Okkar riðill er spurningarmerki 20. janúar 2005 00:01 Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. "Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúvæt eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferðinni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sætin," sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. "Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverjar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli," sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. "Þeir verða án Renato Vugrinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar." Rússneska liðið er stórt spurningamerki enda hafa Rússar loksins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. "Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helmingurinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur," sagði Alfreð Gíslason, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heimsmeistara. Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis á sunnudag og fyrsti leikur Íslendinga er gegn Tékkum. Fréttablaðið hafði samband við einn virtasta handboltaþjálfara heims, Alfreð Gíslason, þjálfara Magdeburg, og fékk hann til þess að meta andstæðinga íslenska liðsins og möguleika Íslands á mótinu. Alfreð þekkir vel til alþjóðaboltans enda þjálfað lengi erlendis. "Ég held að við höfum verið mjög heppnir með riðil að þessu sinni. Þetta er þannig riðill að við getum vel lent í fjórða sæti og við getum einnig verið að berjast á toppnum. Leikirnir gegn Alsír og Kúvæt eiga að vera auðveldir enda ekki burðug lið þar á ferðinni. Það er því ljóst að Ísland, Rússland, Slóvenía og Tékkland munu berjast um þrjú efstu sætin," sagði Alfreð en hann telur að opnunarleikurinn gegn Tékkum geti verið lykilleikur fyrir Ísland. "Tékkar eru með mjög seigt lið og þeir eru í mikilli sókn en við eigum samt að vera með sterkara lið en þeir. Sá leikur getur ráðið miklu um framhaldið. Slóvenarnir unnu Þjóðverja tvisvar um daginn en þeir leikir voru ekki alveg marktækir. Það voru slóvenskir dómarar í leikjunum og Þjóðverjar voru mun betri í þeim báðum að því er mér skilst. Dómararnir tóku leikina aftur á móti í sínar hendur og það gekk svo langt að Þjóðverjar íhuguðu alvarlega að ganga af velli," sagði Alfreð og bætti við að Slóvenar væru ekki jafn sterkir núna og þeir hefðu verið á síðustu mótum. "Þeir verða án Renato Vugrinec, sem er að spila hjá mér í Magdeburg. Hann hefur átt erfitt uppdráttar hjá okkur í vetur og hefur því ákveðið að hvíla sig. Hann vill frekar einbeita sér að því að komast í betra form hjá okkur. Svo er Ales Pajovic sem leikur með Óla Stefáns á Spáni einnig fjarri góðu gamni en hann og kona hans eiga von á barni og hann gaf því ekki kost á sér. Þeir eru samt með mjög sterkt lið og ég tel að þeir séu með ívið sterkara lið en Íslendingar." Rússneska liðið er stórt spurningamerki enda hafa Rússar loksins skipt um þjálfara og yngt upp liðið. Það er aðeins einn leikmaður í rússneska hópnum sem leikur utan Rússlands en það er hornamaðurinn Eduard Koksharov sem spilur með Evrópumeisturum Celje Lasko. "Liðin í okkar riðli eru eitt spurningarmerki og við erum þar ekkert undanskildir. Rússarnir eru loksins komnir með nýjan þjálfara og hafa yngt upp og skal svo sem engan undra því helmingurinn af liðinu var kominn yfir fertugt. Margir segja að fyrrverandi þjálfari liðsins, Maximov, sem ræður öllu í rússneska boltanum, sé að gefa hinum tækifæri á þessu móti þar sem þeir gætu fengið skell og svo ætli hann að taka við liðinu aftur," sagði Alfreð Gíslason, sem telur Frakka og Króata líklegasta til þess að verða heimsmeistara.
Íslenski handboltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Sjá meira