Umskipti í Ísrael 22. nóvember 2005 00:01 Fréttaflæðið frá Ísrael undanfarna daga hefur verið svolítið öðruvísi en oft á undanförnum árum. Í stað frétta um sjálfsmorðsárásir Palestínumanna og loftárásir Ísraela, hefur hver óvænta stórfréttin á fætur annarri komið þaðan , þótt ekki sé um að ræða árásir, limlestingar eða mannfall. Allar þessar fréttir benda vonandi til þess að betri tíð sé í vændum í Mið-Austurlöndum og var svo sannarlega tími til kominn. Þegar Ariel Sharon forsætisráðhera Ísraels steig það djarfa skref í september að fyrirskipa að allir ísraelskir landnemar á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum skyldu fluttir á brott fannst mörgum að gamli harðsvíraði hershöfðinginn væri farinn að mýkjast allnokkuð í afstöðu sinni til Palestínumanna. Þetta skref Sharons mæltist misjafnlega fyrir innan Likudbandalagsins , en nú hefur komið í ljós að Sharon ætlar ekki að sitja við orðin tóm varðandi stefnu sína , því hann hefur nú sagt sig úr Likud bandalaginu og ætlar að stofna nýjan flokk, væntanlega til að geta komið stefnumálum sínum í framkvæmd . Þetta verður líklega einhverskonar miðjuflokkur þar sem hann verður með sína fyrri flokksfélaga til vinstri og jafnaðarmannaflokkinn til hægri . Þar hefur nú brotist til valda nokkuð óvænt nýr leiðtogi - Peretz upprunninn í Marokkó- og tekur hann við af Simoni Peres, sem marga hildina hefur háð í ísraelskum stjónrmálum. Hinn nýji foringi jafnaðarmanna hyggst beita sér fyrir ýmskonar réttarbótum á félagslega sviðinu, svo sem hækkun lægstu launa og bættum hag aldraðra svo dæmi séu nefnd. Þetta eru mál sem orðið hafa útundan í hinum eilífa ófriði í þessum heimshluta á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því hversu ákveðinn Sharon er í stefnu sinni varðandi Gaza ströndina og Vestbakkann, eru áreiðanlega maraþonfundir Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna með leiðtogum Ísraels og Palestínumanna í fyrri viku. Hún yfirgaf ekki landið fyrr en búið var að ganga frá samkomulag um aukið frelsi og réttindi Palestínumanna á hinum umdeildu svæðum, og nú hefur verið sett upp áætlun um ferðafrelsi þeirra til Egyptalands og milli Gaza og Vesturbakkans. Þá er í bígerð að opna á ný alþjóðaflugvöllinn á Gaza ströndinni og hefjst handa við hafnarframkvæmdir þar. Allt þetta eru skref í framfaraátt, en segja má að ekkert hafi gerst þarna á svæðinu frá því Sharon tilynnti um brottflutning landnemabyggðanna. Stjórnvöld í Washington hafa líka lagt mikla áherslu á að eitthvað færi að gerast í málefnum Ísraela og Palestínumanna, til að draga athyglina frá stöðugum óförum Bandaríkjamanna í Írak. Ástandið þar hefur orðið til þess að vinsældir Bush Bandaríkjaforseta minnka stöðugt, ef hægt er að tala um vinsældir í því sambandi. Nú er svo komið að hann nýtur aðeins trausts 37 af hundraði þjóðarinnar, og er talið að það sé einkum stríðsreksturinn í Írak sem veldur því hve fáir Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, en einnig kemur margt annað til á innanlandsvettvangi svo sem skipan hæstarétardómara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Fréttaflæðið frá Ísrael undanfarna daga hefur verið svolítið öðruvísi en oft á undanförnum árum. Í stað frétta um sjálfsmorðsárásir Palestínumanna og loftárásir Ísraela, hefur hver óvænta stórfréttin á fætur annarri komið þaðan , þótt ekki sé um að ræða árásir, limlestingar eða mannfall. Allar þessar fréttir benda vonandi til þess að betri tíð sé í vændum í Mið-Austurlöndum og var svo sannarlega tími til kominn. Þegar Ariel Sharon forsætisráðhera Ísraels steig það djarfa skref í september að fyrirskipa að allir ísraelskir landnemar á Gaza ströndinni og Vesturbakkanum skyldu fluttir á brott fannst mörgum að gamli harðsvíraði hershöfðinginn væri farinn að mýkjast allnokkuð í afstöðu sinni til Palestínumanna. Þetta skref Sharons mæltist misjafnlega fyrir innan Likudbandalagsins , en nú hefur komið í ljós að Sharon ætlar ekki að sitja við orðin tóm varðandi stefnu sína , því hann hefur nú sagt sig úr Likud bandalaginu og ætlar að stofna nýjan flokk, væntanlega til að geta komið stefnumálum sínum í framkvæmd . Þetta verður líklega einhverskonar miðjuflokkur þar sem hann verður með sína fyrri flokksfélaga til vinstri og jafnaðarmannaflokkinn til hægri . Þar hefur nú brotist til valda nokkuð óvænt nýr leiðtogi - Peretz upprunninn í Marokkó- og tekur hann við af Simoni Peres, sem marga hildina hefur háð í ísraelskum stjónrmálum. Hinn nýji foringi jafnaðarmanna hyggst beita sér fyrir ýmskonar réttarbótum á félagslega sviðinu, svo sem hækkun lægstu launa og bættum hag aldraðra svo dæmi séu nefnd. Þetta eru mál sem orðið hafa útundan í hinum eilífa ófriði í þessum heimshluta á undanförnum árum. Grundvöllurinn fyrir því hversu ákveðinn Sharon er í stefnu sinni varðandi Gaza ströndina og Vestbakkann, eru áreiðanlega maraþonfundir Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna með leiðtogum Ísraels og Palestínumanna í fyrri viku. Hún yfirgaf ekki landið fyrr en búið var að ganga frá samkomulag um aukið frelsi og réttindi Palestínumanna á hinum umdeildu svæðum, og nú hefur verið sett upp áætlun um ferðafrelsi þeirra til Egyptalands og milli Gaza og Vesturbakkans. Þá er í bígerð að opna á ný alþjóðaflugvöllinn á Gaza ströndinni og hefjst handa við hafnarframkvæmdir þar. Allt þetta eru skref í framfaraátt, en segja má að ekkert hafi gerst þarna á svæðinu frá því Sharon tilynnti um brottflutning landnemabyggðanna. Stjórnvöld í Washington hafa líka lagt mikla áherslu á að eitthvað færi að gerast í málefnum Ísraela og Palestínumanna, til að draga athyglina frá stöðugum óförum Bandaríkjamanna í Írak. Ástandið þar hefur orðið til þess að vinsældir Bush Bandaríkjaforseta minnka stöðugt, ef hægt er að tala um vinsældir í því sambandi. Nú er svo komið að hann nýtur aðeins trausts 37 af hundraði þjóðarinnar, og er talið að það sé einkum stríðsreksturinn í Írak sem veldur því hve fáir Bandaríkjamenn treysta forseta sínum, en einnig kemur margt annað til á innanlandsvettvangi svo sem skipan hæstarétardómara.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun