Tilvera Byggðastofnunar 1. desember 2005 06:00 Framtíð Byggðastofnunar hangir greinilega á bláþræði um þessar mundir og er það ekki í fyrsta skipti sem blæs hressilega um þá stofnun. Forveri Byggðastofnunar - Framkvæmdastofnun ríkisins - var mjög umdeild allt frá því henni var komið á fót í tíð vinstristjórnarinnar sem tók við völdum árið 1971 af Viðreisnarstjórninni svokölluðu. Helsta minnismerki um þá stofnun er húsbyggingin við Rauðarárstíg þar sem utanríkisráðuneytið er nú til húsa. Síðar var nafni og skipulagi Framkvæmdastofnunar ríkisins breytt í Byggðastofnun árið 1985 og enn síðar voru höfuðstöðvar stofnunarinnar fluttar til Sauðárkróks, þar sem hún er nú til húsa. Með breytingum á fjármálamarkaði breyttist hlutverk Byggðastofnunar. Það er eins og ráðamenn hafi ekki áttað sig á hver þróunin yrði varðandi Byggðastofnun og því hefur starfsemi hennar siglt í strand ef svo má segja. Það er vissulega þörf á því að styrkja byggðir landsins, en það verður að vera á einhverjum skynsamlegum nótum. Þróun síðustu missera hefur verið sú að mörg fyrirtæki sem voru í viðskiptum við Byggðastofnun hafa farið til annarra lánastofnana. Það eru að sjálfsögðu best stæðu fyrirtækin sem almennar lánastofnanir sjá sér einhvern hag í að lána til. Illa stæð fyrirtæki hafa þá gjarnan orðið eftir hjá Byggðastofnun og gera má ráð fyrir því að fjárhagsvandi stofnunarinnar nú sé að miklu leyti tilkominn vegna breytinga á fjármálamarkaði. Það er líklega búið að gera margar úttektir og athuganir á Byggðastofnun varðandi framtíðarmarkmið og starfsemi stofnunarinnar og það er þá spurning hvort ekki ætti að stokka spilin rækilega upp og horfa raunsæjum augum á framtíðina í þessu tilliti. Tilvera stofnunarinnar á Sauðárkróki má ekki standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í þessum efnum. Auðvitað getur það verið sárt fyrir starfsmennina að sjá á eftir vinnustaðnum, en er þá ekki hægt að fela starfsmönnunum einhver önnur verkefni sem eru við þeirra hæfi? Nýverið ákvað dómsmálaráðherra með einu pennastriki að flytja innheimtu sekta frá lögregunni í Reykjavík og til Blönduóss og hefur það fallið í góðan jarðveg þar. Væri ekki með sama hætti hægt að flytja einhverja starfsemi sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið til Sauðárkróks? Hluti af núverandi starfsemi Byggðastofnunar yrði þá fluttur til atvinnuþróunarfélaga sem eru starfandi víða um land og eru í nánari tengslum við einstök fyrirtæki og aðra starfsemi á viðkomandi landsvæði, en miðstýrð stofnun á Sauðárkróki. Endalausar úttektir og starfshópar eru varla pappírsins virði. Þarna verður iðnaðarráðherra að höggva á hnútinn en ekki að boða eilífar skammtímalausnir, sem sumar hverjar virðast vera á nokkuð gráu svæði eins og áframhaldandi lánveitingar stofnunarinnar. Það verður líka að gera þær kröfur til almennra lánastofnana að þær sinni landsbyggðinni ekki síður en fyrirtækjum og einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu en á það hefur skort í ýmsum tilfellum. Landsbyggðarfólk situr ekki við sama borð í þessum efnum og aðrir landsmenn eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Framtíð Byggðastofnunar hangir greinilega á bláþræði um þessar mundir og er það ekki í fyrsta skipti sem blæs hressilega um þá stofnun. Forveri Byggðastofnunar - Framkvæmdastofnun ríkisins - var mjög umdeild allt frá því henni var komið á fót í tíð vinstristjórnarinnar sem tók við völdum árið 1971 af Viðreisnarstjórninni svokölluðu. Helsta minnismerki um þá stofnun er húsbyggingin við Rauðarárstíg þar sem utanríkisráðuneytið er nú til húsa. Síðar var nafni og skipulagi Framkvæmdastofnunar ríkisins breytt í Byggðastofnun árið 1985 og enn síðar voru höfuðstöðvar stofnunarinnar fluttar til Sauðárkróks, þar sem hún er nú til húsa. Með breytingum á fjármálamarkaði breyttist hlutverk Byggðastofnunar. Það er eins og ráðamenn hafi ekki áttað sig á hver þróunin yrði varðandi Byggðastofnun og því hefur starfsemi hennar siglt í strand ef svo má segja. Það er vissulega þörf á því að styrkja byggðir landsins, en það verður að vera á einhverjum skynsamlegum nótum. Þróun síðustu missera hefur verið sú að mörg fyrirtæki sem voru í viðskiptum við Byggðastofnun hafa farið til annarra lánastofnana. Það eru að sjálfsögðu best stæðu fyrirtækin sem almennar lánastofnanir sjá sér einhvern hag í að lána til. Illa stæð fyrirtæki hafa þá gjarnan orðið eftir hjá Byggðastofnun og gera má ráð fyrir því að fjárhagsvandi stofnunarinnar nú sé að miklu leyti tilkominn vegna breytinga á fjármálamarkaði. Það er líklega búið að gera margar úttektir og athuganir á Byggðastofnun varðandi framtíðarmarkmið og starfsemi stofnunarinnar og það er þá spurning hvort ekki ætti að stokka spilin rækilega upp og horfa raunsæjum augum á framtíðina í þessu tilliti. Tilvera stofnunarinnar á Sauðárkróki má ekki standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í þessum efnum. Auðvitað getur það verið sárt fyrir starfsmennina að sjá á eftir vinnustaðnum, en er þá ekki hægt að fela starfsmönnunum einhver önnur verkefni sem eru við þeirra hæfi? Nýverið ákvað dómsmálaráðherra með einu pennastriki að flytja innheimtu sekta frá lögregunni í Reykjavík og til Blönduóss og hefur það fallið í góðan jarðveg þar. Væri ekki með sama hætti hægt að flytja einhverja starfsemi sem heyrir undir iðnaðarráðuneytið til Sauðárkróks? Hluti af núverandi starfsemi Byggðastofnunar yrði þá fluttur til atvinnuþróunarfélaga sem eru starfandi víða um land og eru í nánari tengslum við einstök fyrirtæki og aðra starfsemi á viðkomandi landsvæði, en miðstýrð stofnun á Sauðárkróki. Endalausar úttektir og starfshópar eru varla pappírsins virði. Þarna verður iðnaðarráðherra að höggva á hnútinn en ekki að boða eilífar skammtímalausnir, sem sumar hverjar virðast vera á nokkuð gráu svæði eins og áframhaldandi lánveitingar stofnunarinnar. Það verður líka að gera þær kröfur til almennra lánastofnana að þær sinni landsbyggðinni ekki síður en fyrirtækjum og einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu en á það hefur skort í ýmsum tilfellum. Landsbyggðarfólk situr ekki við sama borð í þessum efnum og aðrir landsmenn eins og dæmin sanna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun