Vandi okkar allra 15. desember 2005 00:01 Við Íslendingar búum við góðæri um þessar mundir. Tekjum er að vísu misskipt eins og gengur í markaðsþjóðfélagi en flestir landsmenn njóta með einhverjum hætti uppsveiflunnar. Viðskiptahallinn við útlönd er ljóst dæmi um mikla eyðslu og neyslu í landinu. Grundvöllur afkomu og efnahags er þó ekki alls staðar traustur. Þetta á ekki síst við um sjávarbyggðirnar á norðan- og vestanverðu landinu, frá Snæfellsnesi að Vopnafirði. Tala ýmsir málsmetandi menn um "hallæri í góðærinu" í því sambandi eins og lesa mátti í athyglisverðri fréttaskýringu Jóhanns Haukssonar hér í blaðinu í gær. Svo einkennilega sem það hljómar eru það stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi, sem í fréttaskýringunni eru kallaðar "einhver stærsta og mikilsverðasta aðgerð í byggðamálum á síðari tímum", sem draga með ákveðnum hætti máttinn úr byggðarlögunum á Vestur- og Norðurlandi. Þá er átt við að framkvæmdirnar hafi leitt til mótvægisaðgerða stjórnvalda og Seðlabankans, sem aftur hafi skapað sjávarbyggðunum vandkvæði. Hér er ekki síst átt við vaxtahækkanirnar og áhrif þeirra á gengi krónunnar. Í blaðinu eru ýmis dæmi nefnd um hvernig fyrirtæki á landsbyggðinni eru að draga saman seglin og jafnvel flytja á brott vegna óviðunandi rekstrarumhverfis. Sum þessara fyrirtækja eru máttarstólpar sinna byggðarlaga þannig að áhrifin eru tilfinnanleg og afdrifarík. Þau eru ekki aðeins á leið á suðvesturhornið heldur íhuga sum að flytja starfsemi sína úr landi ef þau eru ekki þegar farin. Slíkt hefur áhrif á þjóðarhag. Það er með öðrum orðum ekki aðeins um hefðbundinn landsbyggðarvanda að ræða, þótt úti á landi séu erfiðleikarnir mestir, heldur einnig vanda landsins alls. Fram kemur enn fremur í Fréttablaðinu í gær að í nýrri skýrslu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, þar sem lagt er mat á þróun byggðaáætlunar undanfarin þrjú ár, sé niðurstaða helstu umsagnaraðila sú að aðgerðir stjórnvalda í byggðamálum hafi ekki skilað nægum árangri. Skýrslan var lögð fram í þinglok og urðu því ekki umræður um hana eins og efni standa til. Ekki blasa við augljósar lausnir. Kröfur um vaxtalækkun og jafnvel handstýrða gengisfellingu þykja ekki rökréttar þegar stærsti hluti hagkerfisins býr við þenslu. Að einhverju leyti kann hins vegar að mega mæta vandanum með aðgerðum í byggðamálum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, bendir réttilega á að sveitarfélög á suðvesturhorninu njóti stóraukinna útsvarstekna vegna hagstæðra skilyrða í atvinnulífinu en ekki þurfi að fara langt út fyrir höfuðborgarsvæðið til að sjá jafnvel þokkalega fjölmenn sveitarfélög sem séu í kröggum vegna minnkandi útsvarstekna. Væntanlega er hann að gefa því undir fótinn að auknar tilfærslur í gegnum Jöfnunarsjóð komi til greina. Vilhjálmur gagnrýnir byggðastefnu stjórnvalda og talar um ákveðinn doða á því sviði. Engin stór skref hafi verið stigin ef stóriðjan á Austurlandi sé undanskilin. Í sama streng tekur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, flokksins sem fer með byggðamálin í ríkisstjórninni. Kristinn stingur upp á því að tuttugu þúsund tonnum af fiskveiðikvóta verði úthlutað til sjávarbyggðanna. Það er áhyggjuefni að á höfuðborgarsvæðinu virðast menn ekki veita vanda landsbyggðarinnar nægilega athygli og vilja jafnvel víkja sér undan því að ræða hann. Þótt vandinn sé að sönnu erfiður úrlausnar er mikilvægt að Alþingi, stjórnvöld og landsmenn horfist í augu við hann og viðurkenni að hann er vandi þjóðarinnar allrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við Íslendingar búum við góðæri um þessar mundir. Tekjum er að vísu misskipt eins og gengur í markaðsþjóðfélagi en flestir landsmenn njóta með einhverjum hætti uppsveiflunnar. Viðskiptahallinn við útlönd er ljóst dæmi um mikla eyðslu og neyslu í landinu. Grundvöllur afkomu og efnahags er þó ekki alls staðar traustur. Þetta á ekki síst við um sjávarbyggðirnar á norðan- og vestanverðu landinu, frá Snæfellsnesi að Vopnafirði. Tala ýmsir málsmetandi menn um "hallæri í góðærinu" í því sambandi eins og lesa mátti í athyglisverðri fréttaskýringu Jóhanns Haukssonar hér í blaðinu í gær. Svo einkennilega sem það hljómar eru það stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi, sem í fréttaskýringunni eru kallaðar "einhver stærsta og mikilsverðasta aðgerð í byggðamálum á síðari tímum", sem draga með ákveðnum hætti máttinn úr byggðarlögunum á Vestur- og Norðurlandi. Þá er átt við að framkvæmdirnar hafi leitt til mótvægisaðgerða stjórnvalda og Seðlabankans, sem aftur hafi skapað sjávarbyggðunum vandkvæði. Hér er ekki síst átt við vaxtahækkanirnar og áhrif þeirra á gengi krónunnar. Í blaðinu eru ýmis dæmi nefnd um hvernig fyrirtæki á landsbyggðinni eru að draga saman seglin og jafnvel flytja á brott vegna óviðunandi rekstrarumhverfis. Sum þessara fyrirtækja eru máttarstólpar sinna byggðarlaga þannig að áhrifin eru tilfinnanleg og afdrifarík. Þau eru ekki aðeins á leið á suðvesturhornið heldur íhuga sum að flytja starfsemi sína úr landi ef þau eru ekki þegar farin. Slíkt hefur áhrif á þjóðarhag. Það er með öðrum orðum ekki aðeins um hefðbundinn landsbyggðarvanda að ræða, þótt úti á landi séu erfiðleikarnir mestir, heldur einnig vanda landsins alls. Fram kemur enn fremur í Fréttablaðinu í gær að í nýrri skýrslu Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra, þar sem lagt er mat á þróun byggðaáætlunar undanfarin þrjú ár, sé niðurstaða helstu umsagnaraðila sú að aðgerðir stjórnvalda í byggðamálum hafi ekki skilað nægum árangri. Skýrslan var lögð fram í þinglok og urðu því ekki umræður um hana eins og efni standa til. Ekki blasa við augljósar lausnir. Kröfur um vaxtalækkun og jafnvel handstýrða gengisfellingu þykja ekki rökréttar þegar stærsti hluti hagkerfisins býr við þenslu. Að einhverju leyti kann hins vegar að mega mæta vandanum með aðgerðum í byggðamálum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, bendir réttilega á að sveitarfélög á suðvesturhorninu njóti stóraukinna útsvarstekna vegna hagstæðra skilyrða í atvinnulífinu en ekki þurfi að fara langt út fyrir höfuðborgarsvæðið til að sjá jafnvel þokkalega fjölmenn sveitarfélög sem séu í kröggum vegna minnkandi útsvarstekna. Væntanlega er hann að gefa því undir fótinn að auknar tilfærslur í gegnum Jöfnunarsjóð komi til greina. Vilhjálmur gagnrýnir byggðastefnu stjórnvalda og talar um ákveðinn doða á því sviði. Engin stór skref hafi verið stigin ef stóriðjan á Austurlandi sé undanskilin. Í sama streng tekur Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, flokksins sem fer með byggðamálin í ríkisstjórninni. Kristinn stingur upp á því að tuttugu þúsund tonnum af fiskveiðikvóta verði úthlutað til sjávarbyggðanna. Það er áhyggjuefni að á höfuðborgarsvæðinu virðast menn ekki veita vanda landsbyggðarinnar nægilega athygli og vilja jafnvel víkja sér undan því að ræða hann. Þótt vandinn sé að sönnu erfiður úrlausnar er mikilvægt að Alþingi, stjórnvöld og landsmenn horfist í augu við hann og viðurkenni að hann er vandi þjóðarinnar allrar.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun