljótir og leiðinlegir heldur líka mengunarvaldar. Á fyrsta skuldbindingartímabili Kyoto-sáttmálans fengu Íslendingar leyfi til þess að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 55%. Það var framlag þjóðarinnar til björgunar jarðarinnar, með þeim rökstuðningi að alltaf yrðu til álbræðslur en skárst væri að nota vatnsorku til þess arna. Það er svipað og segja við mann: Yður er dauðdagi búinn en það er heppilegra að ég taki að mér að myrða yður vegna þess að ég er svo snyrtilegur. Í staðinn fyrir þessar undantekningar komu heitstrengingar um að binda 200.000 tonn af kolefni með skógrækt og landgræðslu, rétt eins og slík framkvæmd muni á einhvern hátt draga úr útstreyminu frá fiskiskipaflotanum, stóriðjunni og öllum bílunum. Þannig standa málin nú þegar á daginn kemur að hægt væri að ná fram margfaldri þessari kolefnisbindingu með því að moka einfaldlega ofan í alla skurðina sem urðu einkum til á árunum eftir stríð þegar Íslendingar fengu Marshall-aðstoð frá Bandaríkjunum og notuðu hana ekki síst til að kaupa skurðgröfur í því skyni að grafa skurði, ræsa fram mýrar, og búa til tún handa búpeningi sem talið var þá yrði til frambúðar á beit þar. Þegar Sigríður Anna var spurð um viðbrögð sín við þessum hugmyndum sá hún á því öll tormerki að endurheimta votlendi landsins. Hún bar það ekki einu sinni við að kalla þetta athyglisverðar rannsóknir. Henni virtist ekkert um þetta gefið. Í svari sínu einblíndi hún á skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-sáttmála og vildi sem minnst ræða það hvort þessar upplýsingar hlytu ekki að breyta þeim forsendum sem lágu til grundvallar þeim. Hún sagði einungis að allt þetta þyrfti að rannsaka betur en það var ekki á henni að heyra að hún myndi sjálf stuðla að þeim rannsóknum. Hún reyndi að drepa málinu á dreif. Hún hljómaði eins og gamall bóndi. Hún vildi þetta ekki. Samt er hún ráðherra fuglanna sem skurðirnir hafa reynst svo skeinuhættir – hún á að gæta hagsmuna fugla fremur en genginna bænda. Væri allt með felldu um stjórn landsins yrði allt gert: landgræðsla og skógrækt þar sem það á við – mokað ofan í skurðina og hætt við stóriðjuáformin. Þegar mesta umhverfisvá sögunnar vofir yfir ber umhverfisráðherra að fagna sérhverju því sem verður til þess að binda kolefni. Er ráðherranum nokkuð illa við fugla? Eftir að hafa gefið grænt ljós útrýmingarsveitum til að hundelta þær fáu rjúpur sem enn hlaupa um hálendið í leit að skjóli kýs hún að standa sérstakan vörð um þá framkvæmd 20. aldarinnar sem helst beindist gegn fuglalífi. Sá hún kannski Fuglana eftir Hitchcock sem barn? Aths.Röng grein birtist undir nafni Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í dag, mánudaginn 7. febrúar. Er beðist velvirðingar á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins lét það verða sitt fyrsta embættisverk að aflétta rjúpnaveiðibanni og mun hér eftir verða látið nægja að fara þess á leit við veiðimenn að þeir "gæti hófs". Nú er líka loksins komið á daginn hvað það er sem ráðherranum er umhugað að vernda: það eru skurðir. Sigríður Anna er mikilvægasti ráðherra ríkisstjórnarinnar um þessar mundir. Hún stýrir mikilvægasta ráðuneytinu – til hennar kasta kemur að stýra aðgerðum í mikilvægasta máli okkar tíma: loftslagsmálum. Allt skiptir máli. Slög klukkunnar þyngjast með hverju árinu, hverjum mánuði, hverri vikunni; spárnar verða ískyggilegri, viðvaranir vísindamannanna eindregnari. Nýjar upplýsingar berast með jöfnu millibili um æ áreiðanlegri rannsóknir sem staðfesta voðann sem jörðinni er búinn af útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Í síðustu viku var hins vegar ein jákvæð frétt í öllu svartnættinu – rannsóknir vísindamanna virðast leiða það í ljós að binda megi kolefni með því að endurheimta votlendi landsins á miklu stórtækari hátt en áður var talið: skurðirnir sem skera landið þvers og kruss eins og tröllkall hafi rist það sundur og saman í bræði eru þannig ekki einungis til stakrar óprýði á landinu og þeir eru ekki einungis raunaleg áminning um útrýmingu keldusvíns og harðsvíraða atlögu að lífi annarra votlendisfugla – heldur hafa þessir skurðir líka stuðlað að ennþá ofboðslegri losun gróðurhúsalofttegunda en menn hafði órað fyrir. Með öðrum orðum: skurðirnir eru ekki bara ljótir og leiðinlegir heldur líka mengunarvaldar. Á fyrsta skuldbindingartímabili Kyoto-sáttmálans fengu Íslendingar leyfi til þess að auka útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 55%. Það var framlag þjóðarinnar til björgunar jarðarinnar, með þeim rökstuðningi að alltaf yrðu til álbræðslur en skárst væri að nota vatnsorku til þess arna. Það er svipað og segja við mann: Yður er dauðdagi búinn en það er heppilegra að ég taki að mér að myrða yður vegna þess að ég er svo snyrtilegur. Í staðinn fyrir þessar undantekningar komu heitstrengingar um að binda 200.000 tonn af kolefni með skógrækt og landgræðslu, rétt eins og slík framkvæmd muni á einhvern hátt draga úr útstreyminu frá fiskiskipaflotanum, stóriðjunni og öllum bílunum. Þannig standa málin nú þegar á daginn kemur að hægt væri að ná fram margfaldri þessari kolefnisbindingu með því að moka einfaldlega ofan í alla skurðina sem urðu einkum til á árunum eftir stríð þegar Íslendingar fengu Marshall-aðstoð frá Bandaríkjunum og notuðu hana ekki síst til að kaupa skurðgröfur í því skyni að grafa skurði, ræsa fram mýrar, og búa til tún handa búpeningi sem talið var þá yrði til frambúðar á beit þar. Þegar Sigríður Anna var spurð um viðbrögð sín við þessum hugmyndum sá hún á því öll tormerki að endurheimta votlendi landsins. Hún bar það ekki einu sinni við að kalla þetta athyglisverðar rannsóknir. Henni virtist ekkert um þetta gefið. Í svari sínu einblíndi hún á skuldbindingar Íslands samkvæmt Kyoto-sáttmála og vildi sem minnst ræða það hvort þessar upplýsingar hlytu ekki að breyta þeim forsendum sem lágu til grundvallar þeim. Hún sagði einungis að allt þetta þyrfti að rannsaka betur en það var ekki á henni að heyra að hún myndi sjálf stuðla að þeim rannsóknum. Hún reyndi að drepa málinu á dreif. Hún hljómaði eins og gamall bóndi. Hún vildi þetta ekki. Samt er hún ráðherra fuglanna sem skurðirnir hafa reynst svo skeinuhættir – hún á að gæta hagsmuna fugla fremur en genginna bænda. Væri allt með felldu um stjórn landsins yrði allt gert: landgræðsla og skógrækt þar sem það á við – mokað ofan í skurðina og hætt við stóriðjuáformin. Þegar mesta umhverfisvá sögunnar vofir yfir ber umhverfisráðherra að fagna sérhverju því sem verður til þess að binda kolefni. Er ráðherranum nokkuð illa við fugla? Eftir að hafa gefið grænt ljós útrýmingarsveitum til að hundelta þær fáu rjúpur sem enn hlaupa um hálendið í leit að skjóli kýs hún að standa sérstakan vörð um þá framkvæmd 20. aldarinnar sem helst beindist gegn fuglalífi. Sá hún kannski Fuglana eftir Hitchcock sem barn? Aths.Röng grein birtist undir nafni Guðmundar Andra Thorssonar í Fréttablaðinu í dag, mánudaginn 7. febrúar. Er beðist velvirðingar á því.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun