Dagur féll á lyfjaprófi 5. febrúar 2005 00:01 Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður. Dagur féll á lyfjaprófi sem tekið var á landsliðsæfingu í handknattleik í Austurbergi 28. júlí síðastliðið sumar en æfingin var liður í undirbúningi fyrir ÓL í Aþenu. Þegar sýni höfðu verið greind kom í ljós að hlutfall testósteróns í sýni Dags var yfir þeim mörkum sem leyfð eru á alþjóðlegum bannlistum og þar með á listum ÍSÍ yfir bönnuð lyf og aðferðir í íþróttum. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ rannsakaði málið ítarlega í kjölfarið. Fimm þvagsýni voru í heildina tekin hjá Degi Sigurðssyni. Þar af voru fjögur sýni tekin á vegum Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og voru þau greind af rannsóknarstofu Karolinska-háskólasjúkrahússins í Huddinge í Svíþjóð sem uppfyllir kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) um greiningar á þvagsýnum íþróttamanna og hefur verið vottuð sem slík. Eitt sýnanna var tekið á Ólympíuleikunum í Aþenu og rannsakað á rannsóknastofu í Aþenu. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er sú að hátt T/E-hlutfall Dags stafi ekki af utanaðkomandi testósteróni eða öðrum efnum sem eru á alþjóðlegum bannlistum. Hún er í samræmi við sérfræðiálit Dr. Mats Garles, yfirmanns rannsóknarstofunnar í Huddinge, og jafnframt í samræmi við greiningu annarra sýna sem rannsóknastofan hefur áður haft til rannsókna. Af framangreindu fæst ekki séð að Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður hafi gerst brottlegur við 44. grein laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamisnotkun og telst því málinu lokið og Dagur sýknaður. Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, féll á lyfjaprófi fyrir Ólympíuleikana í Aþenu. Við nánari skoðun kom hins vegar í ljós að í líkama hans er óvenjumikið magn af karlhormónum af náttúrulegum völdum. Var hann því sýknaður. Dagur féll á lyfjaprófi sem tekið var á landsliðsæfingu í handknattleik í Austurbergi 28. júlí síðastliðið sumar en æfingin var liður í undirbúningi fyrir ÓL í Aþenu. Þegar sýni höfðu verið greind kom í ljós að hlutfall testósteróns í sýni Dags var yfir þeim mörkum sem leyfð eru á alþjóðlegum bannlistum og þar með á listum ÍSÍ yfir bönnuð lyf og aðferðir í íþróttum. Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ rannsakaði málið ítarlega í kjölfarið. Fimm þvagsýni voru í heildina tekin hjá Degi Sigurðssyni. Þar af voru fjögur sýni tekin á vegum Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ og voru þau greind af rannsóknarstofu Karolinska-háskólasjúkrahússins í Huddinge í Svíþjóð sem uppfyllir kröfur Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) um greiningar á þvagsýnum íþróttamanna og hefur verið vottuð sem slík. Eitt sýnanna var tekið á Ólympíuleikunum í Aþenu og rannsakað á rannsóknastofu í Aþenu. Niðurstaða Lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ er sú að hátt T/E-hlutfall Dags stafi ekki af utanaðkomandi testósteróni eða öðrum efnum sem eru á alþjóðlegum bannlistum. Hún er í samræmi við sérfræðiálit Dr. Mats Garles, yfirmanns rannsóknarstofunnar í Huddinge, og jafnframt í samræmi við greiningu annarra sýna sem rannsóknastofan hefur áður haft til rannsókna. Af framangreindu fæst ekki séð að Dagur Sigurðsson handknattleiksmaður hafi gerst brottlegur við 44. grein laga Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um lyfjamisnotkun og telst því málinu lokið og Dagur sýknaður.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Fleiri fréttir „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti