Rússneski björninn aldrei veikari 26. janúar 2005 00:01 Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það. Íslenski handboltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira
Ísland tekur á móti rússneska birninum í Túnis í dag. Leikurinn er upp á líf og dauða fyrir strákana okkar en þeir geta væntanlega byrjað að pakka saman tapist þessi leikur. Rússar hafa verið stórveldi í handboltanum í fjöldamörg ár og unnið allt sem hægt er að vinna í handboltaheiminum. Það hafa þeir gert án þess að stokka liðið of mikið upp. Allt hefur sinn tíma og það á einnig við um þessa gullkynslóð Rússana. Lavrov, Tutschkin og aðrir fastamenn í liðinu eru hættir að spila með landsliðinu, enda komnir á fimmtugsaldur, og slíkt hið sama á við um þjálfarann Maximov. Lið Rússa í Túnis er því gjörbreytt frá síðustu mótum. Aðeins einn leikmaður í liðinu leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn magnaði Eduard Kokcharov sem spilar með Evrópumeisturum Celje Lasko. Flestir leikmanna liðsins koma frá Chehovski Medvedi en það lið steinlá fyrir Loga Geirssyni og félögum í Lemgo í Meistaradeildinni. Kokcharov er lykilmaður í liðinu og hægri hornamaður liðsins er einnig skæður. Línumaður liðsins, Tchipourine, er einnig geysiöflugur. Stór uxi sem tekur mikið svæði. Einnig er hann merkilega fljótur að hlaupa og skorar hann því talsvert úr hraðaupphlaupum. Hann nýtur einnig góðs af sendingum miðjumannsins Vitali Ivanov sem er lunkinn. Skyttur liðsins eru aftur á móti ekki í sama klassa og þær hafa verið á síðustu mótum. Sömu sögu er að segja af markvörðum liðsins sem eru langt frá því að vera eins öflugir og Lavrov var. Þegar liðið er borið saman við íslenska liðið er ekki hægt að segja að þeir séu með betra lið en við. Liðin eru mjög áþekk og þessi leikur verður barátta til enda eins og leikirnir gegn Tékkum og Slóvenum voru. Það er engin ástæða til svartsýni fyrir þennan leik því í raun hefur aldrei verið betra tækifæri til þess að leggja Rússana en einmitt á þessu móti. Vonandi tekst strákunum það.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Sjá meira