Lífið

Í sjónvarpsrekstur á Norðurlöndum

Sigurjón Sighvatsson, Björn Steinbekk Kristjánsson og fleiri íslenskir fjárfestar hefja á næstunni sjónvarpsrekstur á hinum Norðurlöndunum. Stefnt er að því að sjónvarpsstöðin Big TV nái til átta milljón norrænna heimila fyrir lok næsta árs og hefur þegar verið gengið frá samningu um dreifingu útsendinga stöðvarinnar til tæpra tveggja milljóna heimila í Finnlandi og Noregi. Stöðin sérhæfir sig í framleiðslu sjónvarpsefnis fyrir fólk á aldrinum tólf til 25 ára og mun senda samtímis út í sjónvarpi, á netinu og í útvarpi. Auk þess verður áhorfendum boðið upp á niðurhal á lögum í tölvur og farsíma auk þess sem boðið er upp á niðurhal myndbanda í tölvur. Þá horfa aðstandendur sjónvarpsins til að nýta möguleika sem farsímar gefa til leikja og keppna. Unnið hefur verið að undirbúningi stöðvarinnar í sextán mánuði og eru menn þegar farnir að horfa til dreifingar í austanverðri og suðaustanverðri Evrópu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×