Getur farið í Bónus á íslensku 19. janúar 2005 00:01 Mig hefur langað að koma til Íslands lengi og það hefur verið eins konar þráhyggja. Ég hef líka lært talsverða sænsku og hélt að ég gæti tengt íslenskuna við það. En aðallega var það áhuginn sem koma mér hingað og leit ég á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með landið. Það er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég læri samt eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis skil ég ekki af hverju fólk hendir jólatrjánum sínum út á götu," segir Anne og hlær dátt en bætir við að henni finnist gott að búa í miðbænum en Anne býr á gistiheimili með nemendum af ýmsum þjóðernum. Anne er í fullu námi við Háskólann en meðfram íslenskunáminu tekur hún einnig áfanga í ensku og sænsku. "Ég ætlaði bara að vera eina önn fyrst en síðan var ég svo hrifin af landi, þjóð og tungu að ég ákvað að vera líka vorönnina. Ég er líka ekki búin að læra málið almennilega. Ég get farið í Bónus á íslensku en það eru viss takmörk þegar maður lærir annað tungumál. Ef ég myndi þora að tala meira þá væri ég örugglega búin að læra meira, en ég dett oft í að tala ensku því það er auðveldara. Ég veit samt ekki enn hvort ég vil halda áfram í íslenskunámi eftir næsta sumar en það væri gaman að fá gráðu." Námið á Íslandi er aðeins öðruvísi en í Finnlandi að sögn Anne "Hér eru miklu meiri heimaverkefni og nemendur þurfa að vinna meira sjálfstætt. Síðan verð ég að mæta í tíma ef ég vil læra eitthvað því maður missir talsvert úr ef maður mætir ekki í tíma. Einingakerfið er líka öðruvísi og fæ ég fleiri einingar hér en í Finnlandi. En það er ekkert líkt með íslensku og finnsku. Gjörsamlega ekki neitt," segir Anne en flestir tímarnir hennar eru á íslensku. "Á síðustu önn töluðu kennararnir sambland af íslensku og ensku. En þeir töluðu íslensku mjög hægt þannig að það var auðvelt að skilja. Stundum sat ég reyndar og skildi ekki baun og þurfti að spyrja fólk við hliðina á mér hvað var að gerast. Þessi önn virðist vera miklu erfiðari. Við þurfum að lesa heila bók á íslensku. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég fer að því. Ég held ég velji mér bara barnabók," segir Anne og glottir. Nám Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Mig hefur langað að koma til Íslands lengi og það hefur verið eins konar þráhyggja. Ég hef líka lært talsverða sænsku og hélt að ég gæti tengt íslenskuna við það. En aðallega var það áhuginn sem koma mér hingað og leit ég á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með landið. Það er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég læri samt eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis skil ég ekki af hverju fólk hendir jólatrjánum sínum út á götu," segir Anne og hlær dátt en bætir við að henni finnist gott að búa í miðbænum en Anne býr á gistiheimili með nemendum af ýmsum þjóðernum. Anne er í fullu námi við Háskólann en meðfram íslenskunáminu tekur hún einnig áfanga í ensku og sænsku. "Ég ætlaði bara að vera eina önn fyrst en síðan var ég svo hrifin af landi, þjóð og tungu að ég ákvað að vera líka vorönnina. Ég er líka ekki búin að læra málið almennilega. Ég get farið í Bónus á íslensku en það eru viss takmörk þegar maður lærir annað tungumál. Ef ég myndi þora að tala meira þá væri ég örugglega búin að læra meira, en ég dett oft í að tala ensku því það er auðveldara. Ég veit samt ekki enn hvort ég vil halda áfram í íslenskunámi eftir næsta sumar en það væri gaman að fá gráðu." Námið á Íslandi er aðeins öðruvísi en í Finnlandi að sögn Anne "Hér eru miklu meiri heimaverkefni og nemendur þurfa að vinna meira sjálfstætt. Síðan verð ég að mæta í tíma ef ég vil læra eitthvað því maður missir talsvert úr ef maður mætir ekki í tíma. Einingakerfið er líka öðruvísi og fæ ég fleiri einingar hér en í Finnlandi. En það er ekkert líkt með íslensku og finnsku. Gjörsamlega ekki neitt," segir Anne en flestir tímarnir hennar eru á íslensku. "Á síðustu önn töluðu kennararnir sambland af íslensku og ensku. En þeir töluðu íslensku mjög hægt þannig að það var auðvelt að skilja. Stundum sat ég reyndar og skildi ekki baun og þurfti að spyrja fólk við hliðina á mér hvað var að gerast. Þessi önn virðist vera miklu erfiðari. Við þurfum að lesa heila bók á íslensku. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég fer að því. Ég held ég velji mér bara barnabók," segir Anne og glottir.
Nám Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira