Breytinga er að vænta, segir Viggó 1. febrúar 2005 00:01 Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti." Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira
Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur. Frá því að ljóst var að Íslendingar kæmust ekki í milliriðlana á HM hefur Viggó verið að kortleggja nákvæmlega hvað það var sem var liðinu að falli í Túnis. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það yrði að laga varnarleikinn fyrir næstu verkefni landsliðsins en að það gæti orðið erfiðara en margir halda. "Varnarleikurinn varð okkur að falli á mótinu og þar erum við ekki að tala um neina óheppni heldur getuskort," segir Viggó og á þar einfaldlega við að mikill skortur sé á góðum íslenskum varnarmönnum. "Okkur vantar betri varnarmenn. Okkur vantar fyrst og fremst stjórnanda sem hefur getu til þess að reka vörnina áfram og binda menn saman. Það þarf bara að leita að þessum manni, það er ekki flóknara en svo, en það liggur ekkert á borðinu hver hann er," segir Viggó og tekur skýrt fram að breytinga sé að vænta. "Það er ljóst að það voru enhverjir leikmenn í Túnis sem munu ekki koma til með að vera í hópnum áfram," segir Viggó. Ljóst er að íslenska landsliðið verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss á næsta ári og verða þeir leikir næsta stóra verkefni Viggós. Verið er að huga að undirbúningi fyrir þá leiki, sem fara fram í byrjun júní. Fyrirhugað er að Pólverjar komi til landsins í lok mars og leiki þrjá vináttuleiki við Íslendinga en það er þó háð þvi að þjóðirnar mætist ekki í umspili. Viggó segir sig HSÍ vera að vinna í því að fá fleiri leiki fyrir umspilið. "Við erum að vinna í því að fá Svíana, þeir skulda okkur tvo leiki og líklegt að þeir komi hingað vikuna fyrir umspilið. Við erum líka búnir að vera í sambandi við Norðmennina líka svo að ég er vongóður um að við fáum fleiri leiki. Það skiptir miklu máli að spila sem allra mest því að við þurfum að slípa marga hluti."
Íslenski handboltinn Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Valgeir til Breiðabliks „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Eyþór yfirgefur KR Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Sjá meira