Brunabótamatið vafasamt viðmið 23. janúar 2005 00:01 Íbúðalánamarkaður hefur umturnast á innan við ári og kaupendum húsnæðis bjóðast nú margvíslegir möguleikar við kaup á húsnæði. Viðskiptabankarnir hafa rutt sér braut inn á markaðinn. Eins og við má búast þegar miklar breytingar verða á skömmum tíma þá hafa þær margs konar áhrif á umhverfið. Breytingin sem slík er afar jákvæð fyrir allan þorra fólks sem getur fjármagnað húsnæði sitt með langtímalánum og þolanlegri greiðslubyrði. Þeim auknu tækifærum sem fjölbreyttari lánamöguleikar veita fylgir þó sá böggull að húsnæði hefur hækkað umtalsvert í verði. Sérfræðingar búast ekki við að almennri hækkun á fasteignamarkaði sé lokið. Enn má því búast við að íbúðaverð fari hækkandi um sinn. Við slíkar kringumstæður er ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af þeim hópi fólks sem minnstar hefur tekjurnar. Hættan er sú að til verði hópur sem enga björg getur sér veitt í húsnæðismálum. Ein af hindrunum þessa hóps er ósamræmi milli brunabótamats eigna og markaðsvirðis þeirra. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á þetta ósamræmi í pistli á heimasíðu sinni. Þar bendir Jóhanna á að með tilkomu 90 prósenta lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs hafi viðbótarlán verið felld niður, en þau miðuðust við kaupverð eignar í stað brunabótamatsins. Jóhanna telur að hverfa eigi frá viðmiðun við brunabótamatið og horfa þess í stað til kaupvirðis eigna. Þetta er umhugsunarinnar virði. Fæði, klæði og húsaskjól eru grundvallaratriði sem allir þurfa að geta veitt sér. Sú þróun sem verið hefur að undanförnu felur í sér þá hættu að stór hópur fólks sé skilinn eftir á berangri í vítahring þess að geta hvorki myndað eigið fé við kaup, né að geta fjármagnað kaup sín að mestu með langtímalánum. Jóhanna segir að með slíkri breytingu myndi samkeppnisstaða Íbúðalánsjóðs á íbúðalánamarkaði styrkjast. Þau rök vekja upp spurningar. Viðskiptabankarnir hafa sýnt með innkomu á íbúðalánamarkaðinn að þeir eru fyllilega í stakk búnir til þess að sinna milli- og hátekjufólki við kaup á húsnæði. Íbúðalánsjóður nýtur ríkisábyrgðar og hefur fram til þessa tryggt aðgang að ódýrara lánsfé en annars hefði verið mögulegt. Það hlutverk var afar mikilvægt, en við framtíðarstefnumótun í húsnæðismálum þarf að horfa til breytts umhverfis á lánamarkaði. Hlutverk ríkisins á ekki að vera að keppa á markaði þar sem aðrir eru færir um að sinna þörfum fólks. Ef bankarnir eru fullfærir um að sinna þörfum þorra fólks við kaup á húsnæði, þá þurfa stjórnvöld að huga að hlutverki sjóðsins. Ólíklegt er að Íbúðalánasjóðs verði ekki þörf til framtíðar. Hitt er líklegt að eðli sjóðsins muni breytast. Hlutverk hans í breyttum heimi á þá að vera að sinna þeim hópum fólks í samfélaginu sem ekki geta með öðru móti fjármagnað húsnæðiskaup. Þar sér Jóhanna Sigurðardóttir réttilega að hætta er á ferð og það er félagsmálaráðherra að vinna úr núverandi stöðu og tryggja að ekki verði hópur fólks eftir í nepjunni vegna hækkandi húsnæðisverðs og svifaseinna stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Íbúðalánamarkaður hefur umturnast á innan við ári og kaupendum húsnæðis bjóðast nú margvíslegir möguleikar við kaup á húsnæði. Viðskiptabankarnir hafa rutt sér braut inn á markaðinn. Eins og við má búast þegar miklar breytingar verða á skömmum tíma þá hafa þær margs konar áhrif á umhverfið. Breytingin sem slík er afar jákvæð fyrir allan þorra fólks sem getur fjármagnað húsnæði sitt með langtímalánum og þolanlegri greiðslubyrði. Þeim auknu tækifærum sem fjölbreyttari lánamöguleikar veita fylgir þó sá böggull að húsnæði hefur hækkað umtalsvert í verði. Sérfræðingar búast ekki við að almennri hækkun á fasteignamarkaði sé lokið. Enn má því búast við að íbúðaverð fari hækkandi um sinn. Við slíkar kringumstæður er ástæða til þess að hafa nokkrar áhyggjur af þeim hópi fólks sem minnstar hefur tekjurnar. Hættan er sú að til verði hópur sem enga björg getur sér veitt í húsnæðismálum. Ein af hindrunum þessa hóps er ósamræmi milli brunabótamats eigna og markaðsvirðis þeirra. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á þetta ósamræmi í pistli á heimasíðu sinni. Þar bendir Jóhanna á að með tilkomu 90 prósenta lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs hafi viðbótarlán verið felld niður, en þau miðuðust við kaupverð eignar í stað brunabótamatsins. Jóhanna telur að hverfa eigi frá viðmiðun við brunabótamatið og horfa þess í stað til kaupvirðis eigna. Þetta er umhugsunarinnar virði. Fæði, klæði og húsaskjól eru grundvallaratriði sem allir þurfa að geta veitt sér. Sú þróun sem verið hefur að undanförnu felur í sér þá hættu að stór hópur fólks sé skilinn eftir á berangri í vítahring þess að geta hvorki myndað eigið fé við kaup, né að geta fjármagnað kaup sín að mestu með langtímalánum. Jóhanna segir að með slíkri breytingu myndi samkeppnisstaða Íbúðalánsjóðs á íbúðalánamarkaði styrkjast. Þau rök vekja upp spurningar. Viðskiptabankarnir hafa sýnt með innkomu á íbúðalánamarkaðinn að þeir eru fyllilega í stakk búnir til þess að sinna milli- og hátekjufólki við kaup á húsnæði. Íbúðalánsjóður nýtur ríkisábyrgðar og hefur fram til þessa tryggt aðgang að ódýrara lánsfé en annars hefði verið mögulegt. Það hlutverk var afar mikilvægt, en við framtíðarstefnumótun í húsnæðismálum þarf að horfa til breytts umhverfis á lánamarkaði. Hlutverk ríkisins á ekki að vera að keppa á markaði þar sem aðrir eru færir um að sinna þörfum fólks. Ef bankarnir eru fullfærir um að sinna þörfum þorra fólks við kaup á húsnæði, þá þurfa stjórnvöld að huga að hlutverki sjóðsins. Ólíklegt er að Íbúðalánasjóðs verði ekki þörf til framtíðar. Hitt er líklegt að eðli sjóðsins muni breytast. Hlutverk hans í breyttum heimi á þá að vera að sinna þeim hópum fólks í samfélaginu sem ekki geta með öðru móti fjármagnað húsnæðiskaup. Þar sér Jóhanna Sigurðardóttir réttilega að hætta er á ferð og það er félagsmálaráðherra að vinna úr núverandi stöðu og tryggja að ekki verði hópur fólks eftir í nepjunni vegna hækkandi húsnæðisverðs og svifaseinna stjórnvalda.