Lífið

Látinna minnst

Í dag eru liðin tíu ár síðan snjóflóð féll á Súðavík og hreif með sér fjórtán mannslíf. Minningarguðsþjónusta verður í íþróttahúsinu í Súðavík í dag og hefst klukkan 14. Séra Valdimar Hreiðarsson og séra Magnús Erlingsson þjóna við guðsþjónustuna. Í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ verður minningar- og bænastund í kvöld og hefst hún klukkan 20.30. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson og séra Karl V. Matthíasson annast stundina. Hér á vefnum er að finna umfjöllun og viðtöl Björns Þórs Sigbjörnssonar, blaðamanns Fréttablaðsins við Sigríði Rannveigu Jónsdóttur og Hafstein Númason, sem misstu börn í flóðinu. Einnig er rætt við Lindu Rut Ásgeirsdóttur, sem var fimm ára þegar flóðið féll og lá grafin undir því í fimm klukkustundir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.