Lífið

22 ára og tveggja barna móðir

Laufey Karítas og Jónas Haukur með dæturnar tvær.
Laufey Karítas og Jónas Haukur með dæturnar tvær.

„Hún er alveg rosalega góð,“ segir Laufey Karitas Einarsdóttir sem eignaðist sína aðra dóttur þann 17. október. Laufey á aðra dóttur fyrir sem hún eignaðist 17. mars 2003. Stelpurnar heita báðar skemmtilegum öðruvísi nöfnum en þar sem Laufey er ættleidd frá Indónesíu fékk hún leyfi til að velja þessi nöfn. 

Námið gengur hægt en örugglega

„Sú eldri heitir Silvana Ósk en þegar ég kom til landins var ég kölluð Silvana á pappírum en þetta er indónesískt nafn. Sú yngri heitir svo Camilla Rún,“ segir Laufey sem er á öðru ári í viðskiptafræði í Háskóla Íslands. 

„Námið gengur hægt er örugglega enda eru þær svo góðar. Eftir að þær komu í heiminn varð ég aðeins að minnka við mig í náminu en ég stefni á að klára þetta sem fyrst. Sú eldri er allan daginn á leikskóla og svo skiptumst við á að vera heima en kærastinn minn, Jónas Haukur Einarsson, er að klára sálfræðina í háskólanum.“ 

Varð ung móðir

Laufey og Jónas Haukur byrjuðu saman fyrir sex árum. Laufey er aðeins 22 ára í dag og var því aðeins 15 ára þegar þau fóru að vera saman. 

„Já, ég varð mjög ung móðir enda komu stelpurnar báðar mjög óvart í heiminn en það er bara gaman af því í dag. En þar sem ég er mjög ung, og sú fyrsta í vinahópnum til að stofna fjölskyldu, reyni ég að passa mig á því að missa ekki af öllu og er því dugleg við að fara út á kaffihús og annað með vinunum enda er ég mikil félagsvera.“ 

Lestu ítarlegt viðtal við Laufey í tímaritinu Magasín sem fylgir DV í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.