Menning

Vetrarútsala í Verðlistanum

Vetrarútsalan er hafin í Verðlistanum á Laugalæk. Þar er mikið úrval af vönduðum kvenfatnaði sem mestallur er ættaður frá Danmörku og Þýskalandi, drögtum, kjólum, síðbuxum, pilsum, blússum, vestum og kápum svo nokkuð sé nefnt. 50% afsláttur er af öllum kápum í Verðlistanum og 30% af öðrum vörum og þess má geta að þær eru allar nýjar. Því er auðvelt að gera þar góð kaup. Verðlistinn býður fólki á landsbyggðinni að fá send föt heim til sín til mátunar og þarf það aðeins að senda mál af brjóstvídd, mitti og mjöðmum. Kostnaður við heimlánin er aðeins póstburðargjaldið fram og til baka hvort sem verslað er eða ekki. Verðlistinn er ein af rótgrónustu kvenfatabúðum borgarinnar. Hann hefur verið á sínum stað í tæp 40 ár og ávallt í eigu sama fólksins, Erlu Wigelund og Kristjáns Kristjánssonar tónlistarmanns. Þau eru foreldrar Péturs heitins Kristjánssonar tónlistarmanns sem hefði orðið 53 ára í dag, en hann lést í október á síðasta ári.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.