Júlíus Jónasson ósáttur 13. október 2005 15:31 Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær. Jóhann Ingi hélt því fram að margir leikmenn íslenska landsliðsins kynnu hreinlega ekki hvernig þeir ættu að standa í vörn og skorti grunnþekkingu í varnarleik. "Auðvitað tók maður þessi ummæli til sín. Ég hef ekki séð Jóhann Inga á æfingum hjá mér og ég man ekki heldur eftir að hafa séð hann á leikjum hjá mér. Þess vegna finnst mér þetta vera stór orð sem hann lét hafa eftir sér," segir Júlíus. Hann segist geta tekið undir það með Jóhanni Inga að varnarleikur Íslands hafi ekki verið jafn slakur í mörg ár en jafnframt að hann trúi því ekki að það sé þjálfun um að kenna. "Ég get ekki annað en talað fyrir sjálfan mig en ég trúi því hreinlega ekki að hin félögin séu að hugsa minna um varnarleik en áður. Mér finnst af og frá að Jóhann Ingi geti skotið niður alla þjálfarana með því að segja að varnarþjálfun sé á undanhaldi. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá legg ég mikla áherslu á varnarleik og reyni að kenna mínum mönnum hvernig á að spila og hugsa varnarleik. En það verður að hafa það í huga að við þjálfarar höfum einn og hálfan klukkutíma á dag til að æfa og það er gefið að ekki er hægt að sinna öllum þáttum eins vel og maður vill. Þetta er einfaldlega ekki nægur tími," segir Júlíus. Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR-inga í DHL-deildinni í handbolta, segir Jóhann Inga Gunnarsson, formann landsliðsnefndar HSÍ, hafa skotið niður alla þjálfara á Íslandi með ummælum sínum um varnarþjálfun í Fréttablaðinu í gær. Jóhann Ingi hélt því fram að margir leikmenn íslenska landsliðsins kynnu hreinlega ekki hvernig þeir ættu að standa í vörn og skorti grunnþekkingu í varnarleik. "Auðvitað tók maður þessi ummæli til sín. Ég hef ekki séð Jóhann Inga á æfingum hjá mér og ég man ekki heldur eftir að hafa séð hann á leikjum hjá mér. Þess vegna finnst mér þetta vera stór orð sem hann lét hafa eftir sér," segir Júlíus. Hann segist geta tekið undir það með Jóhanni Inga að varnarleikur Íslands hafi ekki verið jafn slakur í mörg ár en jafnframt að hann trúi því ekki að það sé þjálfun um að kenna. "Ég get ekki annað en talað fyrir sjálfan mig en ég trúi því hreinlega ekki að hin félögin séu að hugsa minna um varnarleik en áður. Mér finnst af og frá að Jóhann Ingi geti skotið niður alla þjálfarana með því að segja að varnarþjálfun sé á undanhaldi. Ef ég tala fyrir sjálfan mig þá legg ég mikla áherslu á varnarleik og reyni að kenna mínum mönnum hvernig á að spila og hugsa varnarleik. En það verður að hafa það í huga að við þjálfarar höfum einn og hálfan klukkutíma á dag til að æfa og það er gefið að ekki er hægt að sinna öllum þáttum eins vel og maður vill. Þetta er einfaldlega ekki nægur tími," segir Júlíus.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enski boltinn Fleiri fréttir Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira