Þvílíkur klaufaskapur 25. janúar 2005 00:01 Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu. Íslenski handboltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira
Það var grátlegt að horfa upp á strákana okkar tapa niður unnum leik gegn Slóvenum í El Menzah-íþróttahöllinni í gær. Þeir hefðu átt að hrista Slóvenana af sér í fyrri hálfleik en einstakur klaufaskapur á vítapunktinum gerði það að verkum að Slóvenarnir voru alltaf inn í leiknum. Þeir tóku síðan forystuna í fyrsta sinn síðan í stöðunni 1-2 þegar 40 sekúndur voru eftir, 32-33. Þeir unnu að lokum eins marks sigur, 33-34, í dramatískum spennuleik. Íslenska liðið réð lögum og lofum í fyrri hálfleik. Varnarleikurinn var mun betri en gegn Tékkum. Liðið spilaði aftar að þessu sinni og það virkaði vel. Fyrir vikið komst Roland Eradze í fínt stuð í markinu en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik. Sóknarleikurinn var einnig með miklum ágætum en eins og áður segir voru strákarnir klaufar á vítapunktinum en þeir létu verja fjögur víti frá sér bara í fyrri hálfleik. Munurinn í hálfleik var því aðeins tvö mörk, 16-14. Strákarnir héldu tveggja til fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en varnarleikurinn fór að láta á sjá og markvarslan einnig en Roland og Birkir Ívar vörðu samtals fjóra bolta í síðari hálfleik. Ólafur Stefánsson var þar að auki ískaldur, skoraði ekki nema tvö mörk og klúðraði janf mörgum vítaköstum. Þegar svona mikið er að í leik íslenska liðsins hlaut eitthvað að láta undan og það gerði það. Slóvenar taka forystuna með 40 sekúndur eftir. Arnór jafnaði úr vítakasti þegar 10 sekúndur lifðu leiks en stórskyttan Sergei Rutenka tryggði Slóvenum sigur þegar aðeins þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grátleg niðurstaða fyrir strákana sem ættu með réttu að vera komnir með þrjú stig í riðlinum. Þess í stað eru þeir komnir með bakið upp við vegginn fræga og lítið annað en sigur gegn Rússum mun fleyta liðinu áfram í keppninni. Þeir geta sjálfum sér um kennt því það gengur ekki að klúðra fimm vítaköstum í leik og fara þar að auki með fjölda dauðafæra. Það sem gerir þetta tap samt sárast er sú staðreynd að liðið lék mjög vel nánast allan leikinn ólíkt við síðasta leik. Alexander átti frábæran leik sem og Róbert. Guðjón Valur og Markús voru traustir, Arnór átti fínar innkomur og Vignir stóð vaktina manna best í vörninni. Roland varði aftur vel í fyrri hálfleik en hálfleikspásan virðist fara illa í hann því það slokknar á honum í síðari hálfleik. Þrátt fyrir þennan fína leik er uppskeran engin og verður ekki sagt annað en að íslenska liðið sé búið að upplifa mikið í þessum fyrstu tveim leikjum. Nú verða menn að safna liði og mæta grimmir gegn Rússum ef þeir ætla sér að ná takmarki sínu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki haft tíma til að spá í EM Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Sjá meira