Davíð afskrifar Íbúðalánasjóð 6. desember 2005 06:00 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum þeirra sem fylgjast með stjórnmála- og peningamálaumræðunni hér á landi að töluverður núningur hefur verið á milli Íbúðalánasjóðs og Lánasýslu ríkisins varðandi framtíð sjóðsins. Því hefur verið haldið fram að þarna sé á ferðinni ágreiningsmál innan stjórnarflokkanna, þótt sá ágreiningur hafi ekki komið fram opinberlega af hálfu ráðherranna sjálfra - Árna Magnússonar félagsmálaráðherra sem æðsta yfirmanns Íbúðalánasjóðs og Árna Mathiesen fjármálaráðherra, æðsta yfirmanns Lánasýslu ríkisins. Það eru fyrst og fremst fyrirsvarsmenn þessara stofnana sem hafa látið í sér heyra. Davíð Oddsson seðlabankastjóri gerði húsnæðismálin að umræðuefni í ræðu sinni á fundi Viðskiptaráðs í gærmorgun og það var ekki annað á honum að heyra en að hann væri að afskrifa Íbúðalánasjóð. Eftir að hafa játað að skynsamlegra hefði verið að geyma hinar róttæku breytingar á húsnæðislánakerfinu sem gerðar voru í forsætisráðherratíð hans þar til í lok hagsveiflunnar sagði hann: "Viðbrögð bankakerfisins komu hins vegar stjórnvöldum vissulega í opna skjöldu. Það er, úr því sem komið er, orðið aukaatriði. Eftir þau viðbrögð er húsnæðiskerfið í gömlu myndinni nánast orðið úrelt á augabragði, hvort sem mönnum líkar betur eða verr." Síðar í ræðu sinni sagði hann: "Þá blasir við að samkeppnisstaða á húsnæðismarkaði gengur ekki upp, þegar einn aðili nýtur lánstrausts ríkissjóðs, greiðir ekki ábyrgðargjald og er undanþeginn ýmsum gjöldum sem samkeppnisaðilar hans bera." Og í lokin: "Verkefnið hlýtur að vera að koma þessari skipan í eðlilegt horf sem fyrst." Þetta voru sem sagt skilaboð formanns bankastjórnar Seðlabankans til forystumanna Íbúðalánasjóðs og annarra á fundinum í gærmorgun. Þarna talaði Davíð Oddsson skýrt eins og svo oft áður þegar honum liggur eitthvað mikið á hjarta. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem beinskeytt skilaboð koma frá Seðlabankanum við Arnarhól til Íbúðalánasjóðs. Þegar sjóðurinn tilynnti um þá ákvörðun sína að lána níutíu prósent til íbúðakaupa komu mjög ákveðnar viðvaranir frá Seðlabankanum. Bankarnir stálu svo glæpnum frá Íbúðalánasjóði skömmu síðar með því að bjóða fyrst níutíu prósenta lán og síðan hundrað prósenta lán til íbúðakaupenda á hagstæðum kjörum. Þetta varð til þess að fjöldi lántakenda hjá Íbúðalánasjóði greiddi lán sín þar upp og fór yfir til bankanna. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum vegna ummæla Davíðs. Bankarnir munu væntanlega fagna þeim en það er ekki víst að landsbyggðarmenn margir hverjir verði mjög glaðir þegar við blasir að Íbúðalánasjóður verður lagður niður. Sjóðurinn mun aldrei geta lifað sjálfstæðu lífi ef hlutverk hans verður aðeins að lána til íbúa á landsbyggðinni sem ekki geta fengið eðlileg lán hjá almennum lánastofnunum eða tekjulágra einstaklinga í þéttbýli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum þeirra sem fylgjast með stjórnmála- og peningamálaumræðunni hér á landi að töluverður núningur hefur verið á milli Íbúðalánasjóðs og Lánasýslu ríkisins varðandi framtíð sjóðsins. Því hefur verið haldið fram að þarna sé á ferðinni ágreiningsmál innan stjórnarflokkanna, þótt sá ágreiningur hafi ekki komið fram opinberlega af hálfu ráðherranna sjálfra - Árna Magnússonar félagsmálaráðherra sem æðsta yfirmanns Íbúðalánasjóðs og Árna Mathiesen fjármálaráðherra, æðsta yfirmanns Lánasýslu ríkisins. Það eru fyrst og fremst fyrirsvarsmenn þessara stofnana sem hafa látið í sér heyra. Davíð Oddsson seðlabankastjóri gerði húsnæðismálin að umræðuefni í ræðu sinni á fundi Viðskiptaráðs í gærmorgun og það var ekki annað á honum að heyra en að hann væri að afskrifa Íbúðalánasjóð. Eftir að hafa játað að skynsamlegra hefði verið að geyma hinar róttæku breytingar á húsnæðislánakerfinu sem gerðar voru í forsætisráðherratíð hans þar til í lok hagsveiflunnar sagði hann: "Viðbrögð bankakerfisins komu hins vegar stjórnvöldum vissulega í opna skjöldu. Það er, úr því sem komið er, orðið aukaatriði. Eftir þau viðbrögð er húsnæðiskerfið í gömlu myndinni nánast orðið úrelt á augabragði, hvort sem mönnum líkar betur eða verr." Síðar í ræðu sinni sagði hann: "Þá blasir við að samkeppnisstaða á húsnæðismarkaði gengur ekki upp, þegar einn aðili nýtur lánstrausts ríkissjóðs, greiðir ekki ábyrgðargjald og er undanþeginn ýmsum gjöldum sem samkeppnisaðilar hans bera." Og í lokin: "Verkefnið hlýtur að vera að koma þessari skipan í eðlilegt horf sem fyrst." Þetta voru sem sagt skilaboð formanns bankastjórnar Seðlabankans til forystumanna Íbúðalánasjóðs og annarra á fundinum í gærmorgun. Þarna talaði Davíð Oddsson skýrt eins og svo oft áður þegar honum liggur eitthvað mikið á hjarta. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem beinskeytt skilaboð koma frá Seðlabankanum við Arnarhól til Íbúðalánasjóðs. Þegar sjóðurinn tilynnti um þá ákvörðun sína að lána níutíu prósent til íbúðakaupa komu mjög ákveðnar viðvaranir frá Seðlabankanum. Bankarnir stálu svo glæpnum frá Íbúðalánasjóði skömmu síðar með því að bjóða fyrst níutíu prósenta lán og síðan hundrað prósenta lán til íbúðakaupenda á hagstæðum kjörum. Þetta varð til þess að fjöldi lántakenda hjá Íbúðalánasjóði greiddi lán sín þar upp og fór yfir til bankanna. Það verður fróðlegt að fylgjast með viðbrögðum vegna ummæla Davíðs. Bankarnir munu væntanlega fagna þeim en það er ekki víst að landsbyggðarmenn margir hverjir verði mjög glaðir þegar við blasir að Íbúðalánasjóður verður lagður niður. Sjóðurinn mun aldrei geta lifað sjálfstæðu lífi ef hlutverk hans verður aðeins að lána til íbúa á landsbyggðinni sem ekki geta fengið eðlileg lán hjá almennum lánastofnunum eða tekjulágra einstaklinga í þéttbýli.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun