Stjórnmál á mánudegi 24. janúar 2005 00:01 Nú virðist manni svo að í Íraksdeilunni sé tekist á um eitt orð - "meiriháttar". Í lögum um þingsköp stendur að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um "meiriháttar" utanríkismál. Stjórnarliðar halda því nú fram og hafa Eirík Tómasson lagaprófessor sér til fulltingis að ákvörðunin um að styðja Íraksstríðið sé ekki svo ýkja merkileg - hún er þá líklega "minniháttar". Halldór og Davíð hafi því ekki þurft að bera þetta undir nefndina. Annars sýna Framsóknarmenn merki þess að þeim sé nóg boðið - þeir eru að reyna að brjótast út úr herkví Íraksmálsins sem er að verða mikil kreppa fyrir flokkinn. Páll Magnússon, áhrifamaður í Framsókn, bróðir Árna félagsmálaráðherra, var mjög herskár í þætti hjá mér í gær - hann talaði um aðför Fréttablaðsins og Þjóðarhreyfingarinnar að Halldóri Ásgrímssyni. Maður heyrir á skotspónum að mjög þungt sé í Halldóri vegna málsins og að hann hafi sjálfur hringt í yfirmenn Fréttablaðsins til að kvarta undan umfjölluninni. --- --- --- Í sömu lagagrein þingskaparlaga og nefnd var hér að ofan, þeirri 24ðu, segir að nefndarmenn í utanríkismálanefnd séu bundnir þagnarskyldu um vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveða svo á um. Samt lak úr nefndinni eins og mátti sjá í forsíðuuppslætti Fréttablaðsins á fimmtudag. Þeir sem ég hef talað við virðast fara nokkuð nærri um hver lak upplýsingunum. Guðmundur Árni Stefánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson voru sammála um það í þættinum hjá mér í gær að þetta væri "grafalvarlegt mál". Verður þá rannsakað hvaðan lekinn kom og málið kannski upplýst? Eða láta menn sér nægja að þusa um alvöru þess? --- --- --- Einar Oddur Kristjánsson er í hópi örfárra þingmanna sem leyfa sér að hugsa sjálfstætt. Maður tekur ofan fyrir honum fyrir að stíga fram og segja beint út að við eigum að hætta við framboðið til Öryggisráðsins. Einar sagði að þetta brölt kostaði milljarð og að við ættum ekki séns móti Tyrklandi og Austurríki. Heyrði ég svo ekki rétt að hann kallaði það "vitleysisframboð"? Hængurinn er að allir stjórnmálaflokkarnir hafa verið mestanpart sammála um framboðið. Stjórnarandstaðan hefur ekki mótmælt - kannski hugsar hún sér gott til glóðarinnar að komast í nánd við Öryggisráðið þegar fram líða stundir. Innan Sjálfstæðisflokksins eru efasemdir, en þær hafa ekki verið opinberar fyrr en nú. Merkilegt var að heyra að Einar beindi orðum sínum til nýs utanríkisráðherra - Davíðs Oddssonar - og bað hann að hætta við þetta. Í fréttum daginn eftir var svo rætt við Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann Davíðs, sem þessa stundina er nefndur "sitjandi utanríkisráðherra" af gárungum. Illugi tók ekki sérlega afgerandi afstöðu. Það er kannski ekki á allra vitorði að Illugi er tengdasonur Einars Odds og að þeir skrafa mikið saman um pólitík. --- --- --- Í umræðunni í fjölmiðlum hefur komið upp sú staðreynd að einungis örfáir stjórnarliðar mættu í fimmtugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar á gamlársdag - var það nema Siv Friðleifsdóttir? Þingmaður sem ég ræddi við taldi að þetta hefðu jafnvel verið samantekin ráð - "kalkúlerað diss" voru orðin sem hann notaði. Á móti er bent á að stjórnarliðar hafi ekki látið sig vanta í afmælisveislu hjá Össuri. Þar stal Davíð Oddsson senunni og flutti skemmtilega ræðu. Vitað er að í reynd hefur verið nokkuð gott milli Össurar og Davíðs allt síðan þeir sátu saman í ríkisstjórn fyrir áratug. Þeir eiga ekki illa skap saman. Ingibjörg Sólrún er hins vegar óvinsæl meðal stjórnarliða. Framsóknarmenn þola hana illa eftir að hún hljóp úr stóli borgarstjóra í framboð fyrir Samfylkinguna. Kannski er þetta líka spurning um stíl. Össur er hrókur alls fagnaðar, flestum finnst hann "fínn náungi", meðan Ingibjörg er varari um sig, fjarlægari, getur virst hrokafull. Það er svo spurning hvort stjórnarliðum finnist sér stafa meiri ógn af Ingibjörgu en Össuri? --- --- --- Baráttan um formannssætið er orðin ansi hörð þótt enn séu fjórir mánuðir til stefnu. Líklega mun hún yfirskyggja flestallt í pólitíkinni á þessu misseri. Guðmundur Árni Stefánsson lýsti því yfir í þættinum hjá mér í gær að hann teldi að Ingibjörg ætti að draga sig til baka. Það þarf þó ekki að vera slæmt fyrir flokkinn að fram fari líflegt formannskjör - það er víst ekki alltof mikið um það í þessu landi að kjósendur fái að ráða einhverju. Erfitt verður hins vegar að búa til einhvern málefnaágreining milli Össurar og Ingibjargar. Hann finnst einfaldlega ekki - þau eru frekar pragmatísk bæði tvö, tæpast miklir hugmyndafræðingar, eru á sveimi um hina nokkuð þokukenndu vinstri miðju þar sem stefnumiðin eru ekki alltaf ýkja greinileg. Það er verið að kjósa um persónur, stíl og framtíðarhorfur flokksins. Ekki man ég til þess að málefnaágreiningur hafi verið í síðustu formannskosningum á Íslandi sem teljast sögulegar - þegar Davíð Oddsson felldi Þorstein Pálsson 1991. --- --- --- Össur má annars gæta sín á fljótfærninni. Sennilega var ekki rétt af honum að hlaupa í fréttatíma í gær með dálítið vanstillt viðbrögð við orðum Gylfa Arnbjörnssonar um að verkalýðshreyfingin styðji Ingibjögu. Þetta virkaði dálítið eins og hann væri að fara á taugum - honum var of mikið niðri fyrir miðað við tilefnið. Vinstri mönnum er tamt að snobba fyrir verkalýðshreyfingunni en það er spurning hvað stuðningur þaðan vegur þungt? Eru verkalýðsforingjar eitthvað mikilvægari liðsmenn en til dæmis poppstjörnur? Segir nokkur við sjálfan sig - nú ætla ég að kjósa eins og formaðurinn í verkalýðsfélaginu mínu? --- --- --- Bendi fólki svo á að lesa grein Andra Snæs Magnasonar um Reykjavíkurhöfn sem birtist í Lesbókinni á laugardag. Snilldarlega fínar pælingar. Hvað gerðist eiginlega? er spurningin sem Andri varpar fram í grein sinni þegar hann horfir yfir þessa eyðimörk ofan frá Arnarhóli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Nú virðist manni svo að í Íraksdeilunni sé tekist á um eitt orð - "meiriháttar". Í lögum um þingsköp stendur að utanríkismálanefnd skuli vera ríkisstjórninni til ráðgjafar um "meiriháttar" utanríkismál. Stjórnarliðar halda því nú fram og hafa Eirík Tómasson lagaprófessor sér til fulltingis að ákvörðunin um að styðja Íraksstríðið sé ekki svo ýkja merkileg - hún er þá líklega "minniháttar". Halldór og Davíð hafi því ekki þurft að bera þetta undir nefndina. Annars sýna Framsóknarmenn merki þess að þeim sé nóg boðið - þeir eru að reyna að brjótast út úr herkví Íraksmálsins sem er að verða mikil kreppa fyrir flokkinn. Páll Magnússon, áhrifamaður í Framsókn, bróðir Árna félagsmálaráðherra, var mjög herskár í þætti hjá mér í gær - hann talaði um aðför Fréttablaðsins og Þjóðarhreyfingarinnar að Halldóri Ásgrímssyni. Maður heyrir á skotspónum að mjög þungt sé í Halldóri vegna málsins og að hann hafi sjálfur hringt í yfirmenn Fréttablaðsins til að kvarta undan umfjölluninni. --- --- --- Í sömu lagagrein þingskaparlaga og nefnd var hér að ofan, þeirri 24ðu, segir að nefndarmenn í utanríkismálanefnd séu bundnir þagnarskyldu um vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveða svo á um. Samt lak úr nefndinni eins og mátti sjá í forsíðuuppslætti Fréttablaðsins á fimmtudag. Þeir sem ég hef talað við virðast fara nokkuð nærri um hver lak upplýsingunum. Guðmundur Árni Stefánsson og Guðlaugur Þór Þórðarson voru sammála um það í þættinum hjá mér í gær að þetta væri "grafalvarlegt mál". Verður þá rannsakað hvaðan lekinn kom og málið kannski upplýst? Eða láta menn sér nægja að þusa um alvöru þess? --- --- --- Einar Oddur Kristjánsson er í hópi örfárra þingmanna sem leyfa sér að hugsa sjálfstætt. Maður tekur ofan fyrir honum fyrir að stíga fram og segja beint út að við eigum að hætta við framboðið til Öryggisráðsins. Einar sagði að þetta brölt kostaði milljarð og að við ættum ekki séns móti Tyrklandi og Austurríki. Heyrði ég svo ekki rétt að hann kallaði það "vitleysisframboð"? Hængurinn er að allir stjórnmálaflokkarnir hafa verið mestanpart sammála um framboðið. Stjórnarandstaðan hefur ekki mótmælt - kannski hugsar hún sér gott til glóðarinnar að komast í nánd við Öryggisráðið þegar fram líða stundir. Innan Sjálfstæðisflokksins eru efasemdir, en þær hafa ekki verið opinberar fyrr en nú. Merkilegt var að heyra að Einar beindi orðum sínum til nýs utanríkisráðherra - Davíðs Oddssonar - og bað hann að hætta við þetta. Í fréttum daginn eftir var svo rætt við Illuga Gunnarsson, aðstoðarmann Davíðs, sem þessa stundina er nefndur "sitjandi utanríkisráðherra" af gárungum. Illugi tók ekki sérlega afgerandi afstöðu. Það er kannski ekki á allra vitorði að Illugi er tengdasonur Einars Odds og að þeir skrafa mikið saman um pólitík. --- --- --- Í umræðunni í fjölmiðlum hefur komið upp sú staðreynd að einungis örfáir stjórnarliðar mættu í fimmtugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar á gamlársdag - var það nema Siv Friðleifsdóttir? Þingmaður sem ég ræddi við taldi að þetta hefðu jafnvel verið samantekin ráð - "kalkúlerað diss" voru orðin sem hann notaði. Á móti er bent á að stjórnarliðar hafi ekki látið sig vanta í afmælisveislu hjá Össuri. Þar stal Davíð Oddsson senunni og flutti skemmtilega ræðu. Vitað er að í reynd hefur verið nokkuð gott milli Össurar og Davíðs allt síðan þeir sátu saman í ríkisstjórn fyrir áratug. Þeir eiga ekki illa skap saman. Ingibjörg Sólrún er hins vegar óvinsæl meðal stjórnarliða. Framsóknarmenn þola hana illa eftir að hún hljóp úr stóli borgarstjóra í framboð fyrir Samfylkinguna. Kannski er þetta líka spurning um stíl. Össur er hrókur alls fagnaðar, flestum finnst hann "fínn náungi", meðan Ingibjörg er varari um sig, fjarlægari, getur virst hrokafull. Það er svo spurning hvort stjórnarliðum finnist sér stafa meiri ógn af Ingibjörgu en Össuri? --- --- --- Baráttan um formannssætið er orðin ansi hörð þótt enn séu fjórir mánuðir til stefnu. Líklega mun hún yfirskyggja flestallt í pólitíkinni á þessu misseri. Guðmundur Árni Stefánsson lýsti því yfir í þættinum hjá mér í gær að hann teldi að Ingibjörg ætti að draga sig til baka. Það þarf þó ekki að vera slæmt fyrir flokkinn að fram fari líflegt formannskjör - það er víst ekki alltof mikið um það í þessu landi að kjósendur fái að ráða einhverju. Erfitt verður hins vegar að búa til einhvern málefnaágreining milli Össurar og Ingibjargar. Hann finnst einfaldlega ekki - þau eru frekar pragmatísk bæði tvö, tæpast miklir hugmyndafræðingar, eru á sveimi um hina nokkuð þokukenndu vinstri miðju þar sem stefnumiðin eru ekki alltaf ýkja greinileg. Það er verið að kjósa um persónur, stíl og framtíðarhorfur flokksins. Ekki man ég til þess að málefnaágreiningur hafi verið í síðustu formannskosningum á Íslandi sem teljast sögulegar - þegar Davíð Oddsson felldi Þorstein Pálsson 1991. --- --- --- Össur má annars gæta sín á fljótfærninni. Sennilega var ekki rétt af honum að hlaupa í fréttatíma í gær með dálítið vanstillt viðbrögð við orðum Gylfa Arnbjörnssonar um að verkalýðshreyfingin styðji Ingibjögu. Þetta virkaði dálítið eins og hann væri að fara á taugum - honum var of mikið niðri fyrir miðað við tilefnið. Vinstri mönnum er tamt að snobba fyrir verkalýðshreyfingunni en það er spurning hvað stuðningur þaðan vegur þungt? Eru verkalýðsforingjar eitthvað mikilvægari liðsmenn en til dæmis poppstjörnur? Segir nokkur við sjálfan sig - nú ætla ég að kjósa eins og formaðurinn í verkalýðsfélaginu mínu? --- --- --- Bendi fólki svo á að lesa grein Andra Snæs Magnasonar um Reykjavíkurhöfn sem birtist í Lesbókinni á laugardag. Snilldarlega fínar pælingar. Hvað gerðist eiginlega? er spurningin sem Andri varpar fram í grein sinni þegar hann horfir yfir þessa eyðimörk ofan frá Arnarhóli.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun