Hver á þetta að vera? 2. janúar 2005 00:01 Hver er fyrirmyndin? spyrja sumir frammi fyrir skáldsagnapersónum og í kjölfarið: Hver á þetta að vera? Samkvæmt þessu sjónarmiði er skáldskapurinn í rauninni bara viðurkennd aðferð við að segja frá því sem ekki er hægt að segja frá öðruvísi út af lagalegum og siðferðilegum boðum og bönnum. Litið er á skáldsöguna sem nokkurs konar fjarvistarsönnun fyrir þann sem vill koma einhverju á framfæri um samborgara sína en treystir sér ekki til að gera það með beinum hætti. Skáldskapurinn er þá aðferð við að koma því á framfæri sem "ólyginn sagði mér". Við höfum átt höfunda sem blikka okkur lesendur yfir skáldsöguna og haga skrifum sínum og kynningu á verki sínu eins og þeir vilji segja við okkur: "Þótt ég kalli þennan mann Friðrik hér þá er ég í rauninni að skrifa um hann Baldur og allt það - þið vitið... blikk blikk..." Þeir reyna með öðrum orðum að hafa persónuna þannig að hún þekkist og treysta á að hluti af lestrarnautninni hjá viðtakandanum sé að meðtaka þennan þekkjanleika. Þetta er göfgað slúður. Í lesandanum vaknar lítill slúðurkarl og tekur að kjammsa á þessum dulkóðaða óhróðri. Þetta henti fyrir þessi jólin því miður Þráin Bertelsson sem kaus að fylgja eftir vel heppnaðri endurminningabók sinni í fyrra með slíku riti um Björgólf Guðmundsson. Við höfum líka átt viðtakendur sem reyna að breyta skáldskap í slúður: hver á þetta að vera? spyrja þeir og taka síðan að þylja upp alls kyns fólk sem ekki hefur annað til saka unnið en að eitthvað í lífi þess eða fari líkist einhverju sem er að finna í skáldsögu. Þetta er samt ekki einfalt. Grandalaus hef ég hitt móðgaða konu sem spurði mig hvers vegna ég væri að skrifa svona um mann sem stóð nærri henni. Það kom sem sé á daginn að tilteknir taktar og kækir persónu í skáldsögu eftir mig minntu á þennan mann sem í sögunni var ekki allskostar farsæll í sínum störfum. Hvað gat ég sagt? Hún trúði mér ekki þegar ég sagði að þetta gerðist allt í hausnum á mér – og henni – þetta væri skálduð persóna, samsett úr ótal manneskjum, ætlað að vera í senn dæmigerð fyrir eitthvað og eiga sér sjálfstætt líf sem einstaklingur... Hún hélt að ég væri bara að fara með fjarvistarsönnunina... Ég hef lesið lista með nöfnum manna sem sagðir voru fyrirmyndir að persónu í síðustu skáldsögu minni af því að eitthvað skaraðist þótt enginn þeirra hefði hvarflað að mér á meðan ég var skálda persónuna. Ég hef líka freistast til að nota mann sem raunverulega var á dögum sem fyrirmynd persónu. Það var Þorlákur Ó. Johnson og bókin Úr heimsborg í grjótaþorp sem Lúðvík Kristjánsson, sá góði sagnfræðingur, skrifaði um þennan mikla undramann, eins og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rakti á sínum tíma í vandaðri úttekt í gamla Tímanum. Persónan varð samt ekki til fyrr en ég sleppti Þorláki. Þessi íslenska fyrirmynda-umræða tók á sig sérkennilega mynd hér í Fréttablaðinu fyrir jólin þegar Eysteinn Þorvaldsson sá ástæðu til að bera af sér sakir um að vera hvorki meira né minna en fyrirmynd að sjálfum morðingjanum í Kleifarvatni Arnaldar Indriðasonar. Ástæðan var sú að hann hafði ekki þrifist í austur-þýskum skóla á sínum tíma, rétt eins og gildir um þann sem verður mannsbani í téðri bók. Einhverjum kann að virðast Eysteinn heldur viðkvæmur enda var hann aldrei sagður beinlínis slík fyrirmynd í upphaflegri grein Árna Snævarr heldur látið nægja að segja frá ævintýrum hans og annarra SÍA manna í Austur-Þýskalandi – gerð grein fyrir leiktjöldum Arnaldar. Þetta er hins vegar heillandi saga og SÍA menn hafa frá mörgu að segja. Sú ranghugmynd hefur komist á kreik að þeir hafi verið óduglegir að greina frá upplifunum sínum fyrir austan járntjald. Það hafa þeir alls ekki verið – þvert á móti - og spurning hvort ekki væri fengur að safni endurminninga þessa fólks fyrir einhver jólin... En viðkvæmni Eysteins er skiljanleg og okkur ber að virða hana. Svona umræða hefur að geyma tilmæli um að lesandi skuli hafa hina raunverulegu persónu í huga á meðan hann les. Slíkt þrengir ekki bara kosti lesandans við að skapa sér eigin mynd af hinni uppdiktuðu persónu sem verður til í galdrinum þegar hugur lesanda fer að starfa með huga höfundar – og er undrið mikla í bókmenntum – heldur eru slík tilmæli til þess fallin að draga verkið niður á plan hins göfgaða slúðurs. Hver á persónan að vera? Hún sjálf – alveg eins og við hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Hver er fyrirmyndin? spyrja sumir frammi fyrir skáldsagnapersónum og í kjölfarið: Hver á þetta að vera? Samkvæmt þessu sjónarmiði er skáldskapurinn í rauninni bara viðurkennd aðferð við að segja frá því sem ekki er hægt að segja frá öðruvísi út af lagalegum og siðferðilegum boðum og bönnum. Litið er á skáldsöguna sem nokkurs konar fjarvistarsönnun fyrir þann sem vill koma einhverju á framfæri um samborgara sína en treystir sér ekki til að gera það með beinum hætti. Skáldskapurinn er þá aðferð við að koma því á framfæri sem "ólyginn sagði mér". Við höfum átt höfunda sem blikka okkur lesendur yfir skáldsöguna og haga skrifum sínum og kynningu á verki sínu eins og þeir vilji segja við okkur: "Þótt ég kalli þennan mann Friðrik hér þá er ég í rauninni að skrifa um hann Baldur og allt það - þið vitið... blikk blikk..." Þeir reyna með öðrum orðum að hafa persónuna þannig að hún þekkist og treysta á að hluti af lestrarnautninni hjá viðtakandanum sé að meðtaka þennan þekkjanleika. Þetta er göfgað slúður. Í lesandanum vaknar lítill slúðurkarl og tekur að kjammsa á þessum dulkóðaða óhróðri. Þetta henti fyrir þessi jólin því miður Þráin Bertelsson sem kaus að fylgja eftir vel heppnaðri endurminningabók sinni í fyrra með slíku riti um Björgólf Guðmundsson. Við höfum líka átt viðtakendur sem reyna að breyta skáldskap í slúður: hver á þetta að vera? spyrja þeir og taka síðan að þylja upp alls kyns fólk sem ekki hefur annað til saka unnið en að eitthvað í lífi þess eða fari líkist einhverju sem er að finna í skáldsögu. Þetta er samt ekki einfalt. Grandalaus hef ég hitt móðgaða konu sem spurði mig hvers vegna ég væri að skrifa svona um mann sem stóð nærri henni. Það kom sem sé á daginn að tilteknir taktar og kækir persónu í skáldsögu eftir mig minntu á þennan mann sem í sögunni var ekki allskostar farsæll í sínum störfum. Hvað gat ég sagt? Hún trúði mér ekki þegar ég sagði að þetta gerðist allt í hausnum á mér – og henni – þetta væri skálduð persóna, samsett úr ótal manneskjum, ætlað að vera í senn dæmigerð fyrir eitthvað og eiga sér sjálfstætt líf sem einstaklingur... Hún hélt að ég væri bara að fara með fjarvistarsönnunina... Ég hef lesið lista með nöfnum manna sem sagðir voru fyrirmyndir að persónu í síðustu skáldsögu minni af því að eitthvað skaraðist þótt enginn þeirra hefði hvarflað að mér á meðan ég var skálda persónuna. Ég hef líka freistast til að nota mann sem raunverulega var á dögum sem fyrirmynd persónu. Það var Þorlákur Ó. Johnson og bókin Úr heimsborg í grjótaþorp sem Lúðvík Kristjánsson, sá góði sagnfræðingur, skrifaði um þennan mikla undramann, eins og Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur rakti á sínum tíma í vandaðri úttekt í gamla Tímanum. Persónan varð samt ekki til fyrr en ég sleppti Þorláki. Þessi íslenska fyrirmynda-umræða tók á sig sérkennilega mynd hér í Fréttablaðinu fyrir jólin þegar Eysteinn Þorvaldsson sá ástæðu til að bera af sér sakir um að vera hvorki meira né minna en fyrirmynd að sjálfum morðingjanum í Kleifarvatni Arnaldar Indriðasonar. Ástæðan var sú að hann hafði ekki þrifist í austur-þýskum skóla á sínum tíma, rétt eins og gildir um þann sem verður mannsbani í téðri bók. Einhverjum kann að virðast Eysteinn heldur viðkvæmur enda var hann aldrei sagður beinlínis slík fyrirmynd í upphaflegri grein Árna Snævarr heldur látið nægja að segja frá ævintýrum hans og annarra SÍA manna í Austur-Þýskalandi – gerð grein fyrir leiktjöldum Arnaldar. Þetta er hins vegar heillandi saga og SÍA menn hafa frá mörgu að segja. Sú ranghugmynd hefur komist á kreik að þeir hafi verið óduglegir að greina frá upplifunum sínum fyrir austan járntjald. Það hafa þeir alls ekki verið – þvert á móti - og spurning hvort ekki væri fengur að safni endurminninga þessa fólks fyrir einhver jólin... En viðkvæmni Eysteins er skiljanleg og okkur ber að virða hana. Svona umræða hefur að geyma tilmæli um að lesandi skuli hafa hina raunverulegu persónu í huga á meðan hann les. Slíkt þrengir ekki bara kosti lesandans við að skapa sér eigin mynd af hinni uppdiktuðu persónu sem verður til í galdrinum þegar hugur lesanda fer að starfa með huga höfundar – og er undrið mikla í bókmenntum – heldur eru slík tilmæli til þess fallin að draga verkið niður á plan hins göfgaða slúðurs. Hver á persónan að vera? Hún sjálf – alveg eins og við hin.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun