Snögg sinnaskipti borgarstjóra 13. október 2005 15:31 Hver er skýringin á snöggum sinnaskiptum borgarstjórans í flugvallarmálinu? Er Steinunn Valdís svona mikill vingull, er hún huglaus eða er búið að gera eitthvert samkomulag bak við tjöldin? Til dæmis um að byggingu Sundabrautar verði hraðað ef flugvöllurinn er látinn í friði? Það væri gott að fá skýringu á þessu. Nema að hún hafi allt í einu fengið opinberun og hún telji eina flugbraut allt í einu svona góðan kost. Það er þá væntanlega málamiðlunin sem R-listinn vill fara með í næstu kosningar. Samt kemur forstjóri Flugfélags Íslands, gamall vinur minn úr Vesturbænum, í fréttir og segir að þessi leið sé ekki fær. Ein flugbraut sé ekki nóg til að halda uppi starfseminni. Er einhver sérstök ástæða til að ætla að hann sé að blöffa? Ég horfði á Ísland í dag í gærkvöldi, en þar ræddu Magnús Skúlason arkitekt og Orri Gunnarsson verkfræðinemi um flugvallarmálið. Magnús tuggði aftur og aftur sama frasann - að flugvöllurinn væri eiginlega járnbrautarstöð. Sagði svo að í kringum flugvöllinn væri hægt að reisa lágreista byggð fyrir 5-8 þúsund manns. Orri sagði að þetta yrði byggð á skæklum. Meðan þyrfti ungt fólk að búa sér ból í Norðlingaholti vegna þess að ekki er pláss fyrir það niður í bæ. Umferðarþunginn heldur áfram að aukast. Orri veit hvað hann er að tala um, hann er í bygginganefnd Félagsstofnunar stúdenta sem er að leita að lóðum í miðborginni til að reisa stúdentagarða. Orri benti líka á að um flugvöllinn færu ekki meira en þúsund manns á dag, ekki fleiri en fara um nokkrar strætisvagnastöðvar í Reykjavík. Flugumferðin er reyndar með mesta móti núna vegna stórframkvæmdanna fyrir austan. Þegar þær hætta dregst hún aftur saman nema svo ólíklega vilji til að miðaverðið lækki til muna. Annars snúast rökin um eina flugbraut að vissu leyti gegn sjálfum sér. Ef ekki þarf nema eina flugbraut, er þá ekki auðvelt að koma henni fyrir einhvers staðar í nágrenni höfuðborgarinnar - á Álftanesi, í Engey, við Hafnarfjörð? Þjóðinni hefur ekki reynst ofviða að leggja slíkar flugbrautir í Vestmannaeyjum, á Ísafirði, á Egilstöðum og Akureyri. Hví þá ekki við höfuðborgina? 5-8 þúsund manna byggð er alls ekki nóg þegar litið er til þess að fjölga mun um tugi þúsunda á höfuðborgarsvæðinu á næstu áratugum. Það er líka léleg hagfræði að segja að borgin missi spón úr aski sínum ef flugvöllurinn fer. Þarna opnast mikið flæmi, fokdýrt byggingaland, á sama tima og húsnæðisverð á svæðinu fer stöðugt hækkandi. Valkosturinn er að fara með byggðina upp á Kjalarnes - er það ekki aðeins of hátt gjald? --- --- --- Útvarpsréttarnefnd fellir þann úrskurð að Skjá einum beri að hafa íslenskt tal með enska fótboltanum. Reglurnar eru nógu skýrar - þegar ég var á Skjánum stalst ég stundum til að senda út óþýdd viðtöl við útlent fólk. Beið alltaf eftir skömmum frá útvarpsréttarnefnd. Skjár einn íhugar að svara fyrir sig með því að senda enska boltann út án þular. Það er skrítin hefnd. --- --- --- Má ekki búast við því að þegar Davíð og Halldór snúa heim úr fríi komist einhver hreyfing á sölu Landsímans? Vænta má harðra deilna um hvort á að selja fyrirtækið með eða án grunnnetsins. Fyrir nokkrum árum var þetta í umræðunni. Þá sögðu tæknifróðir menn að það skipti engu máli þótt grunnnetið yrði selt; það væri í burðarliðnum ný tækni sem myndi leysa það af hólmi. Nú horfir þetta dálítið öðruvísi við. Út um alllt eru internetnotendur komnir með ADSL-tengingar. Þær fara í gegnum gamla koparinn - grunnnetið er semsé meira aktúelt nú en þá. Af þeim sökum má búast við að hávær mótmæli heyrist frá landsbyggðinni ef viðskiptasjónarmiðin ein fá að ráða; það má jafnvel eiga von á að stjórnarflokkarnir riðlist í þessu máli. Öðrum fyrirtækjum á fjarskiptamarkaði líst heldur ekki á blikuna. Og Vodafone hefur mótmælt því að grunnnetið verði selt. Þeir hafa ekki ýkja góða reynslu af viðskiptum við ríkisbáknið Símann - óttast líklega að það skáni ekki ef batteríið kemst í einkaeigu keppinauta á markaði. Svo spyr maður - hvers virði er Landsíminn án grunnnetsins? Stjórnmálamennirnir bíða eftir að fá stóra fúlgu til að útdeila í göng, hátæknisjúkrahús og fleira gott, en verðgildið rýrnar sennilega mikið ef línurnar fylgja ekki með. --- --- --- Tíu ár eru síðan Björn Bjarnason fór að skrifa á netið. Hann er óneitanlega frumherji í þessum bransa. Björn má eiga að hann hefur aldrei legið á skoðunum sínum, ekki þóst vera annar en hann er. Það er líka auðvelt að ná í Björn - hann er ætið fús að svara því sem er lagt fyrir hann. Fyrst fékk hann gagnrýni fyrir að vera að paufast inni á þessu fyrirbæri, internetinu - það var sagt að hann væri að skilja útundan þá sem ekki ættu tölvur. Nú á hann ekkert skilið nema lof fyrir framsýnina og úthaldið. --- --- --- Las þetta á málverjavefnum: "Bréfavog stolið úr afgreiðslu héraðsdóms Akureyrar... Fréttamaður spyr "hvað segir þetta okkur um þjóðfélagið sem við lifum í"... Sköllóttur embættismaður í héraðsdómnum svarar "þetta segir okkur það að það er enginn óhultur"... er þetta grín????? nei þetta var í 10 fréttum... Ég hefði svarað spurningunni þannig... "þetta segir okkur það að það er akkurat ekkert að gera á Akureyri..." Eflaust verið aðkomumaður sem gerði sér ferð norður til að stela vigt..." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Hver er skýringin á snöggum sinnaskiptum borgarstjórans í flugvallarmálinu? Er Steinunn Valdís svona mikill vingull, er hún huglaus eða er búið að gera eitthvert samkomulag bak við tjöldin? Til dæmis um að byggingu Sundabrautar verði hraðað ef flugvöllurinn er látinn í friði? Það væri gott að fá skýringu á þessu. Nema að hún hafi allt í einu fengið opinberun og hún telji eina flugbraut allt í einu svona góðan kost. Það er þá væntanlega málamiðlunin sem R-listinn vill fara með í næstu kosningar. Samt kemur forstjóri Flugfélags Íslands, gamall vinur minn úr Vesturbænum, í fréttir og segir að þessi leið sé ekki fær. Ein flugbraut sé ekki nóg til að halda uppi starfseminni. Er einhver sérstök ástæða til að ætla að hann sé að blöffa? Ég horfði á Ísland í dag í gærkvöldi, en þar ræddu Magnús Skúlason arkitekt og Orri Gunnarsson verkfræðinemi um flugvallarmálið. Magnús tuggði aftur og aftur sama frasann - að flugvöllurinn væri eiginlega járnbrautarstöð. Sagði svo að í kringum flugvöllinn væri hægt að reisa lágreista byggð fyrir 5-8 þúsund manns. Orri sagði að þetta yrði byggð á skæklum. Meðan þyrfti ungt fólk að búa sér ból í Norðlingaholti vegna þess að ekki er pláss fyrir það niður í bæ. Umferðarþunginn heldur áfram að aukast. Orri veit hvað hann er að tala um, hann er í bygginganefnd Félagsstofnunar stúdenta sem er að leita að lóðum í miðborginni til að reisa stúdentagarða. Orri benti líka á að um flugvöllinn færu ekki meira en þúsund manns á dag, ekki fleiri en fara um nokkrar strætisvagnastöðvar í Reykjavík. Flugumferðin er reyndar með mesta móti núna vegna stórframkvæmdanna fyrir austan. Þegar þær hætta dregst hún aftur saman nema svo ólíklega vilji til að miðaverðið lækki til muna. Annars snúast rökin um eina flugbraut að vissu leyti gegn sjálfum sér. Ef ekki þarf nema eina flugbraut, er þá ekki auðvelt að koma henni fyrir einhvers staðar í nágrenni höfuðborgarinnar - á Álftanesi, í Engey, við Hafnarfjörð? Þjóðinni hefur ekki reynst ofviða að leggja slíkar flugbrautir í Vestmannaeyjum, á Ísafirði, á Egilstöðum og Akureyri. Hví þá ekki við höfuðborgina? 5-8 þúsund manna byggð er alls ekki nóg þegar litið er til þess að fjölga mun um tugi þúsunda á höfuðborgarsvæðinu á næstu áratugum. Það er líka léleg hagfræði að segja að borgin missi spón úr aski sínum ef flugvöllurinn fer. Þarna opnast mikið flæmi, fokdýrt byggingaland, á sama tima og húsnæðisverð á svæðinu fer stöðugt hækkandi. Valkosturinn er að fara með byggðina upp á Kjalarnes - er það ekki aðeins of hátt gjald? --- --- --- Útvarpsréttarnefnd fellir þann úrskurð að Skjá einum beri að hafa íslenskt tal með enska fótboltanum. Reglurnar eru nógu skýrar - þegar ég var á Skjánum stalst ég stundum til að senda út óþýdd viðtöl við útlent fólk. Beið alltaf eftir skömmum frá útvarpsréttarnefnd. Skjár einn íhugar að svara fyrir sig með því að senda enska boltann út án þular. Það er skrítin hefnd. --- --- --- Má ekki búast við því að þegar Davíð og Halldór snúa heim úr fríi komist einhver hreyfing á sölu Landsímans? Vænta má harðra deilna um hvort á að selja fyrirtækið með eða án grunnnetsins. Fyrir nokkrum árum var þetta í umræðunni. Þá sögðu tæknifróðir menn að það skipti engu máli þótt grunnnetið yrði selt; það væri í burðarliðnum ný tækni sem myndi leysa það af hólmi. Nú horfir þetta dálítið öðruvísi við. Út um alllt eru internetnotendur komnir með ADSL-tengingar. Þær fara í gegnum gamla koparinn - grunnnetið er semsé meira aktúelt nú en þá. Af þeim sökum má búast við að hávær mótmæli heyrist frá landsbyggðinni ef viðskiptasjónarmiðin ein fá að ráða; það má jafnvel eiga von á að stjórnarflokkarnir riðlist í þessu máli. Öðrum fyrirtækjum á fjarskiptamarkaði líst heldur ekki á blikuna. Og Vodafone hefur mótmælt því að grunnnetið verði selt. Þeir hafa ekki ýkja góða reynslu af viðskiptum við ríkisbáknið Símann - óttast líklega að það skáni ekki ef batteríið kemst í einkaeigu keppinauta á markaði. Svo spyr maður - hvers virði er Landsíminn án grunnnetsins? Stjórnmálamennirnir bíða eftir að fá stóra fúlgu til að útdeila í göng, hátæknisjúkrahús og fleira gott, en verðgildið rýrnar sennilega mikið ef línurnar fylgja ekki með. --- --- --- Tíu ár eru síðan Björn Bjarnason fór að skrifa á netið. Hann er óneitanlega frumherji í þessum bransa. Björn má eiga að hann hefur aldrei legið á skoðunum sínum, ekki þóst vera annar en hann er. Það er líka auðvelt að ná í Björn - hann er ætið fús að svara því sem er lagt fyrir hann. Fyrst fékk hann gagnrýni fyrir að vera að paufast inni á þessu fyrirbæri, internetinu - það var sagt að hann væri að skilja útundan þá sem ekki ættu tölvur. Nú á hann ekkert skilið nema lof fyrir framsýnina og úthaldið. --- --- --- Las þetta á málverjavefnum: "Bréfavog stolið úr afgreiðslu héraðsdóms Akureyrar... Fréttamaður spyr "hvað segir þetta okkur um þjóðfélagið sem við lifum í"... Sköllóttur embættismaður í héraðsdómnum svarar "þetta segir okkur það að það er enginn óhultur"... er þetta grín????? nei þetta var í 10 fréttum... Ég hefði svarað spurningunni þannig... "þetta segir okkur það að það er akkurat ekkert að gera á Akureyri..." Eflaust verið aðkomumaður sem gerði sér ferð norður til að stela vigt..."