Verum varari um okkur 9. desember 2005 06:00 Íslendingar eru fremur kærulausir hvað varðar ýmiss konar öryggi og tryggingar. Sumpart er þettaen fyrirhyggjuleysi merki um ákveðið sakleysi í samfélaginu sem eftirsjá er af ef hverfur. Sumpart er fyrirhyggjuleysið landlægur "þetta reddast" hugsunarháttur sem er öllu verri, enda þótt hann hafi sinn sjarma einnig. Annað einkenni okkar er að við erum fljót að tileinka okkur tækninýjungar og beita þeim til að auðvelda okkur lífið. Eitt af því sem Íslendingar tóku fegins hendi eru heimabankar á netinu. Mikið hagræði og þægindi fylgja þessum fyrirbærum og fjölmargir sem áður stóðu í mánaðamótabiðröðum í bönkunum afgreiða sig sjálfir þegar þeim hentar á netinu. Sparnaðurinn af þessu fyrirkomulagi er umtalsverður fyrir samfélagið, fyrir utan þægindin og tímasparnaðinn fyrir hvern og einn. Bankarnir hafa sífellt aukið þjónustu sem hægt er að nálgast í gegnum heimabankann og um leið hafa þeir gert afar strangar kröfur til öryggis í þessari þjónustu. Fréttir um innbrot á heimabanka einstaklinga hafa vakið miklar umræður um tölvuöryggi. Í ljós hefur komið að innbrotin eru ekki vegna veikleika í öryggi bankanna, heldur eiga þjófar greiða leið í gegnum einkatölvur fólks. Þráðlaust net hefur rutt sér til rúms og er mikið framfaraskref. Hins vegar er afar algengt að fólk læsi því ekki og óviðkomandi eigi þar með greiða leið. Þar við bætist kæruleysi varðandi vírusvarnir og varnir gegn njósnaforritum. Fram hefur komið að enn sem komið er verndar einangrunin okkur frá frekari skaða. Enn er það ferli að flytja peninga úr landi tiltölulega flókið og því ólíklegt að erlendir þjófar nái að valda usla með aðgerðum sínum. Öðru máli gegnir um kreditkort. Með því að komast inn í heimabanka geta erlendir svikahrappar komist yfir innlend kortanúmer sem þeir nýta til fjársvika. Kreditkortasvindl er algengt og eftir því sem viðskipti á netinu aukast, því meiri er hættan á að fólk verði fyrir barðinu á slíku. Allt ber þetta að sama brunni. Við lifum ekki lengur í einangruðum og saklausum heimi þar sem fjarlægðin frá umheiminum verndar okkur. Heimurinn minnkar á öllum sviðum og það felur bæði í sér ögranir og tækifæri. Sú breyting sem er orðin á heiminum á að hvetja okkur til eðlilegrar varkárni á mörgum sviðum. Þessi breyting má hins vegar ekki verða til þess að við einangrum okkur af ótta við umheiminn og förum þannig á mis við tækifærin sem alþjóðavæðingin og upplýsingabyltingin skapa okkur. Sem betur fer er hvorki flókið né dýrt að verja sig fyrir óprúttnum tölvuþrjótum. Einfalt er að sækja sér vírusvarnarforrit á netinu og það eitt að opna ekki ókunnug fylgiskjöl í tölvupóstum getur firrt okkur verulegum óþægindum og tjóni. Innbrotin í heimabanka ættu að verða okkur víti til varnaðar. Eins og í svo mörgu öðru þarf tiltölulega léttvægar varúðarráðstafnir til að verja sig fyrir miklu tjóni. Þótt kæruleysið sé oft sjarmerandi er það því miður oft ansi dýrkeypt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslendingar eru fremur kærulausir hvað varðar ýmiss konar öryggi og tryggingar. Sumpart er þettaen fyrirhyggjuleysi merki um ákveðið sakleysi í samfélaginu sem eftirsjá er af ef hverfur. Sumpart er fyrirhyggjuleysið landlægur "þetta reddast" hugsunarháttur sem er öllu verri, enda þótt hann hafi sinn sjarma einnig. Annað einkenni okkar er að við erum fljót að tileinka okkur tækninýjungar og beita þeim til að auðvelda okkur lífið. Eitt af því sem Íslendingar tóku fegins hendi eru heimabankar á netinu. Mikið hagræði og þægindi fylgja þessum fyrirbærum og fjölmargir sem áður stóðu í mánaðamótabiðröðum í bönkunum afgreiða sig sjálfir þegar þeim hentar á netinu. Sparnaðurinn af þessu fyrirkomulagi er umtalsverður fyrir samfélagið, fyrir utan þægindin og tímasparnaðinn fyrir hvern og einn. Bankarnir hafa sífellt aukið þjónustu sem hægt er að nálgast í gegnum heimabankann og um leið hafa þeir gert afar strangar kröfur til öryggis í þessari þjónustu. Fréttir um innbrot á heimabanka einstaklinga hafa vakið miklar umræður um tölvuöryggi. Í ljós hefur komið að innbrotin eru ekki vegna veikleika í öryggi bankanna, heldur eiga þjófar greiða leið í gegnum einkatölvur fólks. Þráðlaust net hefur rutt sér til rúms og er mikið framfaraskref. Hins vegar er afar algengt að fólk læsi því ekki og óviðkomandi eigi þar með greiða leið. Þar við bætist kæruleysi varðandi vírusvarnir og varnir gegn njósnaforritum. Fram hefur komið að enn sem komið er verndar einangrunin okkur frá frekari skaða. Enn er það ferli að flytja peninga úr landi tiltölulega flókið og því ólíklegt að erlendir þjófar nái að valda usla með aðgerðum sínum. Öðru máli gegnir um kreditkort. Með því að komast inn í heimabanka geta erlendir svikahrappar komist yfir innlend kortanúmer sem þeir nýta til fjársvika. Kreditkortasvindl er algengt og eftir því sem viðskipti á netinu aukast, því meiri er hættan á að fólk verði fyrir barðinu á slíku. Allt ber þetta að sama brunni. Við lifum ekki lengur í einangruðum og saklausum heimi þar sem fjarlægðin frá umheiminum verndar okkur. Heimurinn minnkar á öllum sviðum og það felur bæði í sér ögranir og tækifæri. Sú breyting sem er orðin á heiminum á að hvetja okkur til eðlilegrar varkárni á mörgum sviðum. Þessi breyting má hins vegar ekki verða til þess að við einangrum okkur af ótta við umheiminn og förum þannig á mis við tækifærin sem alþjóðavæðingin og upplýsingabyltingin skapa okkur. Sem betur fer er hvorki flókið né dýrt að verja sig fyrir óprúttnum tölvuþrjótum. Einfalt er að sækja sér vírusvarnarforrit á netinu og það eitt að opna ekki ókunnug fylgiskjöl í tölvupóstum getur firrt okkur verulegum óþægindum og tjóni. Innbrotin í heimabanka ættu að verða okkur víti til varnaðar. Eins og í svo mörgu öðru þarf tiltölulega léttvægar varúðarráðstafnir til að verja sig fyrir miklu tjóni. Þótt kæruleysið sé oft sjarmerandi er það því miður oft ansi dýrkeypt.