Steingrímur og Róbert í Silfrinu 27. janúar 2005 00:01 Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2, Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann. Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu - og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag - í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2, Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann. Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu - og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag - í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun