Ekki bara hopp og hí 2. febrúar 2005 00:01 "Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum. "Ég vil að við víkjum frá því að hitta fólk á bar og enda einhvers staðar með einhverjum og vera svo með hnút í maganum því maður hefur gengið svo fram af sér tilfinningalega," segir Helga Braga sem dvalist hefur talsvert erlendis og kynnt sér stefnumótamenningu annarra þjóða. "Við erum náttúrlega svo ung þjóð, í mikilli mótun og meðtækileg fyrir nýjungum. Við eigum að taka við því góða og heilbrigða annars staðar að," segir Helga Braga. Námskeiðið sýður hún saman úr þeim fróðleik sem hún hefur viðað að sér, auk reynslunnar sem hún hefur af þeim dömu- og herranámskeiðum sem hún hefur kennt á. Að mestu leyti fer kennslan fram í fyrirlestraformi auk æfinga. "Æfingarnar verða léttar og skemmtilegar, þær eru ekkert sem fólk þarf að kvíða fyrir. Aðalatriðið er að fólk læri að slaka á og vera það sjálft," segir leikkonan sem gjarnan er þekkt fyrir grín og glens en segir djúpa alvöru liggja að baki þessari starfsemi, þó fólk telji þetta kannski vera eitthvert hopp og hí. "Lykilatriði er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, því þá er ekkert gaman. Hins vegar er djúpur undirtónn í öllu sem ég geri þó á yfirborðinu sé þetta glens og grín," segir Helga Braga. kristineva@frettabladid.is Nám Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Þetta er mín leið til að koma af stað almennilegri deitmenningu hérlendis," segir Helga Braga Jónsdóttir leikkona sem mun kenna á námskeiðinu Daður og deit hjá Mími-símenntun nú í febrúar og leggur áherslu á að það sé ætlað báðum kynjum. "Ég vil að við víkjum frá því að hitta fólk á bar og enda einhvers staðar með einhverjum og vera svo með hnút í maganum því maður hefur gengið svo fram af sér tilfinningalega," segir Helga Braga sem dvalist hefur talsvert erlendis og kynnt sér stefnumótamenningu annarra þjóða. "Við erum náttúrlega svo ung þjóð, í mikilli mótun og meðtækileg fyrir nýjungum. Við eigum að taka við því góða og heilbrigða annars staðar að," segir Helga Braga. Námskeiðið sýður hún saman úr þeim fróðleik sem hún hefur viðað að sér, auk reynslunnar sem hún hefur af þeim dömu- og herranámskeiðum sem hún hefur kennt á. Að mestu leyti fer kennslan fram í fyrirlestraformi auk æfinga. "Æfingarnar verða léttar og skemmtilegar, þær eru ekkert sem fólk þarf að kvíða fyrir. Aðalatriðið er að fólk læri að slaka á og vera það sjálft," segir leikkonan sem gjarnan er þekkt fyrir grín og glens en segir djúpa alvöru liggja að baki þessari starfsemi, þó fólk telji þetta kannski vera eitthvert hopp og hí. "Lykilatriði er að taka sjálfan sig ekki of alvarlega, því þá er ekkert gaman. Hins vegar er djúpur undirtónn í öllu sem ég geri þó á yfirborðinu sé þetta glens og grín," segir Helga Braga. kristineva@frettabladid.is
Nám Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira