Snjóflóðin í Súðavík 15. janúar 2005 00:01 Þess er minnst í dag að 10 ár eru frá snjóflóðunum miklu í Súðavík. Þjóðin var harmi slegin þegar fréttist af flóðunum vestra. Fyrstu fréttir voru mjög óljósar og má einkum rekja það til veðurofsans sem var um nóttina í Súðavík - snjókoma og hávaðarok svo ekki sáust handa skil. Þegar birti af degi varð smám saman ljósara að þarna hafði orðið mikill harmleikur. Stór hluti byggðarinnar var í rúst og fjölda manna var saknað. Blaðamaður og ljósmyndari frá Fréttablaðinu lögðu leið sína til Súðarvíkur í vikunni til að rifja upp nóttina örlagaríku og dagana sem fylgdu í kjölfarið, jafnframt því sem þeir kynntu sér atvinnulíf og viðhorf íbúanna á staðnum nú tíu árum síðar. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri er heimamaður og var á skuttogaranum Bessa þegar snjóflóðið féll. Skipið var að koma inn til löndunar um morguninn en komst ekki að bryggju vegna veðurofsans. Í viðtali í blaðinu lýsir hann aðkomunni og því sem blasti við í þorpinu þegar skipverjar komust loks í land. Nú hefur hann aðsetur í nýja hverfinu sem reist var eftir snjóflóðin. Helsta vandamálið á staðnum er húsnæðisskortur. Þar vilja fleiri búa, enda náttúrufegurð mikil við Álftafjörð og í ráði að reisa atvinnuhúsnæði á Langeyri innan við þorpið. Hugur Ómars leitar tíu ár aftur í tímann þegar hann segir: "Samhugurinn, samheldnin og þátttaka þjóðarinnar og fólks utan landsteinanna við uppbygginguna, og aðstoð við þá sem misstu - allt er þetta ómetanlegt," og nefnir síðan söfnunina Samhug í verki, sem hrundið var af stokkunum fljótlega eftir að flóðin féllu. Í þeirri söfnun sýndi þjóðin raunverulega samhug í verki. Söfnunin var með svipuðu fyrirkomulagi og í sjónvarpsstöðvunum i gærkvöldi. Fjöldi manna kom að henni og árangurinn varð eftir því . Við hamfarirnar í Asíu rifjast líka upp það sem gerðist fyrir vestan um miðjan janúar fyrir tíu árum. Sigríður Rannveig Jónsdóttir, íbúi í Súðavík, kom einmitt inn á það í viðtali við Fréttablaðið og sagði: "Ég hef haft hugann við þetta síðan flóðbylgjan skall á. Það var ekkert hátíðlegt við það sem eftir lifði af jólunum og áramótin. Maður hélt þau bara af skyldurækni" Mikið fannfergi fyrir vestan vekur líka upp óþægilegar minningar hjá mörgum, því þar hefur ekki verið eins mikill snjór og nú í tíu ár. Það urðu miklar umræður í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri . Sumt var á mjög tilfinningalegum nótum eins og vonlegt er þegar fólk missir sína nánustu, og finnst það geta rakið missinn til einhvers sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Við höfum mikið lært síðan, en sá lærdómur var dýrkeyptur. Í fannferginu að undanförnu höfum við fylgst með fréttum af störfum snjóflóðaeftirlitsmanna, sérfræðinga á sviði snjóflóða og hvernig yfirvöld hafa brugðist við yfirvofandi hættu. Allt þetta er til að koma í veg fyrir tjón og slys af völdum snjóflóða, og virðist vel hafa til tekist þegar í fyrsta sinn í mörg ár reynir á þennan varnarviðbúnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Þess er minnst í dag að 10 ár eru frá snjóflóðunum miklu í Súðavík. Þjóðin var harmi slegin þegar fréttist af flóðunum vestra. Fyrstu fréttir voru mjög óljósar og má einkum rekja það til veðurofsans sem var um nóttina í Súðavík - snjókoma og hávaðarok svo ekki sáust handa skil. Þegar birti af degi varð smám saman ljósara að þarna hafði orðið mikill harmleikur. Stór hluti byggðarinnar var í rúst og fjölda manna var saknað. Blaðamaður og ljósmyndari frá Fréttablaðinu lögðu leið sína til Súðarvíkur í vikunni til að rifja upp nóttina örlagaríku og dagana sem fylgdu í kjölfarið, jafnframt því sem þeir kynntu sér atvinnulíf og viðhorf íbúanna á staðnum nú tíu árum síðar. Ómar Már Jónsson sveitarstjóri er heimamaður og var á skuttogaranum Bessa þegar snjóflóðið féll. Skipið var að koma inn til löndunar um morguninn en komst ekki að bryggju vegna veðurofsans. Í viðtali í blaðinu lýsir hann aðkomunni og því sem blasti við í þorpinu þegar skipverjar komust loks í land. Nú hefur hann aðsetur í nýja hverfinu sem reist var eftir snjóflóðin. Helsta vandamálið á staðnum er húsnæðisskortur. Þar vilja fleiri búa, enda náttúrufegurð mikil við Álftafjörð og í ráði að reisa atvinnuhúsnæði á Langeyri innan við þorpið. Hugur Ómars leitar tíu ár aftur í tímann þegar hann segir: "Samhugurinn, samheldnin og þátttaka þjóðarinnar og fólks utan landsteinanna við uppbygginguna, og aðstoð við þá sem misstu - allt er þetta ómetanlegt," og nefnir síðan söfnunina Samhug í verki, sem hrundið var af stokkunum fljótlega eftir að flóðin féllu. Í þeirri söfnun sýndi þjóðin raunverulega samhug í verki. Söfnunin var með svipuðu fyrirkomulagi og í sjónvarpsstöðvunum i gærkvöldi. Fjöldi manna kom að henni og árangurinn varð eftir því . Við hamfarirnar í Asíu rifjast líka upp það sem gerðist fyrir vestan um miðjan janúar fyrir tíu árum. Sigríður Rannveig Jónsdóttir, íbúi í Súðavík, kom einmitt inn á það í viðtali við Fréttablaðið og sagði: "Ég hef haft hugann við þetta síðan flóðbylgjan skall á. Það var ekkert hátíðlegt við það sem eftir lifði af jólunum og áramótin. Maður hélt þau bara af skyldurækni" Mikið fannfergi fyrir vestan vekur líka upp óþægilegar minningar hjá mörgum, því þar hefur ekki verið eins mikill snjór og nú í tíu ár. Það urðu miklar umræður í kjölfar snjóflóðanna í Súðavík og á Flateyri . Sumt var á mjög tilfinningalegum nótum eins og vonlegt er þegar fólk missir sína nánustu, og finnst það geta rakið missinn til einhvers sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Við höfum mikið lært síðan, en sá lærdómur var dýrkeyptur. Í fannferginu að undanförnu höfum við fylgst með fréttum af störfum snjóflóðaeftirlitsmanna, sérfræðinga á sviði snjóflóða og hvernig yfirvöld hafa brugðist við yfirvofandi hættu. Allt þetta er til að koma í veg fyrir tjón og slys af völdum snjóflóða, og virðist vel hafa til tekist þegar í fyrsta sinn í mörg ár reynir á þennan varnarviðbúnað.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun