Það er ekki nóg að vera smart 28. nóvember 2005 17:33 Í upphafi þingfundar fimmtudaginn 18. nóvember síðastliðinn las forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, þingheimi bréf sem borist hafði frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Þar tilkynnti ráðherrann að hún væri á förum til útlanda í opinberum erindum og gæti því ekki sótt þingfundi á næstunni. Óskaði hún eftir því að varamaður tæki sæti sitt næstu tvær vikurnar. Ekki kom fram hvert ráðherrann væri að fara eða hver hin opinberu erindi væru. Engar upplýsingar um það hefur heldur verið hægt að finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins eins og venja er. Fjarvera ráðherrans hefur orðið tilefni deilna á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmönnum hefur þótt eðlilegt að Þorgerður Katrín, sem fer með eitt helsta útgjaldaráðuneyti þjóðarinnar, væri viðstödd afgreiðslu fjárlaga við lok annarrar umræðu, þar sem málefni ýmissa stofnana og verkefna ráðuneytisins eru í brennidepli. Það sjónarmið er eðlilegt. Fram hefur komið í orðaskiptum á þinginu að ráðherrann muni hafa farið til Vestur-Afríkuríkisins Senegal, og ekki er hægt að skilja skrif á heimasíðu Össurar Skarphéðinssonar alþingismanns öðruvísi en svo að hún sé þar í orlofi ekkert síður eða jafnvel fremur en opinberum erindum. Kersknivísa sem Össur birtir og eignar formanni Vinstri grænna, Steingrími J. Sigfússyni, bendir í sömu átt, en þar segir: "Brún af sól í Senegal/svo um jólin mætir." Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef rétt reynist að erindi menntamálaráðherra til Senegal hafi verið það eitt að "flatmaga í sólinni" eins og gefið er í skyn á vefsíðu Össurar Skarphéðinssonar, því Alþingi hafa þá verið veittar rangar upplýsingar. Vonandi er hér um einhvern misskilning að ræða sem ráðherrann leiðréttir við heimkomuna. En jafnvel þótt menntamálaráðherra hafi tekist að finna sér verkefni í Senegal í Afríku blasir við að þetta er óheppilegur tími til slíkra ferðalaga. Nú er mesti annatími Alþingis og mikilvægt að forystumenn ríkisstjórnarinnar sýni þinginu þá virðingu að vera viðstaddir afgreiðslu þeirra mála er snúa að ráðuneytum þeirra. Að vísu vekur það athygli að menntamálaráðherra hefur nánast engin mál fram að færa í þinginu. Fyrir utan fjárlagatillögur er aðeins komið frá henni eitt afgreiðslumál tengt EES-samningnum og svo frumvarp um sameiningu nokkurra menningarstofnana. Aftur á móti hafa lagafrumvörp sem ráðherrann hefur boðað en ekki sýnt, svo sem um styttingu framhaldsskólans, fjölmiðla og Ríkisútvarpið, orðið tilefni mikilla umræðna og jafnvel ólgu í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Mörgum hefur þótt mjög skorta á sannfærandi málflutning af hálfu Þorgerðar Katrínar í þeim umræðum. Þá vekur það athygli að ráðherrann virðist sýna fyrirspurnum frá alþingismönnum nokkra léttúð. Á yfirstandandi þingi hefur hún aðeins svarað 7 fyrirspurnum en 24 er ósvarað. Er hún methafi á því sviði. Sumar fyrirspurnanna eru frá því í þingbyrjun í október. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þykir glæsileg kona, "smart týpa" eins og sagt er, og hún hefur átt dæmafárri velgengni að mæta í Sjálfstæðisflokknum sem kaus hana varaformann á dögunum. En það er ekki nóg að vera smart. Þær raddir eru orðnar æ háværari að ráðherrann vanræki hinn mikilvæga málaflokk sinn, svari ádeilum og gagnrýni á allsendis ófullnægjandi hátt og mjög skorti á vandvirkni í undirbúningi þeirra stóru málu sem hún hefur boðað þing og þjóð. Við þessu verður Þorgerður Katrín að bregðast ef stjarna hennar í stjórnmálum á ekki að falla jafn hratt og hún reis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í upphafi þingfundar fimmtudaginn 18. nóvember síðastliðinn las forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, þingheimi bréf sem borist hafði frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Þar tilkynnti ráðherrann að hún væri á förum til útlanda í opinberum erindum og gæti því ekki sótt þingfundi á næstunni. Óskaði hún eftir því að varamaður tæki sæti sitt næstu tvær vikurnar. Ekki kom fram hvert ráðherrann væri að fara eða hver hin opinberu erindi væru. Engar upplýsingar um það hefur heldur verið hægt að finna á vefsíðu menntamálaráðuneytisins eins og venja er. Fjarvera ráðherrans hefur orðið tilefni deilna á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmönnum hefur þótt eðlilegt að Þorgerður Katrín, sem fer með eitt helsta útgjaldaráðuneyti þjóðarinnar, væri viðstödd afgreiðslu fjárlaga við lok annarrar umræðu, þar sem málefni ýmissa stofnana og verkefna ráðuneytisins eru í brennidepli. Það sjónarmið er eðlilegt. Fram hefur komið í orðaskiptum á þinginu að ráðherrann muni hafa farið til Vestur-Afríkuríkisins Senegal, og ekki er hægt að skilja skrif á heimasíðu Össurar Skarphéðinssonar alþingismanns öðruvísi en svo að hún sé þar í orlofi ekkert síður eða jafnvel fremur en opinberum erindum. Kersknivísa sem Össur birtir og eignar formanni Vinstri grænna, Steingrími J. Sigfússyni, bendir í sömu átt, en þar segir: "Brún af sól í Senegal/svo um jólin mætir." Það er auðvitað grafalvarlegt mál ef rétt reynist að erindi menntamálaráðherra til Senegal hafi verið það eitt að "flatmaga í sólinni" eins og gefið er í skyn á vefsíðu Össurar Skarphéðinssonar, því Alþingi hafa þá verið veittar rangar upplýsingar. Vonandi er hér um einhvern misskilning að ræða sem ráðherrann leiðréttir við heimkomuna. En jafnvel þótt menntamálaráðherra hafi tekist að finna sér verkefni í Senegal í Afríku blasir við að þetta er óheppilegur tími til slíkra ferðalaga. Nú er mesti annatími Alþingis og mikilvægt að forystumenn ríkisstjórnarinnar sýni þinginu þá virðingu að vera viðstaddir afgreiðslu þeirra mála er snúa að ráðuneytum þeirra. Að vísu vekur það athygli að menntamálaráðherra hefur nánast engin mál fram að færa í þinginu. Fyrir utan fjárlagatillögur er aðeins komið frá henni eitt afgreiðslumál tengt EES-samningnum og svo frumvarp um sameiningu nokkurra menningarstofnana. Aftur á móti hafa lagafrumvörp sem ráðherrann hefur boðað en ekki sýnt, svo sem um styttingu framhaldsskólans, fjölmiðla og Ríkisútvarpið, orðið tilefni mikilla umræðna og jafnvel ólgu í þjóðfélaginu upp á síðkastið. Mörgum hefur þótt mjög skorta á sannfærandi málflutning af hálfu Þorgerðar Katrínar í þeim umræðum. Þá vekur það athygli að ráðherrann virðist sýna fyrirspurnum frá alþingismönnum nokkra léttúð. Á yfirstandandi þingi hefur hún aðeins svarað 7 fyrirspurnum en 24 er ósvarað. Er hún methafi á því sviði. Sumar fyrirspurnanna eru frá því í þingbyrjun í október. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þykir glæsileg kona, "smart týpa" eins og sagt er, og hún hefur átt dæmafárri velgengni að mæta í Sjálfstæðisflokknum sem kaus hana varaformann á dögunum. En það er ekki nóg að vera smart. Þær raddir eru orðnar æ háværari að ráðherrann vanræki hinn mikilvæga málaflokk sinn, svari ádeilum og gagnrýni á allsendis ófullnægjandi hátt og mjög skorti á vandvirkni í undirbúningi þeirra stóru málu sem hún hefur boðað þing og þjóð. Við þessu verður Þorgerður Katrín að bregðast ef stjarna hennar í stjórnmálum á ekki að falla jafn hratt og hún reis.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun